Thursday, December 30, 2010

Fyrsta blogg ársins 2011

Ég (GG) byrjaði á þessu bloggi milli jóla og nýárs en náði ekki að klára það í fyrstu atlögu. Ætla að leyfa láta það flakka þó það sem fram komi sé ekki í öllum tilvikum nýjasta nýtt.

----------------------------------------------------------------------------------------------


Ég sit núna ein inni í herbergi. Það er ekki alveg minn stíll (í það minnsta þessi síðustu ár eftir gelgju) að húka ein inni í herbergi, allra síst þegar ég er heima í sveitinni. Til dæmis kýs ég miklu frekar að vera með tölvuna á eldhús- eða stofuborðinu, þá sjaldan ég horfi á dvd geri ég það í sjónvarpinu frammi og svo eyði ég vitaskuld ómældum tíma í eldhúsinu. Svo það má segja að ég geri fátt annað en sofa í herberginu mínu enda ekki að ástæðulausu sem það er kallað svefnherbergi ;) En fyrir þessari einsetu minni núna er einföld skýring.Bráðlega verður Helga í þeim mæta sjónvarpsþætti Landanum. Já ég er ekki að skrökva. Þætti sem hefur það markmið að grafa upp alla hestu furðufulga landsins, þá sem ekki hafa rafmagn, tala bara í bundnu máli, komast ekki fyrir í sínu eigin húsnæði fyrir uglu-styttusafni og svona mætti áfram telja en nú er sem sagt komið að Helgu. Gísli Einars mættur á svæðið og er að spjalla við sveitastelpuna og sjöþrautarkonuna Helgu Margréti sem fer í húsin tvisvar á ári, á jólum og einn dag í sauðburði :P Og til að tryggja að mér bregði alveg örugglega ekki fyrir í þættinum læt ég mig hafa það að húka ein uppi í herbergi auk þess er veðrið algjör viðbjóður svo herbergið finnst mér fýsilegri kostur en að vera utandyra.




En ég vona að jólin hafi ekki farið fram hjá neinum þetta árið. Eins klisjukennd sem þau eru og hversu bumbult sem maður verður af öllu átinu þá eru þau alltaf jafn yndisleg. Jólin voru með hefðubundnu sniði þetta árið (eins og þau eiga að vera, helst ekkert að breytast). Undirbúningurinn var reyndar tekinn á met tíma. Þann 21. desember var sett í fluggírinn, gólfin skrúbbuð af þvílíkum krafti að margra ára drulla náðist burt, húsi ofskreytt að vanda og Sibba tók þvílíkum hamförum í bakstrinum að ég var farin að hafa áhyggjur af því að hrærivélin bræddi úr sér (hefur reyndar litlu munað síðustu ár enda vélin orðin aldurhnigin en hefur hingað til náð að þrauka þar til geðveikin er yfirstaðin). Svo fékk pabbi liðsstyrk í smökkunardeildina á þorláksmessu þegar Helga, Grjóni og Stína mættu á svæðið og vottuðu að allt stæðist ströngustu gæðastaðla. Svo það hafðist flest allt það sem átti að gera fyrir jólin á tilsettum tíma svo hægt var að tendra á trénu klukkan 6 á aðfangadagskvöld og borða jólamáltíðina þegar pabba fannst kominn tími til að sinna öllu því sem honum hefði ekki dottið í huga að gera á öðrum dögum en aðfangadegi.



Hér er sibba að skreyta litla jólatréð okkar. Hún gaf sér tíma til að brosa í myndavélina meðan hún hengdi kúlurnar á greinarnar. Þær voru reyndar eitthvað linar svo þær neðstu fengu lítið skraut.





Hér er Sibba búin að baða sig og fara í betri fötin, allt tilbúið, búið að kveikja á jólaljósunum og setja pakkana undir tréð og bara að bíða þangað til að pabbi hefur gert allt það sem fékk að sitja á hakanum framan af ári.



Það er nú ekki hægt að skirfa um jólin án þess að minnast á jólagjafirnar enda fékk ég margt góðra gjafa.Til dæmis fékk ég þennan gullfallega smákökudisk frá sibbu, ég hef sjaldan séð aðra eins feguðr. Hann á svo sannarlega eftir að sóma sér vel í kökuboðum framtíarinnar.







Svo gaf Helga mér ofoðslega fína sósukönnu sem var algjört þarfaþing þar sem engin var sósukannan í Hvassaleitinu og þegar sósa hefur verið á borðum þá hefur hún annaðhvort þurft að húka í pottinum eða vera borðin á borð í súpudisk usss.....


Ég fékk líka rosa skemmtilegan svona tímamæli þegar maður er að baka.









Ég fór aldeilis ekki í jólaköttinn, fékk haug af góðum flíkum t.d. föðurland og voðalega fínan jakka, boli, nærbuxur og ýmislegt fleira. Svo til að binda endhnútinn á þetta jólagjafa monnt þá fékk ég líka bækur, þar á meðal nýju uppskriftabókina hennar Nönnu, snyrtidót, skartgripi og fleira skemmtilegt :)






Föðurlandið góða ;)



En nú eru jólin eiginlega búin, allaveg svona í framkvæmd og regla að komast á tilveruna aftur. Stína fór út fyrir áramót og Helga fór til Svíþjóðar í gær og verður fram í miðjan mánuð. Það er því óvíst hvað verður með áramótaannál okkar nunna en við munum gera okkar besta svo úr honum verði þó ég þori engu að lofa.

En við óskum ykkur, kæru lesendur, gleði og gæfu á nýju ári með kærri þökk fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Friday, December 24, 2010

JÓLAKVEÐJA



Nunnurnar eru komnar í jólaskap og allt að verða klárt fyrir jólin (þó við séum ekki alveg með það á hreinu hvað þetta "allt" er þar sem það virðist vera nokkuð breytilegt á milli ára, t.d. voru ekki gerðar neinar piparkökur þetta árið)

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Áður en þið líðið útaf sökum ofáts, leiðið þá hugan að náunganum og þeirra sem minna mega sín.
Nunnurnar þakka liðnar stundir og hlakka til að taka púlsinn á komandi ári.
Njótið jólanna :)


Saturday, December 18, 2010

Góður dagur!

Jólanda og Kim á kaffihúsi. Fengum okkur þorsk að borða eftir æfingu, hann var góður :)


Einhver jólaleg hliðargata hérna í Vaxjö og kirkjan í bakrunn. Það er allt á kafi í snjó hérna!
Það eru bara tvö sæti í bílnum hans Kims og af því að ég er yngst þarf ég alltaf að vera í skottinu :P Ég kvarta ekki, það fer vel um mig :)
Jólanda að búa til kaffe latte.
Sannur Dani
Virkilega góður latte!
Jólanda að gera spilagaldur með nýju húfuna sína.
Í dag byrjaði ég að borða Sushi og það var virkilega gott! :)

Yndislegur dagur í dag. Það var bara ein æfing í morgun. Grindahlaup með Agne og Karen sem er alveg frábær grindahlaupsþjálfari. Frábær æfing. Svo fórum ég, Jólanda og Kim í bæinn. Fengum okkur að borða, versluðum jólagjafir og skoðuðum jólamarkað hérna. Það er rosalega jólalegt, allt á kafi í snjó og lúðrasveitir í jólasveinabúningum að spila úti á götunum. Svo tókum við Sushi heim til Kims, spiluðum og horfðum á jólamynd í sjónvarpinu. Ótrúlega huggulegt og gaman :) Ég geri mér sífellt meira og meira grein fyrir því hvað ég er ótrúlega heppin að fá tækifæri til þess að koma hingað og æfa við bestu aðstæður. Ég elska að æfa hérna. Andinn er svo góður og maður leggur sig alltaf 120% í hverja einustu æfingu. Svo er ekki amalegt að kynnast öllu þessu frábæra fólki. Get ekki sagt annað en TAKK.


