Tuesday, March 1, 2011

Fínir kjóla og kolklikkuð raftæki

Hefði ég séð mér fært að mæta á óskarsverðlaunahátíðina þetta árið þá hefði ég valið mér þennan kjól






Finnst hann svo fínn. Skil ekki af hverju einvher var að æla yfir hann á netinu. Hlýtur að vera af því að það sést enginn brjóstaskora og hann nær niður fyrir miðjan rass, get ekki séðn neina aðra hugsanlega skýringu. En hefði ég verið í þessum kjól þá hafði hún að sjálfsögðu þurft að velja sér annan. Það hlýtur að vera hátindur niðurlægingarinnar og botn skjálfvirðingar að lenda í því að vera í samskonar kjól og e-r önnur á sjálfri óskarsverlaunahátíðinni :P


Einnig hefði þessi vel komið til greina. Minn súkkulaði brúni og spengilegi líkami *hóst* hefði klárlega sómað sig vel í svona dýrlegum klæðum. Hún virðist vera svona 2 metrar á hæð í þessum kjól, ekki að ég sækist svo sem sérstaklega eftir því, þó auka 5 cm væru alveg vel þegnir....nei annars þarf þá ekki. En ef svo bæri undir að lfíið lægi við hækkun þá léti ég mig hafa það að faraí háa hæla ;Þ


Því miður varð ég að sleppa óskarnum þetta árið vegna mikilla anna í skólanum þessa vikuna. það þurfti akkúrat að hittast þannig á að próf og verkefnaskil í öllum áföngum væru núna í vikunni. Greinilegt að háskólakennarar eru ekki að taka mið af óskarsverðlaunahátíðinni, óskiljanlegt !!


En fyrst enginn varð óskarinn þetta árið þá er mesti spenningurinn bundinn við hverju síminn minn tekur upp á, því hann sýnir mjög svo óvenjulega heðun þessa dagana. Ég hafði vart birt bloggið hér fyrir stutt þar sem ég lofaði þrautsegja hans í hástert þegar hann fór að klikka. En þessi klikkun er soldið skemmtileg vegna þess hve fjölbreytileg hún er og í hve birtingarmyndir hennar eru ólíkar. Fryst, hann velur úr þau símtöl sem ég ætti að svara. Það er nefnilega bara stundum sem hann gefur frá sér e-ð hljóð þegar hringt er í mig. Annað er að hann skiptir mjög ört um hringingu. Svo þó að hann láti í sér heyra þá kannast ég oft ekkert við hringinuna og fatt ekki að það sé minn sími sem er að hringja. En það sem mér finnst samt eiginlega verra að það fer algjörlega eftir duttlungum símans hvenær eða á annaðborð hvort vekjaraklukkunni þóknast að vekja mig. Helga kom með þá snilldar tillögu að hún gisti uppí hjá mér og þá gæti síminn hennar vakið okkur báðar. Þetta var bara gert einu sinni þar sem minn elskulegi sími ákvaða að halda okkur konstert, fyrir allar aldir. Helga kunni ekki alveg að meta þennan listræna gjörning svona snemma morguns :P

En af öðrum andsettum rafmagnstækjum er það helst að frétta að matrvinnsluvélin hefur verið úrskurðuð ónýt. Það sem við höfðum bundið vonir við að væri bara tímabundið fúllyndi reyndist vera algjör uppgjöf. Það vill nú reyndar þannig til að við Helga gáfum mömmu þessa vél í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og núna styttist einmitt í afmælið hennar, svo ný matvinnsluvél kemur sterk inn sem möguleg afmælisgjöf, sem við geymum svo fyrir hana þangað til hún hefur náða að rýmka eitthvað í skápununm heima í sviet ;) (sorry mamma, nú veistu hvað þú færð í afmælisgjöf). En ég kunni reyndar mjög vel við fyrirkomulagið sem við höfðum þegar kom að afmælisgjöfum handa mömmu þegar við Helga vorum litlar. Þá lét mamma okkur einfaldlega hafa pening svo við gætum keypt handa henni afmælisgjöf sem var iðurlega eitthvað missmekklegt úr kaupfélaginu. Man sérstaklega eftir einu skipti þegar mamma hafði látið okkur hafa pening og við stóðum í ströngu að reyna að finna eitthvað í hillum kaupfélagsins sem okkur þótti fýsilegt en þrátt fyrir framúrskarandi úrval í gjafavörudeildinni þá fundum við ekki neitt sem okkur langaði að geaf mömmu. Mamma var gengin í málið með okkur og reyndi að sannfæra okkur um að henni langaði bara í allt (og mamma er btw hræðilegur lygari) en stakk svo upp á að við gæfum henni bara peninginn aftur....hvurslags uppástunga er það eiginlega ??? Og áttum við þá ekki að gefa henni neitt. Þá lá við dúettgráti þarna á miðju kaupfélagsgólfinu, en þetta bjargaðist fyrir horn að lokum og við keyptum forláta uglu-stytty-krukku, agalega lekker ;)

Svo hef ég komist að því að uppþvottavélin hljóti að vera af Egypskum eða eigi uppruna sinn að rekja til Túnis og finni sig því knúna til að taka þátt í uppreisnunum þar. Það fer algjörlega eftir hennar dutlungum hvort hún þrýfi leirtauið eða ekki. Oftast gefur hún bara frá sér hávaða og læti en skilar svo öllu jafn skítugu til baka. En ég ætla nú ekki að láta hana kúga mig til að vaska upp sjálf! Það var munur þegar svona tæki voru gerð til að endast og gerðu það án alls múðurs.

En jæja ég fór víst á fætur fyrir klukkutíma til þess að fara að læra (samt aðallega til að fá mér hafragraut) en í stað þess er ég búin að bulla hér um galakjóla og krankleika heimilstækjanna, það hlýtur að vera eitthvað sem allir hafa áhuga á að lesa.

Þetta gengur ekki lengur, áfram með smjörið og upp með lærdómsfjörið

Munið að fara í hlýja sokkar, snjórinn getur verið kaldur

Gróa ;)

Saturday, February 26, 2011

Laugardagslærdómur

Það er fátt jafn hressandi og lærdómslaugardagskvöld. Sjaldan sem sjálfsvorkunin nær öðrum eins hæðum enda er ég handviss um að ég hljóti að vera eini háskólaneminn í öllu landinu sem sitji við skruddunar og allir aðrir séu að njóta lífsins listisemda, eða ég tel mér allavega trú um það til að réttlæta vorkunina. Það er sennilega þessari kjarnorkusjálfsvorkun að kenna að yfirleitt fer minna fyrir lærdómnum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Afköstin eru yfirleitt í algjöru lágmarki, nema þá ef ske kynni í kaffidrykkju því oftar en ekki verður það aðeins þar sem ég fer fram úr áætlun. Ég set mér oftast markmið að komast yfir ákveðið efni en þarf oftar en ekki að endurskoða markmiðin og breyti þeim í kjölfarið í tímamörk (þ.e. læra þar til klukkan verður eitthvað ákveðið) annars þyrfti ég að sitja langt fram á nótt við lesturinn (eða ekki lesturinn). Annars held ég að það fari að styttast í að ég fari í eitthvað sterkara an kaffið. Veit ekki hversu oft ég er búin að ranka við mér í slefunni í miðri bókmenntasögunni. En ég mæli samt alveg með þessari aðferð ef þið nennið ómöglega að lesa eitthvað. Þá er algjörlega málið að leggja sig aðeins með adlitið á bókinni, slefa pínulítið og skella svo bara bókinni aftur þegar maður vaknar ;) Veit samt ekki alveg hversu vel bókasöfn landsins taka í þessa aðferð, það er allt annað mál.


