Sunday, January 30, 2011

Heil og sæl

Af hverju ætli þetta sé sagt "heil og sæl" ? Var það kannski algengt í gamladaga, eflaust á tímum holdsveikinnar, að fólk væri hálft. Þá hefur það væntanlega ekki verið sælt, svo mikið er víst. Því hafi þetta verið einskonar ósk um að fólk héldi öllum sínum útlimum og líkamspörtum. Hver veit ? Það getur oft kostað mig djúpa þanka og í verstu tilvikunum hugarangur þegar ég fer að velta uppruna orða, orðatiltækja eða -sambanda fyrir mér. Hef sent vísindavefnum ófáar spurningar um uppruna hinna ýsmu orða og orðatiltækja en áhugasvið þeirra sem sitja að svörum þar virðist greinilega liggja e-r annarstaðar því ekkert bólar á svörum frá þeim. Síðast spurði ég að því hví sagt er að eitthvað sé laukrétt. Hvað kemur þessi laukur málinu við ? Já tungumálið okkar er svo sannarlega skrítið og skemmtilegt ;) Það kemur best í ljós þegar maður neyðist til að lesa þessa leiðindar ensku, mikið sem það tungumál getur gert annars ágætis texta leiðinlegann.

En hvað á ég nú að segja ykkur, fyrst ég er byrjuð að blogga á annað borð, en ekkert hefur gerst sem er frásögu færandi. Lífið hér hefur gengið sinn vanagang, fastir liðir eins og venjulega. Þó ég vilji nú ekki alveg taka jafn djúpt í árina á wikipedi og segja að heimilslífið hér sé fjölskylduharmleikur, svo slæmt er það nú ekki. Eiginlega sjálfstætt framhald af síðasta bloggi mínu. Ennþá janúar (í einn dag í viðbót) ennþá dimmt (í aðeins fleiri daga í viðbót) og eitthvað svo ótrúelga langt í sumarið (reyndar bolludagur og páskar í millitíðinni sem hægt er að byrja á að hlakka til). Ég er nú frekar mikil svona vetrarmanneskja (En alls ekki snjó unnandi samt) og kann mjög vel að meta kósýheit vetrarins en um daginn þegar það var búið að rigna og loftið var eitthvað svo ferskt og einvher svona vorfílingur í því þá fann ég hvað ég er komin með ótrúelga nóg af vetrinum. Mikið hlakka ég til löngu dagna með björtu nóttunum og að heyra fuglasönginn (eitthvað annað en gargið í starranum). Þá verður gaman. Ég held í alvöru að við íslendingar ættum að leggjast í vetrardvala, bara eins og birnirnir. Aðeins að leggjast á meltuna eftir jólin, bara leggjast upp í rúm og breiða yfir haus og láta sig dreyma um lífsins listisemdir sem bíða eftir okkar rétt handan við lúrinn. Það hefði nú verið verkefni fyrri stjórnlagaþingið að koma því inn í stjórnarskránna: Rétt íslendinga til vetrardvala. Ég held meira að segja að við séum ekki komin svo langt frá björnunum. Svona feit og bangsaleg ;)

Jæja nóg af neikvæðni. Hún er nú alveg til þess að ganga af manni dauðum. Held meira að segja að ég hafi verið hægt komin um daginn bara af fúllyndinu einu saman. Nýji stafræni blóðþrýsingsmælirinn hennar mömmu sýndi að púlsinn hjá mér væri LOW. Sem sagt alveg á mörkum þess að vera lifandi.

Þetta blogg var í boði ósigurs í keflavík í kvöld. Ekkert svartsýnisraus. Nú fer að færast fjör í leikinn og púlsinn rýkur upp úr öllu valdi ;)

Ekki taka lífinu of alvarlega, sleppið hvort sem er ekki lifandi frá því
Gróa

.....

Good, better, best. Never let it rest. Until your good is better and your better is best.
Uppáhalds tilvitnunin mín þessa dagana :)
En það er mjög spennandi vika framundan hérna á blogginu - svo verið í startholunum kæru lesendur :)
Helga

Friday, January 21, 2011

! ! ! AFMÆLI ! ! !

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU GUÐRÚN GRÓA


Þessi ólátabelgur á afmæli í dag. Stelpan er orðin hvorki meira né minna en 22 ára gömul. Elskan hóf afmælisdaginn sinn á því að keyra mig niður á BSÍ klukkan fjögur í nótt og ég var næstum búin að gleyma að hún ætti afmæli, ég hlýt að vera skelfileg systir (toppar samt ekki það þegar ég óskaði Stínu systir til hamingju með daginn á vitlausum degi, já og Lóu bestu vinkonu minni líka).