Thursday, December 16, 2010

Örmyndablogg 2









Númer 1: Tobías, spretthlaupsþjálfarinn á svæðinu. Hann er mikill áhugamaður um mat þó hann beri það ekki utaná sér. Frábær náungi.
Númer 2: Jane in action
Númer 3: Ég, Kim og Jólanda. Eins og sést mjög greinilega er Kim kúluvarpari eða kuglestöder og han kommer fra Danmark. Hann er nýfluttur hingað til Vaxjö og Véddi er að þjálfa hann. Jolanda er þrautarstelpa frá Hollandi sem á rúmlega 6200 stig. Hún er hérna í æfingabúðum hjá Agne eins og ég.
Númer 4: Jolanda er mikill stuðpinni eins og sjá má.
Númer 5: Jane er aftur á móti mun rólegri. Hún hleypur stuttu grindina.
Númer 6: Eftir kúluvarpsæfingu í morgun. Kim, ég og Nick, annar danskur ungur kúluvarpari sem Vésteinn er að þjálfa. Kúluvarpsæfingin í morgun var svo ótrúlega skemmtileg því það var svo mikill andi í gangi hjá þessum strákum og maður hreyfst svo auðveldlega með. Mér gekk ágætlega á æfingunni.
Númer 7: Kim, Jolanda og Nick - eitursvöl

Frábær dagur að kvöldi kominn. Það snjóaði rosalega mikið hérna í dag. Í gær fór ég og hitti Carl Askling hamsérfræðing í Stokkhólmi. Það gekk mjög vel!
Ég endaði daginn á því að borða lax og í heitapottinum, gufunni og sundlauginni hérna á hótelinu. Það var yndislegt!

Hlakka til á morgun :)

Tuesday, December 14, 2010

LOKSINS !!

Leiðinlegt að blogga strax yfir Helgu litlu en svona er þetta bara, harður heimur :P En ég verð bara að deila gleði minni með ykkur því ég er komin í svo ótrúlega langþráð jólafrí að það hálfa væri nóg. Man ekki einu sinni hvenær ég fór að þrá það af svo heilum hug að það komast varla annað að þar sem var reyndar verra, sérstaklega í prófalædrómnum.

Ég var sem sagt í síðasta prófinu í morgun og hef verið að vinna í því í dag að endurheimta geðheilsuna. Það gengur bara með miklum ágætum og hjálpaði þá góð tiltektartörn, tvær æfingar og alveg endurnærandi ferð í hjálpræðisherinn til. Afgreiðslumaðurinn átti í miklu sálarstríði þar sem hann var að berjast við að klára að semja texta (á ensku vitanlega) og lét sig ekki muna um það að syngja fyrir okkur sem vorum viðstödd. Það sem meira var að hann kunni ekki á hljóðfæri og var því ekki kominn með neitt lag við textann svo þetta var í svon spunastíl hjá honum, bjó bara til laglínuna jafnóðum. Mjög skemmtilegt ;) Meðferðin heldur svo áfram næstu daga enda nóg af rusli og drasli í íbúðinni og af nógu að taka í salnum. Ég vonast til að verða komin í fyrra horf fyrir jól og geti þá hugsanlega komið frá mér óbrenglaðri setningu og haldið einbeitinugu lengur en 5 mín í senn ;) En ég bý nú samt ekki svo vel að geta farið í endurhæfingu út fyrir landsteinana eins og hinn helmingurinn og verð því að meta batahorfurnar á raunsæjan hátt :P Hins vegar ætlum við KR stúlkur (jú ætli við tökum ekki amk þjálfarann með líka) að bregða undir okkur betri fætinum á morgun og halda vestur í Stykkishólm þar sem síðasta viðureign þessa árs verður háð. Við ætlum heldur betur að taka vel á því þar og fara kátar í jólafrí !

En nú get ég að nýju tekið ástfóstri við okkar ylhýra tungumál sem ég er búin að blóta í sand og ösku síðustu vikur. Vona að mér verði fyrirgefið það en vona samt meira að e-ð af því sem ég hef verið að reyna að læra staldri lengur við í minninu en tvo daga og komi mér jafnvel að e-u gagni, það væri nú ekki verra. En hvað um það. Held það sé við hæfi að enda þetta á málinu eins og það verður fallegast af því ég er að taka það í sátt aftur

Meyjarhjarta

Yndis bezta elskan mín,
ástum festa baugalín!
Hjartað góða þekki eg þitt,
það er ljóðaefnið mitt.

Það er hreint sem bregði blund
blómstur seint um morgunstund,
djúpt sem hafið heims um hring
heitri kafið tilfinning.

Það er gott, sem gaf það þér
guð, og vottinn hans það bar,
engum skugga á það slær,
auma huggað bezt það fær.

Það er hlýtt af ástaryl,
öllum blítt og mest í vil.
Logann ól það elskunnar
undir skjóli miskunnar.

Það í heima horfir tvo,
huganum sveima leyfir svo,
það er gefið og þó sig á.
........
Jónas Hallgrímsson
Hvað varð eiginlega um að menn semji svona ljóð?? Allavega hef ég ekki fengið neinar svona leynilegar sendingar upp á síðastið. Stórfurðulegt alveg hreint.
En ætli það sé ekki best að koma sér í rúmið. Ekki það að mig langi til að eyða jólafríinu í svefn en held samt að það veðri ekki hjá því komist að fórna amk litlum hluta af því fyrir svefninn. Það er nú bara eins og það er.
Hafið það afskaplega gott og munið að jólastressið getur haft mjög heilsuspillandi áhrif.
Gógó

Örmyndablogg





Er komin til Vaxjö eftir ákaflega þægilegt ferðalag. Búin að taka æfingu og hitta Karolinu Kluft, það var upplifun. En nú er ég orðin þreytt og hlakka til að skríða undir sæng og lesa góða bók. Læt nokkrar örmyndir duga:



Númer 1: Ég náði að fara í klippingu í gær í öllum hamaganginum sem fylgir því að klára jólaprófin og stökkva til útlanda í sömu andrá.
Númer 2: þessi mynd á að sýna að ég fékk heila sætaröð fyrir mig í fluginu í morgun. Ég nýtti mér það til hins ítrasta og svaf ljúft alla leiðina.
Númer 3: Sibba elsku systir mín var svo góð að koma og hitta mig á Kastrup á meðan ég beið eftir lestinni til Vaxjö. Hún gaf mér ótrúlega flotta afmælisgjöf, mandarínur og glútenlausar kökur :)
Númer 4: Svíþjóð séð út um lest. Hér er snjór og hér er kalt. Lest er skemmtilegur ferðamáti.
Ekki lengra í bili
Ætla að reyna að vera dugleg að taka myndir og setja hér inn, kannski verða myndirnar af einhverju skemmtilegra næst :P






Wednesday, December 1, 2010

Leynist líf í Hvassaleiti ??