Nóg um lærdóm enda er ég hætt í kvöld.


Ef ég ætti eina ósk núna þá myndi ég óska þess að það væri komið sumar (þar að segja þegar ég væri búin að óska mér óteljandi óska). Mikið finnst mér vera farið að teygjast á þessum blessaða vetri og nóg er eftir af honum enn, ekki einu sinni kominn bolludagur. Ekki hjálpar það manni við að reyna að halda geðheilsunni að á hverju degi kemur nýr bæklingu frá einhverri ferðaskrifstofunni.Vá hvað ég hefði ekkert á móti því að hoppa upp í næstu flugvél og fljúga eitthvert þar sem hitastigið er ca 20°hærra en hér og allt er innifalið ;) Mér finnst það ekki skrítið að það skuli alltaf vera met sala á utanlandsferðum sama hversu blankir íslendingar eru. Ég gekk svo langt að kaupa mér brúnkukrem í vikunni. Við Helga skelltum okkur nebblega í þann stórskemmtilega tím "kviður og bak" einn morgun í vikunni og þegar ég leit í einn af ótalmörgum speglum sem er að finna í World class þá komst ég að þeirri skemmtilegu tilviljun að ég er nákvæmlega eins á litin og veggirnir í salnum sem tíminn er í. Vildi að ég gæti sagt að veggirnir væru fallegar strandbrúnir en nei...þeir eru skjannahvítir. Helga gekk reyndar skrefinu lengra og fór í ljós. Það bar líka svo góðan árangur að ef hún liti út eins og Kim Kardashian þá gæti þessi mynd allt eins verið af henni, ekki slæmt :P







Sumrin eru svo yndisleg. Allir eru svo miklu glaðari, aldrei myrkur og meira að segja stundum gott veður! Það er svo gaman að fara á böll, spila krikket, sofa í tjaldi, grilla, fara á árabátnum út á mitt ballarhaf og allt hitt sem maður gerir á sumrin. Þegar fyrst freknan kemur á nebban þá er tilefni til að brosa :)

En kannski ég reyni samt að splæsa einu eða tveim áður en til þess kemur að freknurnar láti sjá sig. Upp með húmorinn eins og vitur maður sagði eitthvert sinn.


Jæja, ætli það sé ekki best að ég komi mér í háttinn áður en ég finn upp á einvherju fleiru til að kvarta yfir.


En af öllu því sem ég hef lesið og lært í dag þá er það eitt sem stendur upp úr : Ekki fara glorhungruð í Krónuna og hvað þá í félagi við aðra manneskju sem er enn hungraðri, stærri og sterkari. Það kostar marga þúsundkalla :P

Góða nótt og sofið rótt

Grói Gump ;)

Wednesday, February 16, 2011

Innlit útlit
















Við erum stödd í kóngsins Kaupmannahöfn. Nánar tiltekið á lítilli götu á Austurbrú, Horsensgade 6. Þar hafa þau komið sér fyrir skötuhjúin Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Andri Steinn Guðjónsson. Þetta unga og efnilega fólk hefur svo sannarlega komið sér vel fyrir í þessari litlu og sætu íbúð og notið þess að nostra við innanstokksmuni, bæta í innbúið og punta hjá sér. Siburbjög, betur þekkt sem Sibba, stundar það grimmt að fara á svokallaða "loppemarket" og má með sanni segja að hún sé orðin ansi fær í að hafa uppá hinum ýmsu gersemum. Allir þessir litlu hlutir sem við fyrstu sýn virðast kannski vera ómerkilegt gamalt
drasl öðlast svo sannarlega nýtt líf hérna í íbúðinni. Heildarútkoman, þegar öll smáatriðin koma saman með fallegum mublum og öðrum nauðsynjum, gleður augað og gerir íbúðina
ákaflega huggulega og góðan íverustað - hér líður manni vel.


Það sem einkennir íbúðina þó öðru fremur eru myndir. Sætar myndir af dýrum, teiknimyndafígúrum, náttúru, borgarlífi og svo auðvitað myndir af lífinu sjálfu sem vekja upp hlýju og minningar um góða tíma.




Bottom line - látið hugmyndaflugið ráða ferðinni. Bangsar, skart, myndir, föt, kósý og krútt :)

Tuesday, February 15, 2011

Úr einu í annað, en samt alltaf það sama

Á síðustu önn var ég í áfanga sem nefnist "aðferðir og vinnubrögð". Þar er lögð áhersla á að kenna okkur réttu vinnubrögðin við fræðilega skrif. Eitt af því sem staglast var á all önnina var að við ættum að vera eins og leiðsögumenn og leiðbeina lesendum okkar í gegnum textann sem verður að vera bundinn saman þ.e. allar efnisgreinarnar fléttaðar saman í eina heild. Þar sem þetta blogg er háfræðilegt þá liggur það beinast við að við nunnur tileinkum okkar þetta í skrifum okkar hér. Reynum af fremsta megni að leiðbeina ykkur í gegnum bloggin og tengja þau saman svo þið ,lesendur góðir, fáið einvhern botni í það sem við höfum fram að færa ;)

Ekki svo alls fyrir löngu var ég að rembast við að lesa Króka-Refs sögu, fyrir þá sem ekki vita þá er það Íslendingasaga. Það getur bara þýtt eitt: ég var alltaf að sofna. Bara við það að opna bókin sótti að mér þessi líka ótstjórnlega þreyta. Eins og gefur að skilja náði ég ekki miklu samhengi í söguna þar sem hún var í sí og æ sliltin í sundur með draumum, svefni og slefi :P En það hefði eflaust engu breytt þó ég hafði verið með fullri rænu, sagan hefði án efa verið alveg jafn sundurslitin og innihaldslaus. Nú kemur tenging við síðasta blogg. Fræðmennskan alveg að gera sig hérna. Íslendingasögurnar eru alveg eins og útvarpsþátturinn Tívolí á FM 95,7. Það er greinilegt að við höfum ekkert breyst frá því þessi eyja byggðist. Erum alltaf að hjakka í sömu förunum bara á misgóðum farartækjum. Því get ég slegið um mig og og þóst vera rosalega vel að mér í Íslendingasögunum og sagt að þetta blogg verði í anda Hallfreðar sögu sem er Íslendingasaga nátengd konungasgönum en mjög sérkennileg í byggingu og sundurlaus. En þeir sem lesa milli línana sjá skirfað stórum stöfum TÍVOlÍ FM 95,7 !!!!


Þessu tengt þá held ég að við eigum mjög erfitt með að læra af mistökum okkar. Við höfum t.d. ekkert lært af hruninu. Það finnst mér sjást glöggt á viðbröðum margra sem sjá símann minn. Eftir ca. tveggja tíma hláturskast kemur yfirleitt eitthvað comment þar sem ruslatunnu, forngrip, talstöð eða þjóðminjasafninu bregður oftar en ekki fyrir. Jú ég skal viðurkenna það að hann er gamall, soldið stór og illa farinn eenn....hann virkar nákvæmelga eins og þegar ég keypti hann. Það er reyndar ekki hægt að fara á netið, setja á speaker og það er enginn áttaviti , gps eða i-tunes enda engin þörf á því. Hélt reyndar um daginn að hann ætlaði væri að gefa upp öndina. Vekjarinn hætti að virka og það fór algjörlega eftir hans geðþótta hvort hann lét í sér heyra þegar hringt var í mig. En það þurfti ekki annað en láta hann gossa einu sinni í gólfið og þá var hann nánast eins og nýr ;)




Sama má segja um körfubolta skóna mína....






