Sunday, August 29, 2010

Minningar

Eins og glöggir lesendur þessa bloggs hafa tekið eftir er Helga mjög minningavæmin. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að rifja upp gamla tíma og stundum eru þeir meira að segja ekki mjög gamlir. Um daginn sagði hún „Gróa, manstu kjúklinginn?“ og Guðrún var dágóða stund að hugsa sig um en kveikti alls ekki á perunni þar sem Helga minnist oftast einhvers úr æsku okkar heima úr Hrútafirðinum, en þar var kjúklingur álíka sjaldséður og djöfullinn. En eini kjúklingurinn sem henni kom þó til hugar var sá sem við systur höfðum sporðrennt tæpu korteri áður, og viti menn, það var kjúklingurinn! Hann var ekki fyrir neinar sakir minnisverður, nema kannski að hann var glútenlaus, ósprautaður og með skinninu sem er heldur fátítt í Hvassaleitinu. En engu að síður fannst Helgu þetta dýrmæt minning því hin síðasta kvöldmáltíð gerir sjaldnast boð á undan sér.
En já minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum (mælir Helga) og því finnst okkur ekki úr vegi að deila með ykkur nokkrum hlutum sem vekja upp hjá okkur misskemmtilegar minningar.


Karamellusúrmjólk frá KS: Þið munið öll eftir henni, þessi í brúnu fernunni, dísæt og þykk. Hún minnir okkur á tvennt. Annarsvegar á mikla gleði Guðrúnar þegar Helga var veik (sem var mjög oft) því þá var splæst í eina fernu og Guðrún sá til þess að henni yrði skipt í réttum hlutföllum við þyngd, stærð og aldur. Þess ber að geta að sú skipting er ekki lengur viðhöfð, nú er einungis skipt miðað við aldur. Súrmjólkin minnir Helgu á þau ófáu sumarfrí sem farin voru vítt og breytt um landið. Þá leyndist hún iðulega í fagurgræna kæliboxinu.


Vel klesst rúgbrauðssamloka með mysing, mjólk í plastflösku og mjólkursúkkulaði með hnetum og rúsínum í eftirmat: Þetta óborganlega kombó er aðeins leyfilegt í göngunum og minnir okkur því að sjálfsögðu á þær, enda eina ástæðan fyrir því að við látum plata okkur í þá svaðilför ár eftir ár.


Klósetthreinsir með sítrónuilm: MATAREITRUNIN! Nei, ótrúlegt en satt ruglaði Helga ekki saman sítrónusafa og klósetthreinsi við matargerðina þó líkt sé. Þegar fyrstu einkenni fóru að láta á sér kræla var Gógó í vinnunni og einmitt að þrífa klósett með þessum annars ágæta salernishreinsi. Um stund hélt hún að það yrði sitt síðasta verk, en viti menn, hún átti eftir að þrífa upp æluna eftir hana Helgu.


Ballerínukex: Minnir okkur á sunnudagaskólaferðalög. Eitt mesta tilhlökkunarefni vorsins og það sem mestu máli skipti var að vera með flottasta nestið. Þetta var eitt af fáum skiptum sem við fengum kex með kremi og því voru ákveðnar reglur um hvernig sporðrenna ætti góðgætinu. Taka í sundur, sleikja kremið, borða ljósa helminginn og síðast þann dökka.


Pamela í Dallas með Dúkkulísunum: Við erum ekki alveg það gamlar að við munum eftir Dallas þáttunum, en laginu góða var blastað aftur og aftur í ógleymanlegri útilegu okkar systra á Snæfellsnesinu um árið. Annars kunnum við engan deili á henni Pamelu blessaðir, en af laginu að dæma er það draumur hverrar stúlku að líkjast henni.