Já, innan um bókastaflana, öll blóðin dótið og draslið vottar fyrir lífi. Þetta líf er frumstætt og lífsmynstrið afar einhæft, í grófum dráttum má einknennist það af því að fara á fætur og svo er beðið í ofvæni eftir að geta farið aftur að sofa svo eru einstaka útúrdúrar sem aðallega einkennast af mat og hreyfingu. En hin barnslega tilhlökkun sem lætur mann halda í vonina um að betri tíð leynist á bak við bókastaflana.

Ég held að ég hafi ekki hlakkað til svona mikið til margra hluta síðan ég var ca. 7 ára
Ég hlakka svo til
að komast heim í sveit
að geta skilað öllu leiðinlegu bókunum á bókasafnið og taka eitthvað skemmtilegra
að þrífa allt hátt og lágt
að geta sofið lengur en til 7 (sem ég á samt pottþétt ekki eftir að gera þegar það verður svo eitthvað skemmtilegra en lærdómurinn sem bíður eftir mér)
að taka alla kjólana mína úr fataskápnum, raða þeim upp eftir litum
að fá stínu og sibbu heim
að fara í kolaportið, góða hirðinn, hjálpræðisherinn o.s.frv
að sauma út
að þrífa meira
að fara á kaffihús og lesa tímarit
að elda e-ð sem tekur lengri tíma en korter

Bara "nokkrir" klukkutímar þar til ég get farið að sofa ;)

Gróa

Thursday, November 18, 2010

Jólagjafalistinn


Í tilefni þess að ég er nýbúin að eiga afmæli og það eru einungis mánuður og sex dagar í jólin hef ég ákveðið að gera jólagjafalistann minn opinberan, ekki seinna vænna. Ég hef ákveðið að vera ákaflega hógvær í ár, enda kreppa!



Góðar hárteygjur. Þær þurfa helst að vera gæddar þeim eiginleikum að slitna aldrei, festast aldrei í flóknu hári eða týnast.



Moleskine! Helst í öllum litum, gerðum og stærðum. Mig hefur lengi dreymt um að vera skipulagsfrík með litla svarta bók í veskinu þar sem ég skrifa alltaf hjá mér hvar ég á að vera mætt og klukkan hvað. Þannig kemst ég kannski hjá því að gleyma tímanum hjá Kötu kýró....





Hrikalega öflugur hárblásari. Svo öflugur að ég á erfitt með að halda hausnum á sínum stað. Þannig ætti hárið á mér að vera orðið þurrt á um það bil einni mínútu :)


Klósettseta. Ég braut klósettsetuna hérna í Hvassaleiti fyrr á árinu og ótrúlegt en satt er hún ennþá brotin. Þó mig langi ekki beint að fá klósettsetu uppúr pakkanum þá veit ég að það myndi gleðja Gógó afskaplega mikið ef ný seta liti dagsins ljós, í mínum jólapakka! Ekki væri verra ef að klósettsetan myndi lokast af sjálfu sér, svona af því að Sigurjón gleymir sér "örsjaldan".

Louis Vuitton taska! Í parís var ALLT út í Louis Vuitton og ég smitaðist alveg. Svo smart!


Fataherbergi! Upp á síðkastið hef ég kannski farið oggolítið framúr sjálfri mér í fatakaupum, en því miður vex fataskápurinn ekki með fatahrúgunni. Minn er löngu sprunginn og mig dreymir um fataherbergi (já og helst ambátt sem brýtur allt saman og heldur því fínu :P )



Gamlan Austin mini, helst með blægju.

Mikið vona ég að jólasveinnin bænheyri mig :D
















Monday, November 15, 2010

Afmælisnunna

Þar sem ég nennti ekki að setja kort á pakkann hennar helgu í dag þá verður það rafrænt þetta árið. Hún Helga mín yrði nú líka illa svikin fengi hún ekki sitt afmælisblogg.



Eins og allir þeir sem lagt hafa leið sína inn á facebook í dag vita þá á hún Helga litla afmæli í dag. Er orðin 17 ára stelpan, hvað þessi kríli stækka hratt !



Helga hefur verið í góðu skapi alveg frá því hún fæddist, utan nokkra daga þegar hún fékk ekki nóg að borða, þá var hún stúrin. Hún er alveg ofboðslega duglega í öllu öðru en því sem viðkemur heimilisstörfunum...en það er nú ekki hægt að gera allt ;)


Til hamingju með afmæli krúsí rús og þó ég sé dóttir pabba okkar þá veit ég alveg að þú ert orðin 19 ára :P

Friday, November 5, 2010

Föstudagsblogg

Að hlaupa brekkuspretti og taka svo framstig upp brekkuna beint á eftir er góð skemmtun....en það er ekki alveg jafn skemmtilegt að standa upp úr rúminu morguninn eftir :P

Eins og Gógó vömb (reyndar er þetta nickname algjörlega búið að missa marks því stelpan er orðin svo grönn og spengileg) kom inná hérna að neðan þá er ég komin heim eftir þónokkur ferðalög. Það var hressandi að koma í skólann á þriðjudaginn eftir næstum tveggja vikna fjarveru og fá að vita af tveim prófum, skýrsluskilum, ritgerð og skilaverkefnum. Þannig að síðan ég kom heim hef ég ekki gert neitt annað en að æfa og læra (ekki það að ég geri eitthvað mikið meira en það svona dagsdaglega). Ég er ekki einu sinni búin að taka uppúr töskunni síðan í París og ef ekki væri fyrir ambáttinni á heimilinu sem sér um að þvo þvott og elda matinn væri ég örugglega dáin úr hungri og gengi bara í skítugum nærbuxum. En núna er ég búin í báðum prófunum og get ómögulega komið mér til þess að fara að læra strax aftur. Gógó ætlar líka að sækja mig í skólann eftir nokkrar mínútur og við ætlum að fara og fá okkur eitthvað meinholt og gott að borða. Okkur finnst ekkert skemmtilegra en prófa nýja staði í hádeginu á föstudögum (samt endum við alltaf á sömu stöðunum) en að mínu mati er náttúrulega Maður lifandi langbesti staðurinn ;)

Ég ætla nú ekki að koma með einhverja nákvæma ferðasögu af ferðalögunum mínum enda duga tvö orð til að lýsa báðum ferðunum = ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT!

París er ótrúlega lífleg og skemmtileg borg og við erum ekkert að grínast með það hvað second-hand búðirnar þar eru góðar! Ég held án gríns að sú tilfinning sem komist næst því að ná einhverju markmiði, sigra keppni eða bæta sig er þegar maður gerir einhver fáranlega hagstæð og góð kaup á einhverju sem maður er ýkt ánægður með og elskar að klæðast!
Svo fórum við upp í Eiffel-turnin, þar uppi var rok. Sigldum um Signu, skoðuðum Notre Dam og ég fékk að fara í pílagrímsferð að Moulin Rouge. Svo leigðum við okkur hjól og keyrðum líka um í fína bílnum hans Francks. Umferðin í París er náttúrulega bara rugl! Hverjum hefði dottið í hug að búa til risastórt hringtorg en ekki hafa neitt system á því hvernig á að keyra inn á það eða út úr því!

Ég var svolítið hrædd um að ég myndi missa dampinn eftir að ég kæmi heim aftur en það hefur aldeilis ekki verið raunin. Ég vakna brosandi og fer að sofa brosandi, lífið er bara svo gott ef við gefum okkur tíma til þess að sjá fegurðina í því og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.