Ég vona að dagurinn hafi verið góður og endi vel :) Þú ert mesti dugnaðarforkur sem ég þekki Gógó, mín helsta fyrirmynd! :)

Knús og kossar frá Svíþjóð

Thursday, January 20, 2011

Gaman gaman.....

Mig dreymir um að fá að fara í svona kjóla, þó ekki væri nema rétt að máta.











hhmm...kannski ætti mér fyrst að láta mig dreyma um að passa í einhvern þessara kjóla, já eða jafnvel fara að vinna í því að komast í þá. En í bili verð ég bara að sætta mig við minn nýjasta kjól sem ég keypti fyrir 2500 krónur í Boutique Papillon sem er pínulítil krúttleg second hand búð með allskonar fínerí kjóla, veski, pelsa, skart, bollastell og fleira allt frá frá Belgíu minnir mig. Er meira að segja að hugsa um að frumsýna kjólinn á morgunn og vera soldið fín í skólanum, svona í tilefni afælisins ;)


En ég velti því samt fyrir mér, ef maður hefur næstum allan pening í heiminum til þess að kaupa kjól af hverju að kaupa sér svona....







Æji ég gleymdi því, í þúsundasta skipti, að ég ætlaði að hætta að setja út klæðaburð, útlit eða annað sem tengist smekk fólks. Þeim hlýtur að finnast þessir kjólar alveg mega flottir (nema að ske kynni að kjóllinn hafi verið gjöf frá tengdamóður sem þær vilja ekki særa) og eru vonandi ánægðar með sig. Þær myndu eflaust kasta upp af tilhugsuninni einni um að klæðast röndóttum kjól sem líkist mest sundbol og allt of stórri gallaskirtu eins og ég klæddist í skólanum í dag, sem var að sjálfsögðu keypt notað. En ég færi nú reyndar ekki í þessum klæðnaði á Golden Globe.


En nóg af dagdraumum um kjóla....eða kannski ekki. Það er nebblega einstaklega óspennandi eitthvað að vera ég núna, meira að segja daginn fyrir afmælið mitt svo það er auðvelt að gleyma sér í hugsunum um rándýra kjóla. En þessir fyrstu vikur ársins virðast vera settar í dagatalið í þeim eina tilgagni að vera leiðinelgar, ekki að undra að fólk sé flutt í bílförmum á líkhúsin núna svo útfararstjórar og prestar hafa ekki undan. Það gladdi mig mjög að heyra í útvarpinu á þriðjudaginn síðastliðinn að samkvæmt hávísindalegum rannsóknum þá væri mánudaguirnn 17. janúar leiðinlegasti dagur ársins. Hann lvar iðinn og því ætti það versta að vera afstaðið og allt á hraðri uppleið. Því miður get ég ekki sagt að það hafi verið mikill stígandi í vikunni né að þessi tiltekni dagur hafi borið af hvað varðar leiðindi. Hann hefur greinielaga sökkbreyst og orðið að leiðinlegustu dögum ársins. Æ það er svo erfitt að hafa ekki yfir einu að kvarta en hafa samt svo ótrúlega mikla þörf fyrir að láta vorkenna sér. Mér líður t.d. núna eins og ég sé eina manneskjan í heiminum sem þarf að lesa mörg hudnruð blaðsíður á viku í skólanum og í hvert skipti sem ég lít upp frá bókinn þá er ég komin 500 blaðsíðum eftirá. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki eini nemandinn í neinum af áföngunum sem ég er í og ef ég er ekki hæglæsasta manneskjan í öllum háskólanum þá hljót e-r fleiri að vera í sömu sporum og ég.


En það gerðist reyndar undur og stórmerki í dag. Loksins tókst mér að taka skápskrípið sem var í herberginu hennar Helgu í sundur svo núna lítur hann svona út.