Jólasveinninn kemur í kvöld: Þetta lag hefur aldrei verið jólalag í okkar huga því það var spilað hvenær árs sem er. Það var ómissandi þáttur í skemmtilegum leik sem lékum í stofunni á Reykjum 1 hjá Söru og Aroni. Það byrjaði allt með því að allir sátu frekar niðurlútnir. En þegar bjölluómurinn tók að berast til eyrna glaðnaði yfir okkur og þegar fregnirnar um að jólasveinsins væri að vænta í kvöld ætlaði allt um koll að keyra. Við hoppuðum, stukkum og böðuðum út öllum öngum á milli þess sem við öskruðum „Hann kemur, hann er að koma!“ líkt og um frelsarann sjálfan væri að ræða. Eitt sinn varð hin óstjórnlega gleði svo mikil að Aron, ekki hærri í loftinu en hann var, tók á loft og skallaði ljósakrónuna af miklum krafti. Eins og þeir sem hann þekkja vita, þá hefur hann ekki beðið þess bætur enn þann dag í dag. Hamagangurinn stóð á meðan lagið varði, þá var tekin smá pása, pústað og teygt á sér og svo endurtekið.....aftur og aftur.


Svarta ferðataskan hennar Stínu systur: Ávalt þegar Stína kemur til lansins rifjast upp skemtileg saga sem tengist ferðatöskunni hennar. Eitt skipti þegar Stína var á leið út í heim kom hún heim með þessa (að okkur fannst ) risastóru ferðatösku. Eins og flest annað í fórum Stínu vakti taskan upp mikla forvitni hjá okkur. Þegar við höfðum grandskoðað töskuna datt Gróu það snjallræði í hug að vita hvort Helga kæmist fyrir ofan í töksunni. Jújú Helga komst ofaní, en var hægt að loka ? og þvílík töfrataska, með lás líka !!! En þegar Guðrún var orðin örmagna af því að draga Helgu um í töskunni, enda ekki flóarfriður fyrir bankinu sem þana barst ætlaði Guðrún af góðmennsku sinni einni að hleypa Helgu út. En obobbobb....talnalásinn hafði „alveg óvart“ ruglast og Guðrún hafði ekki hugmynd um hvert númerið var. Hún hefði nú ekki verið að stressa sig á því, enda Helga best geymd í töskunni, ef mamma hefði ekki skorist í leikinn og tekið eitt af sínum hyssteríu köstum. En sem betur fer var Stína ekki langt undan og gat frelsað helgu úr ánauðinni. Helga bar sig vel eftir vistina í töskunni, þangað til orðið innilokunarkennd kom fyrir í skammarræðunni yfir Guðrúnu. Og þegar Helga hafði fengið góða skilgreiningu á einkennum innilokunarkenndar þá var ekki um að villast, hún var illa haldin og grenjaði eftir því. Það sem okkur finnst þó skemmtilegast við þessa sögu er að ekki fyrir svo löngu komst Helga fyrir í ferðatösku sem hefur minkað til muna með árunum.

Nóg af minningavæmni í bili
Helga og Gógó ;)

Wednesday, August 25, 2010

Sitt og hvað

Vil byrja á því að hrósa Gógó skáldkonu fyrir framúrskarandi bloggsíðu!

En þar sem ég á nú að heita annar eigandi þessarar bloggsíðu finnst mér ég nú verða að láta heyra í mér og skemma aðeins fyrir Gógó og hennar bráðskemmtilegu færslum.

En semsagt - sumarið að verða búið og haustið á næsta leiti. Ég hef nú hafið mitt síðasta skólaár í MH og mér finnst það nú svolítil sind. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég gekk þarna inn skjálfandi á beinunum í mest artí fötum sem ég átti, gerandi tilraun til þess að falla inn í hópinn - sem tókst nú svona nokkurnveginn þar sem flestir hinir busarnir reyndu að klæða sig eins fáranlega og þeir gátu, líka með það í huga að falla inn í hópinn.