Gæti ekki endað þettta blogg betur :P

Thursday, November 4, 2010

Ofurstutt

Mjög svo stutt stöðuuppfærsla aðallega ætluð til þess að fresta lærdómnum um nokkrar mínútur. Við nunnunar erum báðar á lífi, með alla útlimi, tær og fingur og hausinn staðsettan á hálsinum sirkabát mitt á milli axlanna sem verður að teljast nokkuð gott hjá manneskjum sem eru komnar með VIP aðgang á slysó. Ég (GG) hafði reyndar nokkrar áhyggjur af því áðan að ég þyrfti að leggja leið mína þangað þar sem Helga fór að taka brekkuspretti/hopp í hálkunni, það væri ekki í fyrsta skipti sem henni yrði fótaskortur á hálum ísnum. Mér var því nokkuð létt þegar hún kom heim að því er virðist heil heilsu.

En hvað um það. Allt gengur sinn vanagang. Helga er aldrei þessu vant á landinu. Hún er nú í stífri sálfræðimeðferð vegna kaupæðis sem heltekur hana þegar hún fer útfyrir landssteinana. Svo kvartar hún bara yfir því að fataskápurinn hennar sé glataður, æli bara út úr sér fötunum. Það er ekki nóg með að hún sé haldin utanlandskaupæði (mjög slæmt þar sem hún fer til útlanda ca 10 sinnum á ári) heldur hefur hún einnig erft EKKI HENDA EÐA LÁTA FRÁ MÉR Í NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM genið frá pabba. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað leinist í skápnum hjá henni, gul blómaskirta sem hún keypti í kolaportinu en var (sem betur fer segi ég) 4 nr of lítil og hippaleg magapeysa keypt í spútnik daginn áður en Helga byrjaði í MH, keypt til þess að hún fittaði nú alveg örugglega í hippafílingin þar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Af mér er annars engar sérstakar fréttir. Æfingar, skóli, eldamennska og át í nokkuð jöfnum hlutföllum. Hef samt á tilfinningunni að það sé eitthvað verulega spennandi í aðsigi. Október, næstleiðinlegasti mánuður ársins, búinn svo línuritið getur ekki annað en tekið beina stefnu uppávið! (nema að ég snúið því kannski öfugt).

Jæja jæja....nú verð ég að fara að æla, nei ég meina læra. Ekki gerir það neinn fyrir mig, en kannski ég prufi samt að auglýsa eftir einvherjum. Frítt fæði og húsnæði í boði ;) Þá get ég sinnt mikilvægari málefnum á meðan, æfa meira, elda meira og borða meira. Hljómar ekki sem verst. Ég er í símaskránni ef svo heppilega vill til að einvher áhugasamur dettur hér inn á síðuna.

Adios
Gróa

Saturday, October 23, 2010

Meira frá Vaxjö!

Sit inni á huggulega hótelherberginu mínu í Vaxjö, horfi á Federer spila við Ljubicic á Stokkhólm open í tennis, maula íslenskan harðfisk og drekk sódavatn úr vélinni sem er staðsett frami á gangi. Mycket bra!

Það var bara ein nokkuð löng og erfið æfing í dag. Byrjuðum á að hita upp í fótbolta og það var gaman. Krakkarnir í hópnum hérna eru semsagt nokkrar þrautarstelpur og svo slatti af spretthlaupurum og grindarhlaupurum sem Tobias, spretthlaupsþjálfari og aðstoðarþjálfarinn hans Agne sér um. Hérna er gert ofboðslega mikið af svona coordination æfingum með grindum og allskyns svoleiðis, eitthvað sem ég veit að ég hef mjög gott af og finnst líka gaman að gera. Eftir þær var hraða-tíðni sprettir og svo grindahlaupsæfing. Hún gekk ágætlega en engu að síður margt sem þarf að vinna í. Að henni lokinni hljóp ég svo 3x(100-200-300-200-100) með 100 metra labbi á milli spretta og 5 mín á milli setta. Það gekk alveg oboðslega vel og gaman að hlaupa með stelpunum, önnur þeirra er 400 metra grindahlaupari en hin er í stuttu grindinni. Það er svo gaman og gott að ganga vel á æfingu, vera sáttur við sjálfan sig og líða vel, enda byggist þetta allt á því - að líða vel og vera ánægður í eigin skinni :)

Eftir æfingu var matur og svo fundur með Védda, Agne og Gumma. Við fórum yfir stöðuna og ræddum þá þætti sem við ætlum að hafa að leiðarljósi og ákváðum ýmis skipulagsatriði. Það sem ég veit að verður mér erfiðast í þessu er að taka skynsamlegar ákvarðanir og ekki taka prógramminu sem heilögu plaggi sem alls ekki má hnika til og breyta eftir því sem þarf og er nauðsynlegt. Þetta snýst allt um skynsemi og ég ein veit hvernig líkaminn er á sig kominn og hvað hann þolir. Ég hlakka til að takast á við þá áskorun að læra að hlusta á líkamann minn og að halda aftur af sjálfri mér þegar þess þarf. Áskorun sem ég ætla að standast :)

Eftir fundinn röllti ég pínu um bæinn hérna og keypti mér leggings og peysu, þannig að eins og þið sjáið er þetta búinn að vera alveg hreint prýðilegur dagur hjá mér :)
Í kvöld erum við svo að fara í mat heim til Agne og fjölskyldunnar hans, og þangað koma líka Véddi og co. Í gærkvöldi buðu Véddi og Anna okkur í mat og það var gott og gaman. Vésteinn er náttúrulega með einhvern mest motivational lyftingarklefa í heimi í bílskúrnum hjá sér!

En jæja ég ætla að láta þetta duga í bili, best að kíkja smá í námsbækurnar áður en við förum í mat. Á morgun eru tvær æfingar, hástökk fyrripartinn og kúla seinnipartinn. Á mánudaginn förum við svo til Stokkhólms og hittum lækni sem sérhæfir sig í hammeiðslum, og svo förum við bara heim snemma á þriðjudaginn.

Þetta er búið að vera ævintýri og það er rétt að byrja :)

P.s. verðið líka að lesa bloggið hennar Gróu hérna að neðan.....(sorry að ég bloggaði yfir þig Gróa mín)

Friday, October 22, 2010

Meiri gleði og gaman

Aðeins meira af því góða og skemmtilega.....



Ekki fyrir svo löngu var ég eins og svo oft áður stödd í einni af mínum uppáhalds verslun, hjálpræðishernum. Þegar ég er þar inni að gramsa koma inn tveir karlar og ein kona. Ég held að ég móðgi ekki neinn með að segja að þau voru alveg greinilega rónar. Útgangurinn á þeim var alveg skelfilegur og ekki var lyktin skárri. Þetta ólánsama fólk fór til kvennanna sem vinna í búðinni og það var greinilegt að þau höfðu komið þarna áður því þær virtust þekkja þau vel. Ég komst ekki hjá því að fylgjast með því sem þeim fór á milli. Rónarnir sögðu farir sínar ósléttar, þeim hafði verið hent út úr sínu eigin heimili og gengið í skorkk á þeim og ég veit ekki hvað.....ég veit ekki hvort þetta var allt alveg satt eða aðeins fært í stílinn en vissulega voru þau með einvherja áverka hvernig sem það gerðist. En allaveg þá sárvantaði öðrum manninum buxur og hinum sokka, því þeir voru allir blautir og skítugir og komust ekki heim til að skipta um föt og hvort það væri nokkuð möguleiki að þær lánuðu þeim fyrir þessu. Það var nú ekki vandamálið! Mínar dressuðu sko þrímenningna upp frá toppi til táar. Mér fannst alveg yndilsegt að fylgjast með þessu. Þær komu svo ótrúlega vel fram við rónana. Eins og þær væru starfstúlkur í Sævari Karli að aðstoða ríkasta manninn í borginni að velja sér jakkaföt. Og þeir urðu svo ofboslega þakklátir og glaðir, og kysstu þær og föðmuðu. Lofðuð svo að þeir skyldu borga þetta seinna ;)

Já þetta gladdi sko mitt litla hjarta.