Nei....nú er ég að grínast. Þeir eru úr sér gengnir og ég er búin að fá mér nýja. En ég var varla búin að reima þá á mig í fyrsta skiptið þegar þeir fóru að rifna. Ég held að Kobe hafi gert ráð fyrir að maður svífi bara um loftin þegar hann hannanði þessa skó, eða hannaði ekki þessa skó. Eftir áralanga tryggð við Nike hef ég ákveðið að söðla yfir í adidas enda hefur endingin á síðustu 4 eða 5 pörum ekki verið mjög góð. Sjáum hvað setur.

En yfir í aðra sálma.
Valentínusardagurinn stóðst ekki væntingar, aldrei þessu vant. Engin ástarjátning, enginn þokkafullur karlmaður fyrir neðan gluggan hjá mér syngjandi og spilandi á banjó fögur ástarlög. Ekki einu sinni lítið leynilegt ástarbréf. Það er allaveg deginum ljósara að við erum ekki eins amerísk og við viljum af láta (nema þá kannski í vextinum) Mér finnst líka að herramenn þessa lands séu allir af gamla skólanum. Ég þurfti að fara upp í múrbúð fyrir hann pabba í dag að kaupa flísar. Það kemur fyrir að ég þarf að fara í verslunarleiðangra sem þessa í búðir þar sem manneskjur eins og ég eru ekki alveg undir miðri meðaltalskúrfu viðskiptavina. En hvað um það ég er komin þarna í búðina og búin að snúa mér í nokkra hringi meðan ég reyndi að átta mig á því hvað snéri upp og hvað niður. Þá kemur til mín eldri Herramaður (með stróu h-i takið eftir) og býður mér aðstoð sína. Hann virtist alveg sjá það að hefði meiri áhuga á að vera í flestum öðrum búðum, nema þá ef ske skynni Bílanust. En ég næ að koma því út úr mér hvað mig vanti. Maður þessi virtist þekkja hverja og eina einustu flís undir vörunúmeri og hann var ekki lengi að finna þessar flísar sem ég átti að kaup, ná í þær inn á lager og áður en ég vissi voru kassarnir komnir inn í bíl og ég þurfti ekki að gera handtak. Ég eiginlega beið bara eftir því að hann byðist til að borga flísarnar fyrir mig líka.



Ég geri engar væntingar til konudagsins, enda er mér mein illa við að vera kölluð kona, ekki af því ég líti á mig sem karlkyns, kann bara mun betur við stúlka eða dama ;) En ég komst samt að því að ég á einhverstaðar leyndan aðdáenda og það súkkulaðigerðarmann mjög líklega frá aldingarði súkkulaðinsins Belgíu, sem hefur nefnt efitr mér hjartalaga konfekkt. Sibba var svo elskuleg að senda mér einn kassa.







Nóg af fræðilegum skrifum í bili
Gróa

Saturday, February 12, 2011

....

Þetta blogg verður í anda uppáhalds útvarpsþáttar míns og minnar kæru vinkona Helgu Einarsdóttur, Tívoí á FM 95.7, gjrösamlega innilhaldslaust en kemur samt vonandi ekki til með að valda neinum heilaskaða. En lesturinn er samt algjörlega á ykkra ábyrgð :P

En hvað um það. Ég var komin hálfa leið upp í rúm, planið að vakna snemma og reyna að læra soldið áður en ég verð allt of eirðarlaus út af leiknum sem er á morgun. En þegar ég fór að hugsa málið nánar og reikna út hvað "snemma"gæti falið í sér þessa dagana þá fékk ég það út að best væri að vaka aðeins lengur. Ég er nebblega mjög mikil svona tímabila-manneskja þegar kemur að svefnvenjum og núna er ég á "vakna mjög snemma" tímabilinum. Held að ég sé búin að fara á fætur upp úr 6 alla morgna vikunnar. Önnur tímabil einkennast t.d. af því að ég þarf alltaf að fara að pissa um miðja nótt, svo mætti halda að það dygði mér ekki að vera í tvíbreiðu rúmi því stundum koma margar nætur í röð þar sem mér tekst að liggja ofan á hendinni eða koma henni þannig fyrir að hún verður svo dofin að ég þarf beisiklí að leita að henni. Ekki fyrir svo löng greip mig mikil skelfing þar sem ég var full viss um að ég hefði verið aflimuð í svefni en svo hékk höndin bara fram af rúminu alveg stein dauð en í kjölfarið fylgdi versti náladofi ársins.....Ég er reyndar vanalega mjög árrisul, aðallega af því ég hlakka svo til að fá mér morgunmat og það vill nebblega svo til að ég hlakka einstaklega mikið til að borða morgunmatinn á morgun sem gerir það enn líklegra að ég fari fram úr á ókristilegum tíma. Þannig er mál með vexti að ég ætla ekki að fá mér hafragraut á morgun, ég man ekki hvenær það gerðist síðast heldur ætla ég að fá mér þetta dýrindis múslí sem ég bjó mér til um daginn og er búin að hlakka svo mikið til að fá mér kúfaðan disk af með fullt af ávöxtum og að sjálfsögðu skola því niður með yndælis kaffi!!! Af hverju í ósköpunum er ég ekki löngu farin að sofa ef þetta er það sem morgundagurinn bíður upp á :P Enn og aftur er ég farin að tala um mat, mér er ekki viðbjargandi.

En allaveg þá ætlaði ég að fá mér einn tebolla af detox teinu góða sem nú þegar hefur fengið sína umfjöllun hér (tek það fram að detox er blótsyrði í mínum eyrum ) fyrir svefninn og skella í leiðinni inn einu litlu myndabloggi. En nei ég var varla búin að kveikja á myndavélinni þegar hún tilkynnti mér það að rafhlöðurnar væru tómar, þá hófst dauðaleit að nýjum rafhlöðum sem bar ekki árangur sem erfiði. Og ekki nóg með það því meðan á leitinni stóð kólnaði teið svo ég mátti þvæla í mig köldu detox sulli.

Reyndar var ein önnur ástæða fyrir því að ég frestaði háttatíma mínum. Setti uppþvottavélina af stað fyrir stuttu. Vanalega hef ég hana bara í gangi þó ég sé farin að sofa en það bárust einvher óvenjuleg hljóð frá henni núna. Engu líkara en þetta væru angistaróp frá einvherjum sem lokast hefði inni í henni, þorði samt ekki fyrir mitt litla líf að athuga hvort það gæti verið. Ákvað frekar að bíða aðeins og sjá hvernig málin þróuðust. Væri líka betra að vera á fótum ef vélin tæki upp á því að sprynga í loft upp, eins og ég hef reyndar allt eins búist við síðan við fluttum hignað inn enda er vélin andsetin eins og flest önnur heimilstæki hér, já þar er skíringin á óhljóðunum komin, andanum er greinilega eitthvað misboðið. Núna síðast var það matvinnsluvélin sem fékk kastið svo að reyk og mikinn óþef lagði upp frá henni (það var ekkert í henni sem hún ætti ekki að ráða við), hef ekki lagt í að athuga með heilsu hennar síðan.