En keppnistímabilið mitt er allavegana búið. Líklega erfiðasta sumar sem ég hef lifað en á sama tíma afskaplega skemmtilegt. Ég fór oft til útlanda, Ísrael, Kanada, Svíþjóð og Barcelona og allar þessar ferðir voru ógleymanlegar, og þar fyrir utan gerði ég margt skemmtilegt hérna heima :) Fór í rafting, svaf í tjaldi, í sumarbústað og drakk mikið af kaffi. Síðustu frídögunum mínum varði ég svo heima í Hrútafirði og það var alveg yndislegt. Þar þreif ég á Sæbergi, fór mikið á hestbak, smalaði, fór í bíltúra, rakaði tún, borðaði ógrynni af pönnukökum og fór líka á tónleika hjá Hreindísi sem voru alveg rosalega skemmtilegir :) Ég er svo heppin að geta flúið heim í sveit, gleymt öllu öðru á meðan og hlaðið batterýin.

Núna er alvaran samt tekin við að nokkru leyti. Ég er byrjuð á ansi skemmtilegu matarræði sem felur í sér að ég má ekki borða neitt glúten, mjólkurvörur, sykur eða koffín allavegana næstu þrjátíu daga. Í dag er ég á degi þrjú og það gengur bara ágætlega enn sem komið er. Erfiðast finnst mér að sleppa kaffinu en annars finnst mér þetta alveg stórskemmtilegt að þurfa að spá svona mikið í því og plana hvað maður er að borða. Svo er bara að sjá hvort að þetta beri einhvern árangur, kannski leyfi ég ykkur að fylgjast með því.

Það verða miklar breytingar hjá mér í haust varðandi æfingar og ég er mjög spennt fyrir því. Segi betur frá því seinna þegar það er komið betur á hreint :)

Annars eru bara 9 dagar í réttirnar og 7 dagar í göngur! ÍÍÍHHAA :D Það er áskorun að ætla að fara í gegnum þessa réttaveislu án sykurs og ég skil ekki alveg hvað ég á að gera á meðan við bíðum eftir Miðfirðingunum ef ég má ekki japla á mjólkusúkkulaði á meðan ;)

Læt þetta duga í bili, sjúkraþjálfun og nudd bíður mín, svo ætla ég í jóga og rölta svo upp á Esju í kvöld :)

Sunday, August 22, 2010

og haustið var það

Ég bað um haust og fékk svo sannarlega haust. Veðurlýsing frá Reykjum í Hrútafirði lítur eitthvernvegin svona út þennan morguninn. Skítakuldi, brjálað rok og rigning. Ef þetta er ekki steríótýpu haustveður þá er ég alkólisti. Sem sagt veður alveg eftir pöntun, eða svona næstum því. Í gær þegar ég rétt hætti mér út varð mér svo ótrúelga kalt að ég held að mér hafi ekki verið eins kalt síðan í jarðfræðiferð í MH þegar við fórum upp á Bláfjöll. En það var í október og upp á fjöllum. Ekki í ágústlok niðri við sjávarmál.


En eins og alþjóð veit þá eigum við hund sem heitir Trýna eða hún er eiginlega svon almannaeign því hún heldur eiginelga bara til þar sem henni sýnist. Býður sé bara í mat á næsta bæ ef henni líkar ekki matseðilinn heima hjá sér. Hún Trýna er alveg fjörgömul og hefur marga fjöruna sopið og hefur eignast nokkra tugi hvolpa í gegnum tíðina. Þar sem hún er nú komin vel á aldur og nokkuð langt síðan hún átti hvolpa síðast töldum við víst að hún væri komin úr hvolpaeign. En fyrir nokkru tókum við eftir því að hún hafði fitnað allsvakalega og var okkur alveg hætt að lítast í blikuna þegar spenrnir fóru að tútna út líka. Þó Trýna sé jafnan upp um hvimpinn og hvampinn kíkir hún nú reglulega heim til sín. Svo um daginn finnst mömmu eitthvað óvenju langt síðan hún hafði séð Trýnu. Trýna hefur þann undarlega vana að þegar hún er að fara að gjóta að þá lætur hún sig hverfa og eiginlega felur sig og hvolpana.





Við vorum þó ekki leitað lengi þegar við fundum þessa myndarlegu holu. Han hafðir Trýna verið að dunda sér að grafa, alveg á steypinum. En þá vandaðist málið. Þetta var engin smá hola heldur göng sem voru svo löng að þó ég styngi höfðinu inn þá sá ég ekki hvolpana, heldur heyrði bara veikt vælið í þeim. Björgunarstörfin voru því allt annað en auðveld og ekki hjálpaði til að Trýna fékst varla til að koma út úr felustaðnum.