Annað sem gladdi mig. Ég þurfti aldrei þessu vant að fara á bókasafnið. Bara rétt að hlaupa inn til að ná í eina bók(+skoða tískublöðin+uppskriftabækurnar+nýjustu bækurnar...). Ég var í þann veginn að fara að brjóta í bága við ögin og ætlaði ekki að borga í stöðumælinn heldur freysta þess að ég yrði fljótari tilbaka í bílinn en næsti stöðmælavörður sem var hvergi í augýn (og spara þannig ca 50 kall). En þá staðnæmdist bíll fyrir framan mig og rúðan skrúfuð niður. Þá er það þessi líka yndælis kona sem spyr hvort ég vilji fá miðann hennar, hún sé að fara en miðinn renni ekki út fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Já þetta kalla ég elskulegheit. Hún forðaði mér frá því að brjóta lög, sparaði mér pening og svo varð ég svo dæmalaust glöð yfir því hvað lánið lék við mig þarna.






Ég keypti mér bók í gær


Jébbs...ekki nema tveir mánuðir í jól svo ekki seinna vænna en fara að huga að föndri, jólakortagerð og auðvitað bakstrinum.......nei kannski ekki alveg, jólin ekki alveg það sem ég ætti að vera að hugsa um núna. Enda er ég að spara mér bókina, er nebblega ekki búin að skoða hana ennþá! Hún liggur bara hérna á borðinu fyrir framan mig og bíður þess að rétti tíminn renni upp. Já ég ætla sko að velja góðan tíma til að glugga í þessa elsku. Kósýheit inni í hlýunni með kaffibolla við kertaljós. Þá mun jólaandinn hellast yfir mig. Mikið verður það ljúft ;)

En þangað til ætti ég kannsi að huga að því að glugga í námsbækurnar, eins spennandi og það hljómar :/ Það er samt eiginelga allt of fallegur dagur til að sóa honum í lærdóm. Svona daga á maður bara að vera á röltinu niðrí bæ!!

Minni svo alla á að á morgun eigum við leik á móti Snæfelli í DHL- höllinni. Enginn ætti að missa af því :) Sé ykkur þar !

Gróa

Thursday, October 21, 2010

Vaxjö

Smá fréttir af mér hérna í Vaxjö

Við Gummi komum í gær, ferðalagið gekk eins og í sögu, já kannski fyrir utan lítinn krakka í flugvélinni sem var ekki sáttur við lífið og hélt uppá flugtakið með því að öskra mjög hátt. (Öskrin í krakkanum í blokkinni hljóma örugglega eins og ljúf sinfonía eftir þetta) En ég lét öskrin ekki á mig fá og svaf í sirka tvo tíma og að sjálfsögðu með opinn munninn. Þarf eitthvað að skoða þennan svefnstíl :P

Lestin til Vaxjö gekk mjög vel og nýttum við Gummi tímann til þess að spila. Við tókum örugglega rúmlega 15 skítakalla og ég vann hvern einn og einasta, þannig að enn sem komið er hefur Gummi ekki unnið einn skítakall. En við skulum ekkert vera að fara yfir úrslitin í öðrum spilum.

Þegar til Vaxjö var komið beið Agne eftir okkur á lestarstöðinni og keyrði okkur upp á hótel og við fengum okkur að borða. Tókum svo fína lyftingaræfingu nokkrum tímum seinna. Agne skoðaði tæknina mína í lyftingununm, tók mig upp á vídeó og svo skoðuðum við það. Hann var mjög ánægður með tæknina mína :) Ég fékk reyndar smá slap in the face þegar hann sagði mér að Karolina Kluft á 105 í clean þegar hún var 67 kíló og í dag er hún 62-64 kíló! Góðan daginn! En nú er ég náttúrulega farin að bera mig saman við eina bestu íþróttakonu sem uppi hefur verið, en það er líka bara allt í lagi. Ég hitti ekki Kluft í gær því henni var skipað að hvíla í gær. Hún kemur á æfingu í dag og þá hitti ég hana vonandi :)

Æfingaaðstæðan hérna er mjög góð. Tartið hnausþykkt og mjúkt og svo er hérna líka innannhúss gervigras fótboltavöllur. Lyftingaklefin er vel sveitalegur og það er gott.

Núna eftir hálftíma er ég að fara á hoppæfingu og svo seinnipartinn fer ég með spretthlaupsþjálfaranum hérna og fleiri íþróttamönnum í "Hill running" sem ku vera einhverskonar brekkusprettir. Það verður áhugavert :)

Þannig að eins og lesendur sjá er þetta frábært og ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri! Ekki skemmir fyrir að hótelið er í aðal-verslunargötu bæjarins þannig að ég ætti að geta dundað mér eitthvað á milli æfinga, svona ef ég verð þreytt á skólabókunum (sem nóta bene liggja ennþá óhreyfðar ofaní tösku)

En jæja, best að koma sér á æfingu
Já og ég gleymi að minnast á það að þegar ég vaknaði í morgun leit ég út um gluggann og þá var snjór yfir öllu! Eins gott að ég tók úlpuna mína með :)

Saturday, October 16, 2010

.......


Í tilefni þess að ég átti yndislega æfingu í morgun langar mig að deila með ykkur myndaseríu sem ég var að finna á netinu. Hún minnir mig á það hvað ég á að vera þakklát fyrir þann líkama sem ég hef og fyrir að fá tækifæri til þess að æfa og keppa. Það er til fullt af fólki sem glímir við erfið veikindi, sjúkdóma og meiðsli sem gera að verkum að þau fá ekki einu sinni að prófa að gera allt það sem ég lít oftast á sem sjálfsagðan hlut!




Verum þakklát fyrir það sem við höfum, við vitum aldrei hvenær fótunum getur verið kippt undan okkur!