En mér heyrist andinn vera þagnaður svo ég held að ég komi mér bara í bælið. Ef ég væri hagmælt þá myndi ég yrkja ferskeytlu þar sem ég léti vælið og bælið ríma saman, læt það samt vera í þetta skiptið.

Ætla að enda á að vekja athygli allra á því að á morgun verður kröfuboltaveisla í DHL-höllinni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira um það hér

Tíminn líður og múslíið bíður :)
Góðar stundir
Gróa

Friday, February 11, 2011

Sjálfsvorkun.....eða bara ekki!

Varúð - til að byrja með verður þetta mikið sjálfsvorkunarblogg.
Ég er í besta formi lífs míns akkúrat núna. Hlakkaði hrikalega til að keppa um helgina. En á hástökksæfingu á miðvikudaginn fékk ég eitthvað helvíti í hásinina, samt ekki í stökklöppina eða þá hásin sem ég var að díla við á síðasta ári - heldur hina! Þetta er ekkert alvarlegt, ég er búin að fara til læknis og sjúkraþjálfara og það eru allir mjög jákvæðir. En þar sem ég nenni sko ekki að vera að díla við þessi meiðsli næstu mánuðina þá tökum við enga sénsa á þessum bæ og því keppi ég ekki í þraut á sunnudaginn.

Þetta er sérstaklega sárt í ljósi þess hvað ég fíla mig vel og á æfingarnar og flestar keppnir hafa gengið vel undanfarið. Þetta kemur því alveg á versta tíma. Ég ákvað því að taka daginn í dag til þess að svekkja mig á þessu, taka trisespisning og allan pakkann. Ég fékk mér hrikalega sveitt lasagnea í hádegismat, sit núna og hlusta á niðurdrepandi tónlist, drekk kaffi með koffíni í, borða súkkulaðirúsínur og hnetur....og ég myndi fá mér ristað brauð með smjöri, sultu og osti, ef ég bara ætti brauð, smjör, sultu og ost....já og brauðrist. Svo fer ég í mat til Védda í kvöld og ef að Anna verður búin að baka brauð eins og alltaf ætla ég klárlega að fá mér brauð með smjöri! Þar að auki skoða ég endalaust mikið af skóm og fötum á netinu og plana hrikalegan verslunarleiðangur um leið og hásinin lagast :)

En á morgun verður sko komið annað hljóð í strokkinn og skrokkinn líka. Þá mun ég bara hlusta á "Happiness" með Alexis Jordan og gera hrikalega gott úr öllu saman. Gerast kúluvarpari í einn dag, fara með Védda, Nick og Kim til Gautaborgar og keppa í kúlu og ekkert rugl :P Þá mun ég líka segja að þetta hafi ekki getað komið upp á betri tíma. Þetta gerir að verkum að ég verð hrikalega hungruð og vel stemmd þegar kemur að því að keppa aftur í maí...hehe og reyndar nenni ég eiginlega ekki að svekkja mig á þessu það sem eftir lifir dags, miklu skemmtilegra að byrja bara strax að undirbúa sig fyrir sumarið. Þannig að ég helli kannski bara þessum kaffibolla númer tvö og sleppi brauðinu í kvöld :P Þegar ég kem heim ætla ég svo að taka aftur 30 daga hreinsun í mataræðinu mínu og já bolludagurinn fellur þar inní með ásettu ráði. Ég tók nefnilega í höndina á Gróu systir um daginn og sagði "Ég fæ mér bollu ef ég kemst á EM (bolludagurinn er nefnilega mánudagurinn eftir EM) en ég fæ mér ekki bollu ef ég kemst ekki" Maður verður að standa við skuldbindingar sínar :P

Þetta gerir nú ekki mikið til, þetta er bara eitt mót. Koma svo, ekkert rugl! Upp með húmorinn :)

Thursday, February 10, 2011

Skemmtilegheit

Lífið er skemmtilegt og þar af leiðandi uppfullt af skemmtilegheitum. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar og meira að segja við Guðrún erum misjafnar að örlitlu leiti :P En við eigum þó mun fleira sameiginlegt en ó-sameiginlegt. Það er til dæmis ýmislegt sem við erum sammála um að er mjög skemmtilegt. Til dæmis

Að skoða auglýsingabæklinga: Ég hef áður komið inná það hérna að fimmtudagar séu einn af mínum uppáhalds dögum vikunnar (einn af fjórum uppáhalds takið eftir). En þá fyllist póstkassinn jafnan af hinum ýmsu bæklingum sem auglýsa helgartilboð á helgartilboð ofan. Það var því erfiður tími þegar lykillinn að póstkassanum var týndur svo vikum skipti og ég veit ekki hversu oft ég kom mér í bráða lífshættu með því að reyna að troða minni tröllahendi niður í póstkassann í örvæntingafullri tilraun til þess að góma einn bækling. Það tókst í undantekningatilvikum en iðulega festist ég. En til allrar lukku er lykillinn kominn í leitirnar og þar að auki má segja að Fréttablaðið sé orðið einn stór auglýsingabæklingur og því í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum.

Að ferðast með lest: Mér (Helgu) finnst að minnsta kosti gífurlega skemmtilegt að ferðast með lest. Þrír klukkutímar í lest eru álíka lengi að líða og klukkutími í flugvél. Ég tek það þó fram að mér finnst ekki gaman að bíða eftir lest - það er kalt. Ég veit að Guðrún (já og Guðrún Eik líka :P) á einhverjar alveg stórskemmtilegar minningar frá einu af sínum lestarferðalögum.


Að taka til: Þetta finnst mér EKKI skemmtilegt en Gróu finnst þetta MJÖG skemmtilegt (sem er mjög heppilegt fyrir mig). Ég hreinlega skil ekki hvað það er sem hún fær út úr því að taka til en ég kann þó virkilega vel að meta það þegar hún biður mig um leyfi til þess að taka til í fataskápnum mínum ;)

Að spila spil: Óendanlega skemmtileg iðja - þarf ekki að fjölyrða um það. Uppáhalds spilin okkar eru skítakall, rommí og tía - já og að ógleymdu jatsí. Einum fjölskyldumeðlim finnst ekkert skemmtielgra en að spila Gámann - en það finnst okkur Gróu ekki (enda með gullfiskaminni)

Að fara eftir prógrammi: Að fylgja plani - hafa eitthvað skrifað niður á blað og vinna út frá því, eins og t.d. lyftingaprógramm eða æfingaprógramm. Ég veit fátt skemmtilegra en þegar ég fæ nýtt æfingaprógram sent að utan og Gróa kætist við að fara á lyftingaæfingu með plan í höndunum. Það er líka gaman að gera "To-do" lista og innkaupalista.

Það er svo ótrúlega margt fleira sem okkur finnst skemmtilegt, eins og til dæmis

-Að fara í sund

-Að fara á kaffihús og skoða blöð

- Að fara á bókasafn

- Að lesa inspirational quotes

- Að labba niður stigann í blokkinni

- Að elda og borða

og svo ótrúlega margt fleira

En það er líka sumt sem er ekki alveg jafn skemmtilegt og Gróa ætlar að sjá um að fræða ykkur um það í næsta bloggi......