En loksins eftir marga misheppnaða björgunarleiðangra (sú allra misheppnaðasta þegar ég fór með pabba og honum fannst þetta svo mikil hagleiks hola það mætti nú alls ekki skemma hana enda færi svo vel um tíkina og hvolpana að við ættum bara að leyfa þeim að vera þarna....uuu nei!! ) þar sem ekki tókst að ná Trýnu út eða hvað þá ná hvolpunum gekk mamma í málið. Mamm reddar alltaf öllu og náði út 4 litlum krúsídúllu hvolpum. Svo núna er litla fjölskyldan komin inn úr neðanjarðarbirginu inn í hlýuna :)



Trýna er nú pínulítið mæðuleg, kannski ekki að furð, orðin allt of gömul fyrir svona vesen. Tveir hefðu alveg dugað henni. Reyndar er einn svo svakalega lítill að hann telst eiginlega bara sem hálfur ;) Ég get ekki beðið eftir að komast heim í sveit og knúsa þessar elskur. Þegar þeir verða farnir að myndast aðeins betur þá koma hér inn myndir af þeim. Og svo er það bara fyrstur kemur fyrstur fær :)

Eitt í lokin. Ég held að það séu nú nokkrir sem lesa þetta blogg og það væri nú gaman að fá eins og eitt og eitt comment frá ykkur lesendur góðir. Hvað sem liggurykkur á hjarta, bara hvernig ykkur líður eða hvað þið fenguð ykkur í morgunmat.

Bið ykkur vel að lifa

GG

Thursday, August 19, 2010

Haust eða ekki haust ??

Það er kominn einhver haustfílingur í mig. Kannski ekki skrýtið þar sem ágúst er meira en hálfnaður, bara nokkrir vinnudagar eftir og skólinn rétt handan við hornið. Samt er sumarið ennþá á blússandi siglingu, allaveg hérna í höfuðborginni og auðvitað á maður að njóta þess á meðna það er. Mér finnst haustið bara alltaf svo skemmtilegur tími. Yfirleitt komin með nóg af sumrinu og allri birtunni. Komin í kósýgrínn með kertaljósum og svoleiðis (þó engu súkkulaði og rómantík, allaveg ekki hingað til :P). Mig er yfirlett farið að hlakka mikið til að byrja í skólanum þó fiðringurinn í maganum sé fljótur að breytast í kvíðahnút yfir öllum verkefnunum og lestrinum. En mest er samt tilhlökkunin yfir nýju tímabili í körfunni. Ekki síst þegar breytingarnar eru svona miklar eins og nú, mjög spennandi tímar framundan þar :) Sennilega er það það, breytingar sem mér finnast svo skemmtilegar. Mér leiðinst óendnalega að hjakka í sama farinu, eins og ábyggilega mörgum. Bara einhver smámunur sem brýtur upp hversdaginn getur alveg bjargað fyrir mér vikunni, ekki síst þegar það virðist einvhernvegin svo langt í allt skemmtilegt (sem er nú sem betur fer aldrei mjög langt).




En kannski er það líka það að á haustin finnst mér ég alltaf þurfa að dressa mig upp fyrir skólann, ekki síst þar sem á þessu tíma á maður soldinn pening sem er nú samt fljótur að hverfa. Núna langar mig mest í einvherja rosa fína og kvennlega kápu eða jakka. Búin að vafra mikið um netið og dást af jökkum sem er hver öðrum eigulegri (en þó flestir langt fyrir utan mín fjarráð)



Þessi er úr warehouse, algjört æði !


H&M


Þessi er svo dömulegur með svona púffermum, ég elska púffermar :) Líka úr H&M



Meiri púffermar ;) asoa



Þessi er gjéðveikur !! Topshop

Já og svo miklu miklu fleiri. Ég held að ég veðri bara að kaupa upp alla lottómiðna svo ég vinni pottþétt og þá get ég keypt þá alla.