Thursday, October 14, 2010

Smá pæling

Það er orðið langt um liðið frá því hér varð vart við lífsmark. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr þá erum við nunnur báðar á lífi og við hesta heilsu (þar að segja hesta sem sloppið hafa veið pestina). Svo öðru verður um að kenna ritleysið en skyndilegu dauðsfalli. Verðum aldrei þessu vant að bregða fyrir okkur almennri leti og önnum. Þessa dagana fæst ég aðallega (fyrir utna allt hitt) við ritgerðarskrif og gott betur en það ljóðaritgerðarskrif. Eins og von er og vísa er ljóð þetta sem mér er gert að skrifa um óskiljanlegt með öllu svo ég mér kemur nokkuð í hug sem vert er að láta frá sér fara á prenti. Ég færi létt með að skirfa 10 blaðsíðna ritgerð um blómkál en um leið og viðlíkingar, stuðlar og allegóría blanda sér í málið er allt stopp. Að öllu bulli og málalenginum sleptum held ég að allt kæmist fyrir á gulum post-it miða. Svo er ég að sanka að mér heimldum fyrir aðra ritgerð um enn skemmtilegra efni, gömlu handritin og hversu miklu er vert að trúa af því sem í þeim stendur. Já þessi blessuðu handrit sem við erum svo stolt af að geta lesið en þegar upp er staðið eru það bara e-r handritafræðingar og aðrir spegúlantar sem geta staulað sig fram úr þessu pári. Ég hef þess vegna verið að sanka að mér flest öllum þeim bókum sem eitthvað hafa um þetta efni að segja og því farið ófáar ferðir á öll helstu bókasöfn borgarinnar síðustu daga. Það væri nú ekki nema gott um það að segja nema að nú er staflinn af uppskriftabókunum sem ég er með í láni orðin ískyggilega hár. Ég hef lítið sem ekkert gluggað í handrita bækurnar en hef lesið hverja uppskriftabók spjaldanna á milli, aftur á bak og áfram.





En aldeilis nóg um það.



Fólk er sífellt að draga annað fólk í dilka eins og lömb á haustin. Hvað meina ég ? Jú við setjum annað fólk og okkur sjálf í einvherja flokka. Þessi er hommi, hinn er kommi, hún er rauðsokka og þessir hættulegu þarna í hettupeysunum eru unglingar. Einhvertíman endur fyrir löngu lærði ég um einvherja sovna hópa í félagsfræði og hvernig þeir væru tilkomnir en það var ekki merkilegra en það að ég muni það núna. En þessi mishepnaði inngangur átti að leiða til hóps fullorðinna. Það hefur nebblega lengi brunnið á mér sú spurning hvort ég sé virkilega orðin fullorðin. Ég soldið erfitt með að skilgreina sjáfa mig. Ég er komin á þrítugsaldurinn svo ég get varla verið unglingur lengur en samt verð ég alltaf jafn hneyksluð þegar e-r kallar mig konu !! Ég spurði vísindavefinn að þessu um daginn. Hann hefur nú svar við flestu en hefur þó ekki getað svarað þessari spurningu. Wikipedia gefur þessa skilgreiningu en ég er nú samt engu nær.



Fær t.d. fullorðið fólk heimþrá. Nú er langt síðan ég fluttist að heiman (þó ég búi náttúrulega alltaf heima í sveit þó það líði margir mánuðir milli þess að ég komi þangað) en oft verð ég alveg þjökuð af heimþrá og þrái ekkert heitara en að komast heim til mömmu minnar, já ég er alveg svakalega mikil mömmustelpa, meiga fullorðnir það ?? (stína þú þarft ekki að koma með einvherja sögu af mér þegar ég öskraði og grenjaði næstum frá mér líftóruna þegar mamma svo lítið sem fór á klóið) . Já þett er ansi flókið mál og erfitt að skilgreina þetta hugtak. Er maður fullorðinn eftir 18 ára ? Nei andskotinn....Eða þegar maður eignast börn ? Margir eingast engin börn,verða þeir þá aldrei fullorðnir. Þá held ég að ég láti barneignir eiga sig. Ef einvher býr svo vel að hafa svarið við þessu þá væri það vel þegið, þá get ég farið að hugsa um e-ð annað.

Reyndar kallaði mig heldri maðu unga fallega stúlku um daginn, get alveg sætt mig við þá skilgreiningu ;)



En það þarf nú samt ekki að vera leiðinlegt að eldast, allavega finnst þessum herramanni það ekki







Læt þetta duga í bili

Gróa

Wednesday, October 6, 2010

Hrós

Það mætti halda að þetta blogg okkar systra væri orðið einhverskonar sjálfshjálpar-blogg. Í síðustu færslu reyndi Gróa að kenna ykkur að njóta lífsins. Það getur hjálpað svo mikið ef maður reynir að koma auga á það sem er skemmtilegt en er ekki sífellt að pirra sig eða svekkja sig á öllu því leiðinlega sem við þurfum að gera. Þannig að Gróa fær klárlega prik fyrir síðustu færslu.

En nú ætla ég að tala um hrós. Ég hef oft reynt að taka mig á í því að hrósa fólki, og kannski ekki síst fólki sem ég þekki lítið eða ekkert. En ég hef líka rekið mig á að það að hrósa einhverjum er bara miklu erfiðara en að segja það, eða réttara sagt, maður gelymir því alltof oft. T.d. þegar maður sér konu í gasalega smekklegri kápu og maður hugsar inni í sér "Vá hvað þetta er einstaklega klæðileg flík" en afhverju hugsar maður það bara inní sér? Er ekki miklu betra að segja það bara upphátt við þessa smekkskonu. Hver veit nema að konan hafi verið nýbúin að kaupa sér kápuna án þess að hafa efni á því og ef til vill með samviskubit yfir því, en með hrósinu myndi þetta samviskubit klárlega hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég þekki það mjög vel af eigin raun hvað eitt lítið hrós getur gert mikið fyrir mann. Í morgun t.d. var ég að taka erfiða hlaupaæfingu. Eftir einn sprettin skakklappast ég hokin til baka þegar ein kona sem gekk framhjá stoppaði og sagði "Þú ert alveg frábær!" og svo hélt hún bara áfram að labba, ekki flókið fyrir hana. En þetta hrós gerði hinsvegar gæfumunin fyrir mig, ég rétti úr bakinu og mér fannst ég alveg frábær. Ég var full sjálfstrausts, fílaði mig ótrúlega vel og æfingin gekk eins og í sögu. Ég var svo heppin að þetta var snemma dags og því fyldi þessi gleðitilfinning mér allan daginn og dagurinn var fyrir vikið alveg frábær :)

Í gær var ég líka í heitapottinum og er að spjalla við gott fólk um íþróttirnar og fleira. Seinna þegar ég er farin í annan pott kemur ein konan úr pottinum til mín og vill fá að biðja mér blessunnar, að ég megi ná þangað sem ég ætli mér og að guð muni vernda mig á leiðinni. Svolítið sérstök upplifun en ég kunni virkilega vel að meta hana. Svo óskaði hún mér góðs gengis og gekk á braut. Yndisleg kona sem að kann að gefa af sér.


Það er nefnilega þetta með að gefa af sér! Þeim mun meira sem við gefum af okkur, þeim mun meira "feedback" fáum við. Bara það að brosa til náungans og reyna að gefa frá sér jákvæða orku gerir að verkum að smám saman fáum við sífellt fleiri bros til baka og í kringum okkur verður ekkert nema jákvæðni og gott andrúmsloft.
Náungakærleikurinn er svo mikilvægur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki ein í heiminum heldur snýst lífið að miklu leiti um samskipti okkar og samvinnu við annað fólk. Ef við berum umhyggju fyrir náunganum þá fáum við það til baka. Um daginn sat ég á kaffihúsi þegar ég tek eftir því að konan á næsta borði stekkur upp og hleypur út á götu. Hún stoppar hjá blindri konu sem er greinilega villt. Hún spjallar við hana, hjálpar henni yfir götuna og vísar henni veginn. Svo kemur hún bara aftur inn og heldur áfram að drekka kaffið sitt. Með þessu hjálpaði hún ekki bara gömlu konunni heldur leið henni sjálfri örugglega betur fyrir vikið og það sem meira er, mér leið miklu betur við að sjá hversu umhyggjusöm og góð kona þetta var, að það eru til hversdagshetjur út um allt! Tökum þær okkur til fyrirmyndar.


