Tuesday, March 1, 2011

Fínir kjóla og kolklikkuð raftæki

Hefði ég séð mér fært að mæta á óskarsverðlaunahátíðina þetta árið þá hefði ég valið mér þennan kjól






Finnst hann svo fínn. Skil ekki af hverju einvher var að æla yfir hann á netinu. Hlýtur að vera af því að það sést enginn brjóstaskora og hann nær niður fyrir miðjan rass, get ekki séðn neina aðra hugsanlega skýringu. En hefði ég verið í þessum kjól þá hafði hún að sjálfsögðu þurft að velja sér annan. Það hlýtur að vera hátindur niðurlægingarinnar og botn skjálfvirðingar að lenda í því að vera í samskonar kjól og e-r önnur á sjálfri óskarsverlaunahátíðinni :P


Einnig hefði þessi vel komið til greina. Minn súkkulaði brúni og spengilegi líkami *hóst* hefði klárlega sómað sig vel í svona dýrlegum klæðum. Hún virðist vera svona 2 metrar á hæð í þessum kjól, ekki að ég sækist svo sem sérstaklega eftir því, þó auka 5 cm væru alveg vel þegnir....nei annars þarf þá ekki. En ef svo bæri undir að lfíið lægi við hækkun þá léti ég mig hafa það að faraí háa hæla ;Þ


Því miður varð ég að sleppa óskarnum þetta árið vegna mikilla anna í skólanum þessa vikuna. það þurfti akkúrat að hittast þannig á að próf og verkefnaskil í öllum áföngum væru núna í vikunni. Greinilegt að háskólakennarar eru ekki að taka mið af óskarsverðlaunahátíðinni, óskiljanlegt !!


En fyrst enginn varð óskarinn þetta árið þá er mesti spenningurinn bundinn við hverju síminn minn tekur upp á, því hann sýnir mjög svo óvenjulega heðun þessa dagana. Ég hafði vart birt bloggið hér fyrir stutt þar sem ég lofaði þrautsegja hans í hástert þegar hann fór að klikka. En þessi klikkun er soldið skemmtileg vegna þess hve fjölbreytileg hún er og í hve birtingarmyndir hennar eru ólíkar. Fryst, hann velur úr þau símtöl sem ég ætti að svara. Það er nefnilega bara stundum sem hann gefur frá sér e-ð hljóð þegar hringt er í mig. Annað er að hann skiptir mjög ört um hringingu. Svo þó að hann láti í sér heyra þá kannast ég oft ekkert við hringinuna og fatt ekki að það sé minn sími sem er að hringja. En það sem mér finnst samt eiginlega verra að það fer algjörlega eftir duttlungum símans hvenær eða á annaðborð hvort vekjaraklukkunni þóknast að vekja mig. Helga kom með þá snilldar tillögu að hún gisti uppí hjá mér og þá gæti síminn hennar vakið okkur báðar. Þetta var bara gert einu sinni þar sem minn elskulegi sími ákvaða að halda okkur konstert, fyrir allar aldir. Helga kunni ekki alveg að meta þennan listræna gjörning svona snemma morguns :P

En af öðrum andsettum rafmagnstækjum er það helst að frétta að matrvinnsluvélin hefur verið úrskurðuð ónýt. Það sem við höfðum bundið vonir við að væri bara tímabundið fúllyndi reyndist vera algjör uppgjöf. Það vill nú reyndar þannig til að við Helga gáfum mömmu þessa vél í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og núna styttist einmitt í afmælið hennar, svo ný matvinnsluvél kemur sterk inn sem möguleg afmælisgjöf, sem við geymum svo fyrir hana þangað til hún hefur náða að rýmka eitthvað í skápununm heima í sviet ;) (sorry mamma, nú veistu hvað þú færð í afmælisgjöf). En ég kunni reyndar mjög vel við fyrirkomulagið sem við höfðum þegar kom að afmælisgjöfum handa mömmu þegar við Helga vorum litlar. Þá lét mamma okkur einfaldlega hafa pening svo við gætum keypt handa henni afmælisgjöf sem var iðurlega eitthvað missmekklegt úr kaupfélaginu. Man sérstaklega eftir einu skipti þegar mamma hafði látið okkur hafa pening og við stóðum í ströngu að reyna að finna eitthvað í hillum kaupfélagsins sem okkur þótti fýsilegt en þrátt fyrir framúrskarandi úrval í gjafavörudeildinni þá fundum við ekki neitt sem okkur langaði að geaf mömmu. Mamma var gengin í málið með okkur og reyndi að sannfæra okkur um að henni langaði bara í allt (og mamma er btw hræðilegur lygari) en stakk svo upp á að við gæfum henni bara peninginn aftur....hvurslags uppástunga er það eiginlega ??? Og áttum við þá ekki að gefa henni neitt. Þá lá við dúettgráti þarna á miðju kaupfélagsgólfinu, en þetta bjargaðist fyrir horn að lokum og við keyptum forláta uglu-stytty-krukku, agalega lekker ;)

Svo hef ég komist að því að uppþvottavélin hljóti að vera af Egypskum eða eigi uppruna sinn að rekja til Túnis og finni sig því knúna til að taka þátt í uppreisnunum þar. Það fer algjörlega eftir hennar dutlungum hvort hún þrýfi leirtauið eða ekki. Oftast gefur hún bara frá sér hávaða og læti en skilar svo öllu jafn skítugu til baka. En ég ætla nú ekki að láta hana kúga mig til að vaska upp sjálf! Það var munur þegar svona tæki voru gerð til að endast og gerðu það án alls múðurs.

En jæja ég fór víst á fætur fyrir klukkutíma til þess að fara að læra (samt aðallega til að fá mér hafragraut) en í stað þess er ég búin að bulla hér um galakjóla og krankleika heimilstækjanna, það hlýtur að vera eitthvað sem allir hafa áhuga á að lesa.

Þetta gengur ekki lengur, áfram með smjörið og upp með lærdómsfjörið

Munið að fara í hlýja sokkar, snjórinn getur verið kaldur

Gróa ;)