En svo verð ég að ákveða það á morgun hvort ég verð hér í sumrinu í bænum um helgina eða fari í haustið fyrir noraðn....það er spurningin.

Njótið þess sem eftir lifir af sumrinu. Það er ekki orðið of seint að fara í lautarferð, útilegu eða sprikkla um berassaður (já beini þessu til karlpeningins) í dögginni ;)

Þangað til næst

Gógó

Tuesday, August 17, 2010

Kvöldblogg hefur gull í gogg

Það er eins gott að það komi eitthvað lesanlegt út úr þessu bloggi. Þegar ég staulaðist fram úr í morgun, að mér fannst alveg óútsofin, þá var það mín fyrsta hugsun að í kvöld skyldi ég sko fara upp í rúm klukkan 10 (mjög merkilegt fyrir þær sakir að mín fyrsta hugsun er nær undantekingarlaust um morgunmatinn). Ekki að ég hafi farið eitthvað seint að sofa í gærkvöldi, hefði reyndar átt að fara fyrr þar sem ég hafi dottað yfir norsku skemmtilesningunni, sjónvarpinu og útsauminum þegar ég loks drattasðist upp í rúm. Suma daga er maður bara þreyttari en aðra, að því er virðist að ástæðulausu. En sem sagt þá er klukkan gengin góðum klukkutíma lengar en 10 og ég að byrja á bloggi svo guð má vita hvenær ég kemst í rúmið. Held samt að á svona þreyttum dögum skipti ekki máli hversu lengi maður sefur. Allaveg er ég alveg jafn þreytt.

En nóg um svefn, hann fær að bíða til betri tíma.

Helgin var ósköp notaleg eins og rigning laugardagsmorgunsins gaf til kynna að yrði. Það stytt nú reyndar fljótlega upp en mér til nokkurar gleði fór aftur að rigna á sunnudaginn ;) Allur gangur var á því hvort plön hinnar óplönuðu helgar stóðust. Ég skellti mér aftur í sund á laugardaginn en þó ekki í nýjum sundbol heldur greip til þess ráðst að notast við bikinið þó mér þyki það heldur verra en sundbolurinn. Vonandi ramba ég á eigulegan sunbol á næstunnu. Það var ein af mínum stærri sorgum þegar ég uppgötvaði í vetur að 3ja evru sundbolurinn minn úr Homburg væri horfinn :'( Álíka dýrgripir á hann eru sko ekki á hverju strái og hvað þá fyrir andvirði 3ja evra (sem var reyndar nokkuð hærra þegar ég keypti hann en nú)



Að sjálfsögðu kíkti ég líka í kolaportið en sú ferð er ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég keypti mér ekki neitt. Það er álíka sjaldgæft og að ég hugsi um eitthvað annað en morgunmatinn allra fyrst á morgnanna. En ég gat reyndar bætt þetta kaupleysi upp í Europris :) Keypti þetta líka flott útvarp sem líka alveg svínvirkar :) Svona getur maður gert góð kaup þar sem síst er von.



Heldur betur ánægð með gripinn.




Líka mjög ánægð með blómin sem ein gamla konana gaf mér, fara svo vel í eldhúsglugganum

Ekki tókst mér alveg að tæma taukörfuna þó vélin fengi varla nokkurt frí. Alveg hreint með ólíkindum hversu mikil þvottur kemst fyrir í ekki stærri körfu. Mig er farið að gruna að einhver hafi komist yfir lykla af íbúðinn og komi inn til að lauma óhreinum þvott í körfuna. Það dæmi gengur samt ekki alveg upp....