Þannig að ef þú hefur færi á að hrósa eða hjálpa einhverjum, gerðu það þá! Hver veit nema að þú bjargir deginum fyrir viðkomandi. Allavegana skaltu byrja á því að brosa, það er svo miklu skemmtilegra :)


Thursday, September 30, 2010

Það er svo skemmtilegt...

að fara í kolaportið
að elda og borða góðan mat
að vera hrósað
að hrósa og sjá að það gleður!
að spila körfubolta
að vera Íslandsmeistari
að ná markimiði sínu eftir að hafa lagt virkilega hart að sér
að komast heim í sveit eftir að hafa verið of lengi í borgarsvallinu
þegar ég skipti um útvarpsstöð og þá byrjar akkúrat uppáhalds lagið mitt
þegar við nunnunar fíflumst eins og vitleysingar og hlægjum þangað til það líður næstum yfir okkur
þegar ég hef verið að þræta við e-n og kemst svo að því að ég hafði rétt fyrir mér ;)
að setja niður risa þrist á ögurstundu í leik (ætti nú kannski að gera það oftar)
að heimskækja Sibbu og Stínu
þegar Sibba og Stína eru á landinu og öll fjölskyldan er saman
að kaupa nýjan kjól
þegar íbúðin er hrein og fín


Ég gæti haldið svona áfram í allan dag. Stundum þarf maður bara aðeins að minna sig á af hverju það er svo ótrúlega gaman að vera til :)

Njótið dagsins
Gógó :)


Og munið að brosa......






Monday, September 27, 2010

Spurt og svarað

Mörgum finnst nunnurnar æði líkar, sumir meira að segja hafa ekki áttað sig á því að þær eru tvær (t.d. nágrannanir sem halda ítrekað áfram að óska Gróu til hamingju með glæstan árangur og þeir meina ekki á körfuboltavellinum og spyrja út í meiðslin sem engin eru, nema þá kannski geðræn). Sjái maður aðra nunnuna þá er mjög líklegt að hin sé ekki langt undan. En hversu líkar eru þær í raun og veru og hversu vel þekkja þær hvor aðra ?? Nunnunar lögðu nokkrar spurningar fyrir hvor aðra til að komast til botns í þessu.

Helga um Gróu

Hvað er leiðinlegast að gera ?

Henni finnst leiðinlegast af öllu að fást við eitthvað svona tæknilegt dót. Eins og t.d. bara að setja DVD disk í DVD spilarann eða setja eitthvað í samband. Henni finnst líka leiðinlegt að keyra, finnst miklu betra að láta mig keyra og vera á sama tíma í bráðri lífshættu :P

Rétt svar: Erfitt að gera upp á milli þess að reyna að lesa lyriske strukturer og koma lambfénu fyrir í fjárhúsunum í sauðburðinum

Hver er fyndnastur ?

Henni finnst Helga Braga vera fyndnust.

Rétt svar: Ármann Jakobsson. Hver hefði getað hugsað sér að miðaldarbókmenntaáfangi gæti verið svona skemmtilegur.

Til hvers lítur hún mest upp til ?

Ahhh... þessi er svolítið erfið. Gæti giskað á Larry Bird eða Jordan en ég held ég giski samt frekar bara á Marion Jones eða Vala Flosa. Svo gæti það líka bara verið Helena Sverris eða eitthvað. Gróa er ekkert mikið fyrir það að flagga því hverra hún lítur upp til.

Rétt svar : Mömmu og pabba því þau eru alveg ótrúlegir dugnaðarforkar

Uppáhalds bíómyndin ?

Guðrún er mjög léleg þegar kemur að öllu svona bíómynda dæmi því hún hefur eignlega ekki þolinmæði í að hofa á heila mynd. En ég giska samt á Gladiator eða Wimbledon.

Rétt svar: úfff...soldið erfitt, ekki mikil bíómyndamanneskja. Jú Wimbledon er í sérstöku uppáhaldi, sá líka Submarino í gær og hún var ótrúelga góð enda klippti Andri hana ;)

Draumurinn ?

Að komast í Woman NBA. Eftir ferilinn flyst hún svo aftur heim til Íslands og kaupir sér lítið rautt tréhús í miðbænum sem hún fær að innrétta alveg sjálf. Svo byrjar hún með matreiðsluþátt og gefur út fullt af matreiðslubókum og heldur úti matreiðslusíðum og gerir ekki annað en að vesenast í mat.

Rétt svar: Að verða atvinnumanneskja í körfubolta. Hverjum dreymir svo ekki um að vinna vænan lottóvinning og eyða honum aðallega í föt....og mat :)

Hvað í þínu fari helduru að fari mest í taugarnar á Helgu?

Hvað ég tuða ótrúlega mikið um ruslið og draslið í íbúðinni.

Rétt svar: Það fer eiginlega mest í taugarnar á mér að þegar hún fer í sturtu þá skrúfar hún aldrei almennilega fyrir þannig að það dropar alltaf og skvettist fram á gólf. Það fer samt líka í taugarnar á mér hvað hún drekkur mikið kaffi. Núna þegar ég berst við koffín fíkilinn í mér hikar hún ekki við að hlamma sér við hliðin á mér með súkkulaði og möndlukaffi. Ekki mjög vinsælt


Gróa um Helgu

Hvað er leiðinlegast að gera:

Það hlýtur að vera taka til. Engin önnur ástæða gæti verið fyrir því hvað hún gerir það sjaldan.

Rétt svar: Mér finnst fátt leiðinlegra en að þrífa rak í norðan beljanda heima í Hrútó. Mér finnst heldur alls ekki gaman að taka til í eldhúsinu, en ég geri það hvort eð er svo sjaldan að það er ágætis tilbreyting þegar ég tek mig til og geri það :P

Hver er fyndnastur?

Pétur Jóhann Sigfússon, held að hann þurfi varla að opna munninn til að hún spryngi úr hlátri

Rétt svar: Mér finnst Pétur Jóhann Sigfússon vera fyndnastur. Verð reyndar líka að nefna Sigurjón Stóra frænda minn, mér finnst hann alltaf vangefið fyndinn.

Til hvers horfir hún mest upp til ?

Það hlýtr að vera Karolina Kluft og kannski mömmu og pabba líka

Rétt svar: Íþróttalega séð er það Ólafur Stefánsson, það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana, nema þá kannski Karolina Kluft. En ég hef samt alltaf og mun örugglega alltaf líta mest upp til systkina minna.

Uppáhalds Bíómynd ?

Love and basketball hæfileg blanda af íþróttum og ást :P

Rétt svar: Moulin Rouge trónir á toppnum, ást og drama

Draumurinn ?

Að verða ólympíumeistari í sjöþraut

Rétt svar: Að verða ólympíumeistari í sjöþraut. Standa á efsta palli, fá gull um hálsinn, hlusta á þjóðsönginn, tárast og fá gæsahúð. Getur ekkert toppað þetta


Hvað í þínu fari helduru að fari mest í taugarnar á Gógó?

Það hvað ég er gleymin. Hún biður mig um að taka úr þvottavélinni og nokkrum sekúndum síðar er ég búin að steingleyma því. Henni finnst líka pirrandi að ég skil alltaf nýjar og nýjar töskur eftir á ganginum og hvað ég svara spurningum hennar stundum seint.