Eftir nokkrar atlögur og endalust suð í Grjóna um að hjálpa mér tókst mér loksins að leysa þessa, sem mér virtist óleysanlegu, þraut sem það var að ná blessuðum skápnum í sundur. Ég hef nú oft orðið mjög stolt af mér eftir að hafa náð að setja saman IKEA húsgögn en mig grunaði ekki að ég yrði nokkurtíman svona stolt af því að ná einu slíku í sundur. Verkefni næstu daga, meðfarm lestrinum, verður svo að tína bútana niður í bílskúr. Það verða nú allnokkrar ferðir þar sem ég býst ekki við að mér verði réttur litlifingur til hjálpar frekar en við að ná honum í sundur. Svo er bara krossa fingur og vona að ég reki ekki tánna í á leiðinni niður stigann, það væri nú mér líkt svon rétt til að kóróna meirstaraverkið.
Jæja best að hætta þessu rausi og byrja að lesa bókmenntasöguna, þó þessar örfáu blaðsíður sem ég kemst eflaust yfir áður en ég fer að dotta verði sem dropi í hafi miðaða við allt sem ég á eftir.
Það ættu allir að hafa náð þema þessa bloggs : Lífið er yndisleg ;)
Gróa

Thursday, January 6, 2011

Heppin

Nei Guðrún Gróa, ég ætla ekki að eyðileggja góða skapið mitt og eyða dýrmætum kröftum mínum í að kvarta yfir Iceland Express. Nei þess í stað ætla ég að tala örlítið um hvað ég er ótrúlega heppin!

Er stödd í Vaxjö. Hér snjóar og snjóar, ég held hreinlega að ég hafi aldrei verið í jafn miklum snjó. Síðustu fjóra daga er ég búin að taka átta frábærar æfingar. Það er yndisleg tilfinning að finna líkamann verða sprækari og sprækari og á sama tíma sjá framfarirnar svart á hvítu. Það hefur gengið alveg hreint ótrúlega vel að æfa og ég nýt þess í botn að geta tekið á öllu mínu, hlaupið hratt og hoppað hátt án þess að finna nokkurstaðar til. Það er toppurinn! (svona ef frá er talið sárið á hælnum sem ég hlaut eftir að hafa í óvitaskap mínum stigið beint ofan á gaddaskó)

En sumsé, ég verð hérna í æfingabúðum þangað til 12. janúar. Ég hef aðeins verið spurð um það hvað ég geri svo á daginn þegar ég er hérna og það væri því ekki úr vegi að gefa ykkur smá innsýn inn í það.

- Ég vakna rúmum tveim tímum fyrir æfingu sem er klukkan 07:45 og fer í morgunmat. Í morgunmat borða ég 1 egg + 2 eggjahvítur, grænmeti, ávöxt og nokkrar valhnetur með tebollanum.

- Fer uppá herbergi og kíki hvort það hafi gerst eitthvað stórfenglegt á facebook um nóttina (sem er reyndar raunin furðulega oft :P), skoða Mbl, töluvupóstinn minn og hef mig síðan til á æfingu. Sá undirbúningur felst einkum í því að hlusta á hressa tónlist, klæða mig í föt og gera mér síðan grein fyrir því að ég sé orðin of sein (svo brjálað að gera þið skiljið)
- Fyrri æfingin byrjrar klukkan 10 og er yfirleitt búin um tólf leytið. Þá borðum við á matsölustaðnum í Tipshallen eða íþróttahöllinni þar sem við æfum. Þar er boðið upp á hefðbuninn sænskan mat, súpu og salatbar, ákaflega fínt.

- Er yfirleitt komin upp á hótel á milli eitt og tvö. Þá skelli ég mér í stutta sturtu og legg mig svo! Það er næs! Vakna síðan aftur tæpum tveim tímum fyrir seinni æfingu sem er klukkan 16:30. Þar á milli les ég, skrifa æfingadagbók, renni í gegnu skynmyndaþjálfun og skoða internetið. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað það er margt á internetinu sem hægt er að skoða og lesa. Ég fór til dæmis inná http://www.bodybuilding.com/ um daginn og ég sver það! Manni endist ekki ævinn ætli maður sér að skoða allt á þessari síðu. En sem betur fer efnið þarna inni misáhugavert og því neyðist ég ekki til þess að gera skoðun á þessari síðu að ævistarfi mínu. Ég skoða líka alltaf bloggið hennar Tobbu Marinós og Flickmylife.

- Seinni æfinginn er lengri en sú fyrri og þegar ég kem heim (já kæru lesendur, "Hotel Royal Corner" er orðið mitt annað heimili :P) fer ég í sturtu eða þá í pottinn, gufuna og sundlaugina sem er hérna í kjallaranum.