Sunday, February 6, 2011

Lamb




Það er náttúrulega bara skammarlegt að við séum ekki enn búnar að borða lambakjöt í þessari viku. En það var (og er ennþá) sunnudagur í dag og sunnudagar eru ekki sannir sunnudagar ef það er ekki gott lambakjöt á boðstólnum. Í kvöld var ekkert til sparað enda mjög langt síðan ég (Helga) hef fengið svona gott lambakjöt. Mamma var líka í heimsókn og Gróa hefur einstaka ánægju af því að elda sitt fínasta fyrir mömmu :P
Sumsé - lambakótelettur með heimagerðu pestói. Ofnbakaðar sætar kartöflur og gulrætur með appelsínu. Fylltir sveppir með kotasælu og hvítlauk og svo að sjálfsögðu salat og gular baunir. Þetta var HIMNESKT! :)
En þetta var líka kveðjumáltíðin mín hérna á Íslandi í bili. Flýg út í fyrramálið og kem ekki aftur heim fyrr en 17. febrúar. Í þessari viku verð ég við æfingar í Vaxjö og keppi svo á sænska meistaramótinu í þraut í Norrköpping á sunnudag. Þaðan legg ég leið mína til Kaupmannahafnar og verð hjá Sibbu og Andra í þrjá daga og keppi í kúluvarpi á móti í Kaupmannahöfn á þriðjudeginum. Það vill líka svo skemmtilega til að Sibba systir á afmæli þarna á mánudeginum þannig að þetta smellur allt svona skemmtilega saman :)
Þetta er allt svo spennandi og skemmtilegt :D
Ég læt nú örugglega heyra eitthvað í mér á meðan ég verð úti, lifið heil og munið að borða lambakjöt :D

Friday, February 4, 2011

Betri er lítill fiskur en tómur diskur


Og enn höldum við áfram að tíunda hvað við snæðum í kvöldmat hérna í Klausturleitinu (þið skiljið, við erum nunnur og hljótum þar af leiðandi að búa í klaustri). Í gær fékk ég (Helga) sent sms frá Gróu þar sem stóð "Tók fisk upp úr frystinum, gerðu eitthvað hvað hann". Ég fékk smsið þegar ég var á leiðinni ofaní sundlaug sem var mjög heppilegt því þá hafði ég eitthvað um að hugsa meðan ég synti nokkrar ferðir og slappaði svo af í pottinum. Útkoman varð þessi:





Reif niður gulrætur, engifer og hvítlauk og steikti á pönnu með blaðlauk. Setti smá ólivolíu á fiskinn og kryddaði hann með sítrónupipar og salti. Setti í eldfast mót og gulræturnar og laukinn ofaná. Stráði smá parmasenosti yfir og skellti í grillið í ofninum í 10-15 mínútur. Sósan var nú meira til málamyndana og alls ekki nauðsynleg. Hitaði í potti niðursoðna tómata og bætti smá tandorri blöndu útí og kryddaði svo með hinum ýmsu kryddum sem ég fann inní skáp. Salatið var svo nokkuð hefðbundið. Kál, gúrka, paprika og epli. Sannkallað tilraunaeldhús þarna á ferðinni en útkoman eiginlega bara nokkuð góð - allavegana var ég dálítið hreikin, aðallega vegna þess að enginn fékk matareitrun :P

En Gróa kom færandi hendi hingað heim í dag, mikið var ég glöð:



Koffínlaust neskaffi! Síðan ég hætti, já eða stórminnkaði kaffidrykkjuna hef ég oft horft löngunaraugum á Gróu systir sem þambar kaffið eins og enginn sé morgundagurinn. Hingað til hef ég drukkið mikið af koffínlausu tei og finnst te-in frá Pukka vera mjög góð, síðast prófaði ég að kaupa "Three ginger" en finnst samt "Detox" og "Revitalise" vera best. En nú get ég aldeilis kryddað uppá tedrykkjuna með koffínlausum kaffibolla inná milli. Það er líka svo afskaplega sósíal að drekka kaffi =)


Góða helgi :)

Thursday, February 3, 2011

Matarklúbbur


Í gær hélt Helga matarklúbb þar sem boðið var uppá satay-grænmetissúpu, kjúkling, dýrðlegt salat með káli, papriku, epli, vínberjum, fetaosti, gúrku, hnetum og fræjum auk þess sem heimabakað brauð og stórgott hrökkbrauð var á boðstólnum. Ekki voru drykkirnir heldur af verri endanum, kristall og ávaxtasafi. Í eftirmat var boðið uppá ananas, vínber og hnetur.


Maturinn kom vel út og svolítið sniðugt að hafa kjúklinginn svona sér því þá gat maður ráðið því
sjálfur hvort maður vildi hafa kjúkling í súpunni, búa sér til kjúklingasalat já eða bara borða hann eintóman eða ofan á brauð :P

Stórskemmtilegur matarklúbbur og ég er strax farin að hlakka til næst :)


Tuesday, February 1, 2011

Þriðjudagsfiskur


Fiskur er hollur og góður, léttur í maga og auðvelt að matreiða hann. Í kvöld snæddum við ofngrillaða ýsu með papriku- og basilsós. Meðlætið voru soðnar strengjabaunir og salat sett saman úr káli, gúrku, eplabitum, grænum ólivum og möndlum.
Mjög góð máltíð! :)

Mánudagsmatur

Áhugi okkar systra og ást á mat hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum þeim sem lesið hefur að minnsta kosti textabrot á þessu bloggi. Það mætti halda að heilinn í okkur væri úr osti og það vel götóttum. Lengi vel afmarkaðist áhugi Helgu við átið en upp á síðkastið hefur áhuginn á sjálfri matseldinni aukist svo nú tekur hún aukinn þátt í þeim listgjörningi sem matseldin er. Það er mín skoðun að næringarnámið sjálft er aðeins hálft gleðin (eða kannski svona 70%) en eldamennskan fullkomnar gjörninginn. Það urðu því nokkur tímamót í gær þegar Helga kom færandi hendi í gær með nýja uppskriftabók "the low-carb cookbook"


Reyndar ekki nákvæmlega þessi bók en conceptið er það sama: Kolvetni ojjbara :P Ég hef reyndar ekki enn gefið mér tíma í að glugga í bókina eða öllu heldur er ég að geyma mér hana þar til ég get í góðu næði flett henni og skoðað spjaldanna á milli jafnvel yfir kaffibolla. Gestgjafablöðin 7 sem ég keypti í síðustu viku í góða hriðinum entust mér nebblega skemur en ég hafi ætlað svo að þessa verður að treina ;)


En aftur að máli málanna. Það er ekki nóg með að við systur séum mathákar þá erum við mjög forvitnar báðar tvær og við sláum því á föstu að þið lesendur góðir séuð það líka og sé það aðalástæða þess að þið lesið blogg þetta (svona fyrri utna það náttúrulega hva við erum ótrúlega skemmtilegar). Þegar við tölum við mömmu í síma þá spyrjum við iðulega að því hvað hafi verið í matinn og þegar við eru á sitthvorum staðnum í lengri tíma þá gefum við hvor annari skýrslu um það sem við höfum lagt okkur í munn. Því ætlum við að deila með ykkur því sem við höfum í kvöldmat í eina þið megið svo gjarnan segja okkur hvað þið borðuð.

Mánudagur

Í kvöldmatinn hjá okkur á mánudagskvöldið var baunasúpa með grænmeti.