Rétt svar: Hvernig hún stundum blokkerar sig frá öllu utanaðkomandi, sérstaklega þegar hún er í tölvunni, svo það er ekki nokkur leið að ná sambandi við hana. Hálftíma eftir að ég spyr hana að einhverju þá kemur "ha ???" Og hvað hún er ótrúlega gleymin, síðan hvenær var "ég gleymdi því" afsökun fyrir að gera ekki hlutina ???

Eru þær nokkuð svo líkar ??? Nei ekki svo. Og þær vita sama sem ekkert hvor um aðra, um hvað eru þær eiginlega að tala allan tímann sem þær hanga saman ?

Thursday, September 23, 2010

Keðjuverkun

Ég ætla að byrja þetta blogg (er reynda nú þegar byrjuð en þetta telst ekki með) á að slá fram fullyrðingu með þeim hætti sem var verið að enda við að brýna fyrir okkur íslenskunemunum að ætti alls ekki að gera, já svona er háskólanámið að gera gott mót. Er reyndar komin á þá skoðun að nám sé svo görsmamlega ofmetið að ég er bara að hugsa um að hætta. Mikill meiri hluti af allri vitleysunni sem verið er að troða inn hausinn á okkar lekur jafnharðan út. Svo þetta er ekki til annars en útvega blessuðum kennurunum vinnu. Ég er reyndar ekki viss um að þeim finnist öllum launin ná að bæta upp þær raunir sem þeir þurfa að ganga í gegnum við að reyna fá heildauð nemendurna til líta upp frá facebook og bjóða góðan daginn. En nú er ég komin langt af leið, þaðan sem þessi litli inngnagur átti að leiða mig.

Fólk (já þetta er sem sagt alveg bannað, hvað fólk ? Kínverjar, skúringakonur, dópistar?? ) og þar á meðal ég er oft að bísnast yfir því þegar fjölmiðlar, alþingismenn, tannlæknirinn, Palli á verkstæðinu og bara hver sem er tönglast stanslaust á svona "tískuorðum" einhver orð eða orðasambönd sem henta svona líka vel í uræðunni um ekki neitt og eru því brúkuð í skít. Má nefna t.d. milliliðir, keðjuverkun, skjaldborg heimilanna og fleiri sem ég man ekki núna. Sum þessara orða skil ég ekki einu sinni, ég er ábyggilega ekki ein um að finnast það sem verið er að japla stöðugt á ekki koma mér við. En svo komst ég að því að þessi orð eru ekki bara orðin ein. Hér kem ég með lítið dæmi

Keðjuverkun í Hvassaeleiti

Þegar ég ákvað að nú væri mál að setast á skólabekk fannst mér það alveg ótækt að ég sæti við gamla skrifborðið hennar mömmu sem farið var að líkjast dalmatíuhundi. En þar sem nám og peningaleysi eru tvö órjúfanleg hugtök þá ætlaði ég að gerast hagsýn og fara með borðið niðrí bílskúr og lappa bara upp á það sjálf. Til að gera langa sögu stutta þá er borðið þar enn. Svo nálguðust fyrstu háskólaprófin og ég var ekki með neitt skrifborð. Ég sá það í hendi mér að þetta gæti ekki þýtt neitt annað en fall svo ég fór með móður minni í IKEA og festi kaup á þessu fína skrifborði. En frá því að ég afrekaði að setja borðið upp þá hef ég varla séð það. Ástæðan, jú það henntar svo vel undir öll fötin sem annars lægju á gólfinu og ég fengi bara í bakið að bogra yfir hrúgunni þegar ég væri að leita að eitthverju.



Það hljóta allir að sjá að ég læri nú ekki mikið við þetta borð. Því hefur stofuborðið orðið fyrir valinu og það lítur svona út




Huggulegt ekki satt. Svo er ég þannig að ég get ómögulega bara setið og borðað matinn minn og ekki gert neitt annað í leiðinni. Svo þegar ég er búin að lesa öll blöð, næringarinnihladstöflur, auglýsingar og annað prentað mál sem finnst inni í ehldhúsi og útvarpið gubbar einhverjum leiðindum þá færi ég mig stundum inn í stofu ef ske kynni að sjónvarpið sýndi óvenju skemmtilegar auglýsingar. En þar sem stofuborðið er upptekið þá sest ég á gólfið og set diskinn á sófaborðið, það er nebblega alveg ómögulegt að sitja í sófanum og bogra yfir lágu borðinu......


svona gæti ég haldið áfram lengi en það er margt sem ég ætlaði að koma í verk í dag svo ég læt staðar numið núna. Kem kannski með fleiri útskýringar á svona hávísindalegum hugtökum svo allir ættu að skilja

Njótið helgarinnar
Gógó :)

Monday, September 20, 2010

Skemmtilegt haust

Það er ekki um að villast, það er komið haust og gott betur en það, ef dagatalið lýgur ekki að mér þá er kominn 21. september! Mörgum finnst haustið ekki skemmtilegt, það fer að dimma, rignir út í eitt og allt verður niðurnjörfað eftir frelsi sumarsins. En okkur nunnunum þykir haustið skemmtilegur tími. Haustið er upphaf einvhers nýs og skemmtilegs. Ef það er einvher sem hatar haustið sem enn nennir að lesa þá viljum við gefa þeim nokkur góð ráð til að gera haustið skemmtilegt.

Í haust mæla nunnunar með :



Réttir
Ekkert lifandi mannsbarn ætti að láta réttir fram hjá sér fara (nema þau hafa fyrir því mjög góðar og gildar ástæður auðvitað, sem sagt sibba :P)Hver hefur ekki gaman af því að henda sér út í hasarinn í almenningnum velja sér stærsta lambrhútinn og taka á öllu sínu til að koma honum í réttan dilk. Það jafnast bara ekkert á við réttastemninguna eða hvað þá réttaballið :)



Rólegaheit
Loksins verður aftur leyfilegt að slaka aðeins á eftir ofvirkni sumarins. Þá er tilvalið að taka sér handavinnu í hönd. Hella upp á kaffi og maula á hnetum og þurkuðum ávöxtum. Það er mjög róandi og um leið mjög góð æfing fyrir þolinmæðina þegar þarf að rekja upp ;)



Fótabaðið á fjörunni á Seltjarnarnesi
Í fjöruborðinu á nesinu er ótrúlega skemmtilegt ylvolgt fótabað. Hvort sem maður vill vera einn með sjálfum sér, fylgjast með fuglunum og hlusta á sjáfarniðinn og jafnvel yrkja ljóð eða eyða kvöldstund með ástinni sinni, besta vin/vinkonu, mömmu eða pabba þá verður enginn svikinna af fótabaðinu.Ekki skemmir fyrir að hafa með heitann sopa í hitabrúsa. Svo er líka gaman að dýfa tánum í sjóinn.




Kalt bað
Ef einvherjum dugir ekki að dýfa tánum í sjóinn þá er bara að skella sér í sundfötin og fara alla leið. Skotheld leið fyrir þá sem eru nú þegar helteknir af skólasljófleika og vilja aðeins hirsta upp í heilabúinu. Síðastur út í er hrútspungur :P



Nýtt lambakjöt
Haustið er tími lambakjötsins í allri sinni dýrð. Nýtt lambakjöt, slátur, svið....getur dimmu í dagsljós breytt ;)

Jæja nú ætti engum að leiðast í haust