En talandi um lykla. Ég er soldið mikið þannig að ég hugsa lengi um það sem ég þarf eða ætla að gera áður en ég læt verða að því. Fyrir helgi var ég t.d. að hugsa að ég yrði nú að fara og láta smíða eftir lyklunum mínum og hafa einvherstaðar eg ske kynni að ég læsti mig úti þegar ég er ein í bænum. Eins var ég að hugsa að mig langði nú að heimskækja Gunnu frænku og fara með humarinn til hennar sem ég er búin að vera með í frystinum síðan á páskum, geri ekki meira í því. Á laugardaginn er ég svo að taka til. Vanalega hef ég lyklana mína bara alltaf á borinu inn í eldhúsi en í tiltektaræðinu hengi ég þá upp hjá fleiri lyklum en hugsa með mér hvort að ég gelymi þeim nú ekki hafi ég þá þarna. Og hvað haldið þið ??? Jú ég stekk út og skelli á eftir mér og er ekki búin að taka hendina af hurðarhúninum þegar ég fatta að hús- og bíllyklarnir urðu eftir inni FRÁBÆRT og ég ein í bænum. Í örvæntinu hringi ég í Gunnu og Sibbu til að vita hvort þær séu nokkuð með lykil sem ég vissi svo sem alveg að þær væru ekki með. Þá fatta ég að Böddi frændi sem var hjá okkur í síðustu viku gæti verið með lykla þó ég hefði ekki hugmynd um hvar á henttinum hann væri staddur. Jú hann var með lykla og staddur á Bifröst. En það vildi svo ótrúlega vel til að rútan var í þann veginn að renna þar í hlað svo hann gat stokkið út og sent lyklana með henni í bæinn, þvílík tímasetning ;) Svo ég skellti mér bara í fyrirhugaði heimsókn til Gunnu ,þó ekki hefði ég humarinn með mér, meðan ég beið eftir rútunni. En talandi um fyrstu hugsun hér á áðan. Síðustu vikur erum við skytturnar þrjár búnar að vera á soldið ströngu mataræði nema hvað að þarna á sunnudaginn átti að vera svona dagur þar sem ég mátti aðeins svona tríta mig. Því var ég búin að ákveða (fyrir ábyggilega 10 dögum) að ég skyldi baka mér brauð (sem þó auðvitað stæðist alla helstu hollustu staðla :P) Svo þegar ég uppgötva að ég er læst úti þá er það mín fyrst hugsun "NEI NÚ GET ÉG EKKI BAKAÐ MÉR BRAUÐ !!!" Greinilegt hvað er mér efst í huga :P

Jæja jæja...nóg af bulli og best að koma sér í bólið.

Ég vona að það heyrist eitthvað frá Helgu áður en langt um líður. Held alveg örugglega að hún hafi skilað sér frá spáni....en ef ekki þá er hún klárlega bara einhverstaðar að versla.

Góða nótt

Saturday, August 14, 2010

Rigning

Eftir alla sólina í sumar er farið að rigna. Eitthvað segir mér að rigningunni eigi ekki eftir að linna fyrr en líður að jólum, enga svartsýni samt aldrei að vita nema sólin nái að glenna sig eitthvað. En mér finnst rigning skemmtileg, það er svo ótal margt skemmtilegt sem hægt er að gera í rigningu, þó það tengist henni kannski ekki beint.

Þetta er náttúruelga alveg ideal veður til þess að hanga bara inni og gera helst sem minnst eftir góða æfingu. Dunda sér við að taka til, fá sér kannski eins og einn kaffibolla (þó það sé alveg harðbannað núna, en það má nú gera undantekningar ;) ) og glugga kannski í góða bók. Ég er sem sagt bara ein heima núna og helgin eiginlega alveg óplönuð sem sagt rólegheit, ég hata það ekki. Reyndar var einn af fáum liðum helgardagskránnar að kíka í bæinn og auðvitað í kolaportið góða. Get ekki sagt að veðrið æpi á mig að koma mér út þó ég hafi reyndar ekki neina afsökun til að gera það ekki þar sem ein afar góð kona sem ég þríf hjá lánaði mér þessa líka flottu regnhlif svo ég ætti að sleppa að mestu þurr. En ef regnhlífin heldur ekki þá hola ég mér nú bara inn á borgarbókasfan og renni afur yfir alla árganga Gestgjafnas frá upphafi þess góða tímarits ;)

Annað sem var á stefnuskránni var að ná að tæma þvottakörfuna alveg svo ekki verði eitt óhreint sokkapar að helginni lokinni. Held að við eigum heimsmet í óhreinum þvotti miðað við hausatölu, samt stoppar blessuð vélin ekki. Hún hefur nú ansi oft gerti sig líklega til að bræða úr sér en guð forði okkur frá því. Þá myndi óhreinn þvottur flæða hér um öll gólf og ábyggilega út um gluggana líka.