Bara gamla góða baunasúpan með helling af grænmeti: gulrótum, rófu, lauk og brokkólí. Smávegis kókosmjólk, kjötkraftur, salt, pipar og steinselja. Þó ég segi sjálf frá það var súpan alveg afbragðsgóð og ekki skemmdi fyrir að við vorum báðar alveg glorsoltnar og tróðum okkur út. Eldaði fyrir heilna her en skytturnar þrjár átu hana upp til agna.

Sunday, January 30, 2011

Heil og sæl

Af hverju ætli þetta sé sagt "heil og sæl" ? Var það kannski algengt í gamladaga, eflaust á tímum holdsveikinnar, að fólk væri hálft. Þá hefur það væntanlega ekki verið sælt, svo mikið er víst. Því hafi þetta verið einskonar ósk um að fólk héldi öllum sínum útlimum og líkamspörtum. Hver veit ? Það getur oft kostað mig djúpa þanka og í verstu tilvikunum hugarangur þegar ég fer að velta uppruna orða, orðatiltækja eða -sambanda fyrir mér. Hef sent vísindavefnum ófáar spurningar um uppruna hinna ýsmu orða og orðatiltækja en áhugasvið þeirra sem sitja að svörum þar virðist greinilega liggja e-r annarstaðar því ekkert bólar á svörum frá þeim. Síðast spurði ég að því hví sagt er að eitthvað sé laukrétt. Hvað kemur þessi laukur málinu við ? Já tungumálið okkar er svo sannarlega skrítið og skemmtilegt ;) Það kemur best í ljós þegar maður neyðist til að lesa þessa leiðindar ensku, mikið sem það tungumál getur gert annars ágætis texta leiðinlegann.

En hvað á ég nú að segja ykkur, fyrst ég er byrjuð að blogga á annað borð, en ekkert hefur gerst sem er frásögu færandi. Lífið hér hefur gengið sinn vanagang, fastir liðir eins og venjulega. Þó ég vilji nú ekki alveg taka jafn djúpt í árina á wikipedi og segja að heimilslífið hér sé fjölskylduharmleikur, svo slæmt er það nú ekki. Eiginlega sjálfstætt framhald af síðasta bloggi mínu. Ennþá janúar (í einn dag í viðbót) ennþá dimmt (í aðeins fleiri daga í viðbót) og eitthvað svo ótrúelga langt í sumarið (reyndar bolludagur og páskar í millitíðinni sem hægt er að byrja á að hlakka til). Ég er nú frekar mikil svona vetrarmanneskja (En alls ekki snjó unnandi samt) og kann mjög vel að meta kósýheit vetrarins en um daginn þegar það var búið að rigna og loftið var eitthvað svo ferskt og einvher svona vorfílingur í því þá fann ég hvað ég er komin með ótrúelga nóg af vetrinum. Mikið hlakka ég til löngu dagna með björtu nóttunum og að heyra fuglasönginn (eitthvað annað en gargið í starranum). Þá verður gaman. Ég held í alvöru að við íslendingar ættum að leggjast í vetrardvala, bara eins og birnirnir. Aðeins að leggjast á meltuna eftir jólin, bara leggjast upp í rúm og breiða yfir haus og láta sig dreyma um lífsins listisemdir sem bíða eftir okkar rétt handan við lúrinn. Það hefði nú verið verkefni fyrri stjórnlagaþingið að koma því inn í stjórnarskránna: Rétt íslendinga til vetrardvala. Ég held meira að segja að við séum ekki komin svo langt frá björnunum. Svona feit og bangsaleg ;)

Jæja nóg af neikvæðni. Hún er nú alveg til þess að ganga af manni dauðum. Held meira að segja að ég hafi verið hægt komin um daginn bara af fúllyndinu einu saman. Nýji stafræni blóðþrýsingsmælirinn hennar mömmu sýndi að púlsinn hjá mér væri LOW. Sem sagt alveg á mörkum þess að vera lifandi.

Þetta blogg var í boði ósigurs í keflavík í kvöld. Ekkert svartsýnisraus. Nú fer að færast fjör í leikinn og púlsinn rýkur upp úr öllu valdi ;)

Ekki taka lífinu of alvarlega, sleppið hvort sem er ekki lifandi frá því
Gróa

.....

Good, better, best. Never let it rest. Until your good is better and your better is best.
Uppáhalds tilvitnunin mín þessa dagana :)
En það er mjög spennandi vika framundan hérna á blogginu - svo verið í startholunum kæru lesendur :)
Helga

Friday, January 21, 2011

! ! ! AFMÆLI ! ! !

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU GUÐRÚN GRÓA


Þessi ólátabelgur á afmæli í dag. Stelpan er orðin hvorki meira né minna en 22 ára gömul. Elskan hóf afmælisdaginn sinn á því að keyra mig niður á BSÍ klukkan fjögur í nótt og ég var næstum búin að gleyma að hún ætti afmæli, ég hlýt að vera skelfileg systir (toppar samt ekki það þegar ég óskaði Stínu systir til hamingju með daginn á vitlausum degi, já og Lóu bestu vinkonu minni líka).

Ég vona að dagurinn hafi verið góður og endi vel :) Þú ert mesti dugnaðarforkur sem ég þekki Gógó, mín helsta fyrirmynd! :)

Knús og kossar frá Svíþjóð

Thursday, January 20, 2011

Gaman gaman.....

Mig dreymir um að fá að fara í svona kjóla, þó ekki væri nema rétt að máta.











hhmm...kannski ætti mér fyrst að láta mig dreyma um að passa í einhvern þessara kjóla, já eða jafnvel fara að vinna í því að komast í þá. En í bili verð ég bara að sætta mig við minn nýjasta kjól sem ég keypti fyrir 2500 krónur í Boutique Papillon sem er pínulítil krúttleg second hand búð með allskonar fínerí kjóla, veski, pelsa, skart, bollastell og fleira allt frá frá Belgíu minnir mig. Er meira að segja að hugsa um að frumsýna kjólinn á morgunn og vera soldið fín í skólanum, svona í tilefni afælisins ;)


En ég velti því samt fyrir mér, ef maður hefur næstum allan pening í heiminum til þess að kaupa kjól af hverju að kaupa sér svona....







Æji ég gleymdi því, í þúsundasta skipti, að ég ætlaði að hætta að setja út klæðaburð, útlit eða annað sem tengist smekk fólks. Þeim hlýtur að finnast þessir kjólar alveg mega flottir (nema að ske kynni að kjóllinn hafi verið gjöf frá tengdamóður sem þær vilja ekki særa) og eru vonandi ánægðar með sig. Þær myndu eflaust kasta upp af tilhugsuninni einni um að klæðast röndóttum kjól sem líkist mest sundbol og allt of stórri gallaskirtu eins og ég klæddist í skólanum í dag, sem var að sjálfsögðu keypt notað. En ég færi nú reyndar ekki í þessum klæðnaði á Golden Globe.