-Kvöldmatinn borða ég svo á veitingastaðnum hérna á hótelinu. Ég er ótrúlega heppin því að framkvæmdastjórinn á hótelinu er fyrrverandi stangastökkvari sem Agne þjálfaði einu sinni og því fæ ég mjög góðan díl á öllu. Svo reyndar borðaði ég heima hjá Védda í gær og borða heima hjá Agne á morgun og ætla svo að láta Kim elda á sunnudaginn þannig að maður er borðandi út um allar tryssur.

- Ef ég er heima um kvöldið held ég áfram yfirferðminni á netheimum, les, horfi á mynd í tölvunni eða tek til í herberginu mínu (akkúrat það sem ég ætla (já eða ætlaði) að gera í kvöld). Svo reyni ég að vera komin upp í rúm uppúr 10 svo ég fái nú örugglega nægilegan svefn :P Hingað til hef ég verið að lesa nýju bókina hennar Yrsu en sem betur fer kláraði ég hana í dag. Það er ekki sniðugt að lesa þá bók þegar maður liggur einn í dimmu hótelherbergi og ætlar sér að sofna. Alltof drungaleg bók og því var ég bara farin að lesa hana í björtu og innan um annað fólk í restina, t.d. í morgunmatnum eða niðri í lobbýi :P Rosalega góð bók engu að síður, mæli með henni!

Eins og þið sjáið þá snýst líf mitt þessa stundina um þrennt. Æfa, borða og hvíla mig. ÞAÐ ER YNDISLEGT. Nú í haust gerði ég mér loks alminilega grein fyrir því hvað mig langar ótrúlega mikið að verða atvinnukona í íþróttum og geta lifað á sportinu. Þegar ég er hérna í æfingabúðum þá lifi ég eins og atvinnumaður og ég nýt þess í botn. Ég er hreinlega að upplifa drauminn minn og það er undravert að gera sér grein fyrir því og njóta þess. Vera alltaf stödd í núinu og gera sér grein fyrir því hvað ég er hamingjusöm - ég er að lifa lífinu sem ég vil lifa! Ég veit að ég hljóma kannski eins og ég hafi rétt í þessu nælt mér í ólympíugull en svo er ekki. Ég hef ekkert afrekað ennþá en það skiptir jafn miklu máli, ef ekki meira máli að njóta ferðarinnar því að upplifunin er svo stór partur af þessu. Það er líka góð tilfinning að vita til þess að ég er virkilega að reyna og setja allt sem ég á í drauminn minn - þannig að hvort sem ég kemst alla leið eða bara hálfa leið þá get ég alltaf litið til baka og hugsað "Ég virkilega reyndi"

Nú eru örugglega margir komnir með æluna upp í háls því ég er svo hástemmd og hamingjusöm en þá langar mér að benda fólki á að engum finnst neitt athugavert við það þegar einhver bloggar um hvað hann er óheppinn eða eigi mikið bágt. Ég ætla að leyfa mér að vera hamingjusöm því ég hef enga tryggingu fyrir því að ég verði það alla ævi, enginn veit hvað morgundagurinn býður uppá.

Þannig að ef þú ert að upplifa drauminn þinn - gefðu þér þá tíma til þess að staldra aðeins við og njóta þess!

-

Monday, January 3, 2011

Nýársheit

Nei það var reyndar ekki nýársheit hjá mér (GG) að vera duglegri að blogga en samt aldrei að vita nema að ég verði það á nýja árinu eða í það minnsta þangað til skólinn byrjar sem er alveg eftir eina viku :P

En nú eru sem sagt komið nýtt ár. Þó það hafi ekki neinar gríðarlegar breytingar fylgt komu nýja árisins eru þetta vissulega tímamót þar sem ég og eflaust margir aðrir líta bæði til baka og fram á veginn. Horfi til þess sem betur hefði mátt fara, þess sem var ánægjulegt á liðnu ári og huga að því hvað nýja árið kunni að bera í skauti sér. Ég setti mér ekki nein sérstök áramótaheit þessi áramótin. Reyndar ekki frekar en vanalega. Ég hugleiði það alltaf vel og vandlega fyrir hver áramót hvaða markmið ég ætli að setja mér fyrir nýja árið. En áður en ég næ að komast að nokkurri niðurstöðu þá er árið yfirleitt meira en hálfnað og ég margbúin að brjóta öll hugsanlega áramótaheit. Í kringum þessi áramót hugleiddi ég líka ýmis vænleg heit til að strengja. Það sem fyrst kom upp í huga mér var að leggja til atlögu að minni verstu fíkn, kaffisins. Ég ætlaði að byrja rólega, skipta út kaffinu á kvöldin fyrir te. Fór meira að segja og keypti mér rándýrt, organic, avard eitthvað rosa fínt te. Jújú í gærkvöldi bragðaði ég á þessu fína tei. Mér er lífsins ómögulegt að muna hvernig það bragðaðist en það eina sem ég man var að það var ekk nærrum eins gott og kaffi. Og núna klukkan 11 að kvöldi hugleiddi ég það ekki einu sinni að opna skúffuna þar sem ég geymi teið heldur gekk beinustu leið að kaffivélinni enda þarf ég ekki að opna neina skúffu né beygja mig til að ná í kaffið. Þetta gerði ég nánast án alls samviksubits. Þetta áramótaheit er sem sagt úr sögunni.