Svo er rosalega gaman að fara í sund í rigningu. Fór reyndar í sund eftir æfingu í morgun en þá var ekki farið að rigna svo það má vel vera að ég fari bara aftur seinna í dag. Ekki síst ef ég finn einvhern flottan sundbol. Tók eftir því núna um daginn að minn er orðinn ansi eyddur á rassinum :S En en hver ætli sé svo sem að glápa á rassinn á mér, gæti þess vegna bara verið berrössuð :P

Svo var ég að hugsa um að fara á bikarúrslitin og hvetja mitt lið. En það hefur svon heldur dregið úr mér og ég nenni því eiginelga alls ekki. Sendi þeim bara góða strauma með hugskeyti og þá taka þeir þetta. ÁFRAM KR !!!

Svo voru mér að áskotnast tvær skólabækur. Ég var orðin full tilhlökkunar að byrja aftur í skólanum og fannst alveg tilvalið að byrja að glugga soldið í bækurnar. En eins og hendi væri veifað hvarf öll tilhlökkun. Bækurnar eru á norksu. Ég tala ekki stakt orð í norsku en get bjargað mér á dönsku svo það getur hjálpað. Komst sem sagt í gegnum eina blaðsíðu í gærkvöldi en er engu nær um innihald þeirra þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað söguhyggja og nýrýni er :S Það hlýtur að standa á blaðsíðu ;)

Mér sýnist ég vera að blogga rigningua frá mér.
Njótið helgarinnar
Gógó

Thursday, August 12, 2010

Morgunblogg gefur gull í mund

Gott trix þegar það er fyrir lifandis löngu kominn tími á blogg en gúrkuupskeran rír og ekkert frá að segja er að hafa nógu knappan tíma til skrifanna, helst ekki lengri en svo að aðeins gefist tími til að segja frá því hve lítill tími sé til stefnu og því verði þetta blogg stutt og laggott. Þannig er það einmitt núna. Ég vaknaði fyrir allar aldir og eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að kreista aftur augun og reyna að sofna aftur gafst ég upp og fór á fætur enda löngunin í mat svefnlönguninni yfirsterkari. Svo nú hef ég nokkrar aukamínútur til að henda í blogggi í atómu mynd. Reyndar hef ég það ekki því þegar ég er svona tímanlega í öllu þá slóra ég svo mikið á allt fær að bíða þar til á síðustu mínútu þegar tekið er á sprettinn og yfirleitt þarf ég að hlaupa amk tvisvar upp aftur á 4. hæð eftir einvherjum sem ég gleymdi.
En sem sagt fátt í fréttum héðan. Á dagskránni er að klára vinnuna og byrja í skólanum. Mikið er ég farin að hlakka til, þó ég bíði sumarlokum sjaldan með eftirvæntingu. Enn meira hlakka ég til þess að tímabilið í körfunni byrji. Æfingarnar eru að komast á fullt sem er mjjöög gleðiðlegt eftir að hafa verið ansi mikið inn í lyftingarsalnum í sumar ásamt H-unum tveim, Hildi og Helgu. Vonandi að það skili sér og eins og ein troðsla líti dagsins ljós í vetur :P
Fór í bíó í gær á franska mynd sem heitir 22 bullets. Ég hef komist að það er ekki annað en sangjarnt að ég fái amk 25 % afslátt á svona myndir þar sem annar hver maður er drepinn, held fyrir augun obban úr tímanum. Aðeins og ljótt fyrir mig.
En nú er illt í efni klukkan nálgast óðfluga 8 sem þýðir að ég þarf að fara að koma mér af stað.
Eigið góðan dag !
GG