En nóg af dagdraumum um kjóla....eða kannski ekki. Það er nebblega einstaklega óspennandi eitthvað að vera ég núna, meira að segja daginn fyrir afmælið mitt svo það er auðvelt að gleyma sér í hugsunum um rándýra kjóla. En þessir fyrstu vikur ársins virðast vera settar í dagatalið í þeim eina tilgagni að vera leiðinelgar, ekki að undra að fólk sé flutt í bílförmum á líkhúsin núna svo útfararstjórar og prestar hafa ekki undan. Það gladdi mig mjög að heyra í útvarpinu á þriðjudaginn síðastliðinn að samkvæmt hávísindalegum rannsóknum þá væri mánudaguirnn 17. janúar leiðinlegasti dagur ársins. Hann lvar iðinn og því ætti það versta að vera afstaðið og allt á hraðri uppleið. Því miður get ég ekki sagt að það hafi verið mikill stígandi í vikunni né að þessi tiltekni dagur hafi borið af hvað varðar leiðindi. Hann hefur greinielaga sökkbreyst og orðið að leiðinlegustu dögum ársins. Æ það er svo erfitt að hafa ekki yfir einu að kvarta en hafa samt svo ótrúlega mikla þörf fyrir að láta vorkenna sér. Mér líður t.d. núna eins og ég sé eina manneskjan í heiminum sem þarf að lesa mörg hudnruð blaðsíður á viku í skólanum og í hvert skipti sem ég lít upp frá bókinn þá er ég komin 500 blaðsíðum eftirá. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki eini nemandinn í neinum af áföngunum sem ég er í og ef ég er ekki hæglæsasta manneskjan í öllum háskólanum þá hljót e-r fleiri að vera í sömu sporum og ég.


En það gerðist reyndar undur og stórmerki í dag. Loksins tókst mér að taka skápskrípið sem var í herberginu hennar Helgu í sundur svo núna lítur hann svona út.



Eftir nokkrar atlögur og endalust suð í Grjóna um að hjálpa mér tókst mér loksins að leysa þessa, sem mér virtist óleysanlegu, þraut sem það var að ná blessuðum skápnum í sundur. Ég hef nú oft orðið mjög stolt af mér eftir að hafa náð að setja saman IKEA húsgögn en mig grunaði ekki að ég yrði nokkurtíman svona stolt af því að ná einu slíku í sundur. Verkefni næstu daga, meðfarm lestrinum, verður svo að tína bútana niður í bílskúr. Það verða nú allnokkrar ferðir þar sem ég býst ekki við að mér verði réttur litlifingur til hjálpar frekar en við að ná honum í sundur. Svo er bara krossa fingur og vona að ég reki ekki tánna í á leiðinni niður stigann, það væri nú mér líkt svon rétt til að kóróna meirstaraverkið.
Jæja best að hætta þessu rausi og byrja að lesa bókmenntasöguna, þó þessar örfáu blaðsíður sem ég kemst eflaust yfir áður en ég fer að dotta verði sem dropi í hafi miðaða við allt sem ég á eftir.
Það ættu allir að hafa náð þema þessa bloggs : Lífið er yndisleg ;)
Gróa

Thursday, January 6, 2011

Heppin

Nei Guðrún Gróa, ég ætla ekki að eyðileggja góða skapið mitt og eyða dýrmætum kröftum mínum í að kvarta yfir Iceland Express. Nei þess í stað ætla ég að tala örlítið um hvað ég er ótrúlega heppin!

Er stödd í Vaxjö. Hér snjóar og snjóar, ég held hreinlega að ég hafi aldrei verið í jafn miklum snjó. Síðustu fjóra daga er ég búin að taka átta frábærar æfingar. Það er yndisleg tilfinning að finna líkamann verða sprækari og sprækari og á sama tíma sjá framfarirnar svart á hvítu. Það hefur gengið alveg hreint ótrúlega vel að æfa og ég nýt þess í botn að geta tekið á öllu mínu, hlaupið hratt og hoppað hátt án þess að finna nokkurstaðar til. Það er toppurinn! (svona ef frá er talið sárið á hælnum sem ég hlaut eftir að hafa í óvitaskap mínum stigið beint ofan á gaddaskó)

En sumsé, ég verð hérna í æfingabúðum þangað til 12. janúar. Ég hef aðeins verið spurð um það hvað ég geri svo á daginn þegar ég er hérna og það væri því ekki úr vegi að gefa ykkur smá innsýn inn í það.

- Ég vakna rúmum tveim tímum fyrir æfingu sem er klukkan 07:45 og fer í morgunmat. Í morgunmat borða ég 1 egg + 2 eggjahvítur, grænmeti, ávöxt og nokkrar valhnetur með tebollanum.

- Fer uppá herbergi og kíki hvort það hafi gerst eitthvað stórfenglegt á facebook um nóttina (sem er reyndar raunin furðulega oft :P), skoða Mbl, töluvupóstinn minn og hef mig síðan til á æfingu. Sá undirbúningur felst einkum í því að hlusta á hressa tónlist, klæða mig í föt og gera mér síðan grein fyrir því að ég sé orðin of sein (svo brjálað að gera þið skiljið)
- Fyrri æfingin byrjrar klukkan 10 og er yfirleitt búin um tólf leytið. Þá borðum við á matsölustaðnum í Tipshallen eða íþróttahöllinni þar sem við æfum. Þar er boðið upp á hefðbuninn sænskan mat, súpu og salatbar, ákaflega fínt.

- Er yfirleitt komin upp á hótel á milli eitt og tvö. Þá skelli ég mér í stutta sturtu og legg mig svo! Það er næs! Vakna síðan aftur tæpum tveim tímum fyrir seinni æfingu sem er klukkan 16:30. Þar á milli les ég, skrifa æfingadagbók, renni í gegnu skynmyndaþjálfun og skoða internetið. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað það er margt á internetinu sem hægt er að skoða og lesa. Ég fór til dæmis inná http://www.bodybuilding.com/ um daginn og ég sver það! Manni endist ekki ævinn ætli maður sér að skoða allt á þessari síðu. En sem betur fer efnið þarna inni misáhugavert og því neyðist ég ekki til þess að gera skoðun á þessari síðu að ævistarfi mínu. Ég skoða líka alltaf bloggið hennar Tobbu Marinós og Flickmylife.

- Seinni æfinginn er lengri en sú fyrri og þegar ég kem heim (já kæru lesendur, "Hotel Royal Corner" er orðið mitt annað heimili :P) fer ég í sturtu eða þá í pottinn, gufuna og sundlaugina sem er hérna í kjallaranum.

-Kvöldmatinn borða ég svo á veitingastaðnum hérna á hótelinu. Ég er ótrúlega heppin því að framkvæmdastjórinn á hótelinu er fyrrverandi stangastökkvari sem Agne þjálfaði einu sinni og því fæ ég mjög góðan díl á öllu. Svo reyndar borðaði ég heima hjá Védda í gær og borða heima hjá Agne á morgun og ætla svo að láta Kim elda á sunnudaginn þannig að maður er borðandi út um allar tryssur.

- Ef ég er heima um kvöldið held ég áfram yfirferðminni á netheimum, les, horfi á mynd í tölvunni eða tek til í herberginu mínu (akkúrat það sem ég ætla (já eða ætlaði) að gera í kvöld). Svo reyni ég að vera komin upp í rúm uppúr 10 svo ég fái nú örugglega nægilegan svefn :P Hingað til hef ég verið að lesa nýju bókina hennar Yrsu en sem betur fer kláraði ég hana í dag. Það er ekki sniðugt að lesa þá bók þegar maður liggur einn í dimmu hótelherbergi og ætlar sér að sofna. Alltof drungaleg bók og því var ég bara farin að lesa hana í björtu og innan um annað fólk í restina, t.d. í morgunmatnum eða niðri í lobbýi :P Rosalega góð bók engu að síður, mæli með henni!