Svo í morgun var ég niðrí KR að sprikla og var eitthvað voðalega stirð og stíf. Þá datt mér í hug þetta líka fína ,svolítið síðbúna áramótaheit, að teygja alltaf ofboðslega vel á árinu 2011. Jújú ég teygði samviskusamlega eftir æfinguna. Svo var æfing seinnipartinn og eftir hana hhmmm......teyðgi ég ekki neitt. Hef reyndar ótal afsakanir. Hrafn talaði við okkur inn í klefa eftir æfinguna svo ég var komin út úr salnum og nennti varla að fara þangað aftur,var orðin köld, ég var svöng og ætlaði að elda mér fisk og bla bla bla, skot í fótinn. Ég hef ekki nokkra sjálfstjórn til að setja mér jafn auðvelt áramótaheit til eftirfylgni eins og að teygja vel eftir æfingar.

Sem sagt, niðurstaðan er þessi : ENGIN ÁRAMÓTAHEIT FYRIR ÁRIÐ 2011 ! Agalega sorglegt en satt :P

En þrátt fyrir það þá hef ég gert svona lítinn "to do" lista sem ég ætla að tæma áður en langt er liði á þetta ár:

1. Ákveða hvernig ég ætla að haga námi mínu á næstu önn (og btw það verður að gerast helst ekki seinna en núna)

2. Kaupa mér straujárn og strauborð (ég á náttúruelga ekki að láta það fréttast að ég eigi það ekki til)

3. Setja nýjar reimar í lyfrtingaskóna mína og kaup mér nýja krít áður en mér verður hennt út úr World calss fyrir að dreifa hvítu dufti út um öll gólf

4. Fara með afganginn af skápnum hennar Helgu niður í skúr. Hef verið að vinna í því smá saman að búta hann niður og fara með partana niður, fæ enga hjálp þar sem ég og sá sem þykist vera hæst ráðandi hér (en ræður vitaskuld engu enda er hann karlkyns) erum ekki alveg sammála um það hvað gera skuli við skápinn. En ef herra næst-hæst ráðandi fengi að ráða þá yrði skáuprinn notaður sem skúlptúr af skakkaturninum í Písa.


5. Koma litlu IKEA hillunni sem ég keypti fyrir jól upp. Já okey ætla ekki að reyna að ljúga en mamma keypti hana reyndar og því verður hún helst að verða komin upp áður en mamma kemur næst í bæinn svo það lendi ekki líka á henni að setja hana upp.

6. Koma einhverri reglu á skóhrúguna sem hrynur alltaf úr skápnum þegar hann er opnaður. Helmingurinn er aldrei notaður.




7. Fara með skóna mína til skósmiðs þó það komi til með að kosta mig hálfan handlegg að láta skipta um rennilás.


8. Hætta að fá mér fjórum sinnum á diskinn eins og á jólunum og þá get ég vonandi hætt að slökkva ljósið áður en ég labba fram hjá spegli.

Já þetta er svona það helst sem ekki komst í verk að gera á síðasta ári og er á forgangslist fyrstu daga þessa árs. Guð má vita hvort ég kem eitthverju af þessu í verk áður en ég verð árinu eldri ;)
Það væri nú gaman ef e-r vilja deila með okkur nunnunum og öðrum lesendum áramótaheitum, koma svo ekki vera feimin ;)
Við fáum vonandi bráðum fréttir af Helgu felgu frá Svíþjóð. Ég þykist vita að þar verði á ferð mikil lofsræða um Icelandexpress :P
Bless'ykkur
Gógó