Eins og þið sjáið þá snýst líf mitt þessa stundina um þrennt. Æfa, borða og hvíla mig. ÞAÐ ER YNDISLEGT. Nú í haust gerði ég mér loks alminilega grein fyrir því hvað mig langar ótrúlega mikið að verða atvinnukona í íþróttum og geta lifað á sportinu. Þegar ég er hérna í æfingabúðum þá lifi ég eins og atvinnumaður og ég nýt þess í botn. Ég er hreinlega að upplifa drauminn minn og það er undravert að gera sér grein fyrir því og njóta þess. Vera alltaf stödd í núinu og gera sér grein fyrir því hvað ég er hamingjusöm - ég er að lifa lífinu sem ég vil lifa! Ég veit að ég hljóma kannski eins og ég hafi rétt í þessu nælt mér í ólympíugull en svo er ekki. Ég hef ekkert afrekað ennþá en það skiptir jafn miklu máli, ef ekki meira máli að njóta ferðarinnar því að upplifunin er svo stór partur af þessu. Það er líka góð tilfinning að vita til þess að ég er virkilega að reyna og setja allt sem ég á í drauminn minn - þannig að hvort sem ég kemst alla leið eða bara hálfa leið þá get ég alltaf litið til baka og hugsað "Ég virkilega reyndi"

Nú eru örugglega margir komnir með æluna upp í háls því ég er svo hástemmd og hamingjusöm en þá langar mér að benda fólki á að engum finnst neitt athugavert við það þegar einhver bloggar um hvað hann er óheppinn eða eigi mikið bágt. Ég ætla að leyfa mér að vera hamingjusöm því ég hef enga tryggingu fyrir því að ég verði það alla ævi, enginn veit hvað morgundagurinn býður uppá.

Þannig að ef þú ert að upplifa drauminn þinn - gefðu þér þá tíma til þess að staldra aðeins við og njóta þess!

-

Monday, January 3, 2011

Nýársheit

Nei það var reyndar ekki nýársheit hjá mér (GG) að vera duglegri að blogga en samt aldrei að vita nema að ég verði það á nýja árinu eða í það minnsta þangað til skólinn byrjar sem er alveg eftir eina viku :P

En nú eru sem sagt komið nýtt ár. Þó það hafi ekki neinar gríðarlegar breytingar fylgt komu nýja árisins eru þetta vissulega tímamót þar sem ég og eflaust margir aðrir líta bæði til baka og fram á veginn. Horfi til þess sem betur hefði mátt fara, þess sem var ánægjulegt á liðnu ári og huga að því hvað nýja árið kunni að bera í skauti sér. Ég setti mér ekki nein sérstök áramótaheit þessi áramótin. Reyndar ekki frekar en vanalega. Ég hugleiði það alltaf vel og vandlega fyrir hver áramót hvaða markmið ég ætli að setja mér fyrir nýja árið. En áður en ég næ að komast að nokkurri niðurstöðu þá er árið yfirleitt meira en hálfnað og ég margbúin að brjóta öll hugsanlega áramótaheit. Í kringum þessi áramót hugleiddi ég líka ýmis vænleg heit til að strengja. Það sem fyrst kom upp í huga mér var að leggja til atlögu að minni verstu fíkn, kaffisins. Ég ætlaði að byrja rólega, skipta út kaffinu á kvöldin fyrir te. Fór meira að segja og keypti mér rándýrt, organic, avard eitthvað rosa fínt te. Jújú í gærkvöldi bragðaði ég á þessu fína tei. Mér er lífsins ómögulegt að muna hvernig það bragðaðist en það eina sem ég man var að það var ekk nærrum eins gott og kaffi. Og núna klukkan 11 að kvöldi hugleiddi ég það ekki einu sinni að opna skúffuna þar sem ég geymi teið heldur gekk beinustu leið að kaffivélinni enda þarf ég ekki að opna neina skúffu né beygja mig til að ná í kaffið. Þetta gerði ég nánast án alls samviksubits. Þetta áramótaheit er sem sagt úr sögunni.

Svo í morgun var ég niðrí KR að sprikla og var eitthvað voðalega stirð og stíf. Þá datt mér í hug þetta líka fína ,svolítið síðbúna áramótaheit, að teygja alltaf ofboðslega vel á árinu 2011. Jújú ég teygði samviskusamlega eftir æfinguna. Svo var æfing seinnipartinn og eftir hana hhmmm......teyðgi ég ekki neitt. Hef reyndar ótal afsakanir. Hrafn talaði við okkur inn í klefa eftir æfinguna svo ég var komin út úr salnum og nennti varla að fara þangað aftur,var orðin köld, ég var svöng og ætlaði að elda mér fisk og bla bla bla, skot í fótinn. Ég hef ekki nokkra sjálfstjórn til að setja mér jafn auðvelt áramótaheit til eftirfylgni eins og að teygja vel eftir æfingar.

Sem sagt, niðurstaðan er þessi : ENGIN ÁRAMÓTAHEIT FYRIR ÁRIÐ 2011 ! Agalega sorglegt en satt :P

En þrátt fyrir það þá hef ég gert svona lítinn "to do" lista sem ég ætla að tæma áður en langt er liði á þetta ár:

1. Ákveða hvernig ég ætla að haga námi mínu á næstu önn (og btw það verður að gerast helst ekki seinna en núna)

2. Kaupa mér straujárn og strauborð (ég á náttúruelga ekki að láta það fréttast að ég eigi það ekki til)

3. Setja nýjar reimar í lyfrtingaskóna mína og kaup mér nýja krít áður en mér verður hennt út úr World calss fyrir að dreifa hvítu dufti út um öll gólf

4. Fara með afganginn af skápnum hennar Helgu niður í skúr. Hef verið að vinna í því smá saman að búta hann niður og fara með partana niður, fæ enga hjálp þar sem ég og sá sem þykist vera hæst ráðandi hér (en ræður vitaskuld engu enda er hann karlkyns) erum ekki alveg sammála um það hvað gera skuli við skápinn. En ef herra næst-hæst ráðandi fengi að ráða þá yrði skáuprinn notaður sem skúlptúr af skakkaturninum í Písa.


5. Koma litlu IKEA hillunni sem ég keypti fyrir jól upp. Já okey ætla ekki að reyna að ljúga en mamma keypti hana reyndar og því verður hún helst að verða komin upp áður en mamma kemur næst í bæinn svo það lendi ekki líka á henni að setja hana upp.

6. Koma einhverri reglu á skóhrúguna sem hrynur alltaf úr skápnum þegar hann er opnaður. Helmingurinn er aldrei notaður.




7. Fara með skóna mína til skósmiðs þó það komi til með að kosta mig hálfan handlegg að láta skipta um rennilás.


8. Hætta að fá mér fjórum sinnum á diskinn eins og á jólunum og þá get ég vonandi hætt að slökkva ljósið áður en ég labba fram hjá spegli.

Já þetta er svona það helst sem ekki komst í verk að gera á síðasta ári og er á forgangslist fyrstu daga þessa árs. Guð má vita hvort ég kem eitthverju af þessu í verk áður en ég verð árinu eldri ;)
Það væri nú gaman ef e-r vilja deila með okkur nunnunum og öðrum lesendum áramótaheitum, koma svo ekki vera feimin ;)
Við fáum vonandi bráðum fréttir af Helgu felgu frá Svíþjóð. Ég þykist vita að þar verði á ferð mikil lofsræða um Icelandexpress :P
Bless'ykkur
Gógó