Thursday, November 18, 2010

Jólagjafalistinn


Í tilefni þess að ég er nýbúin að eiga afmæli og það eru einungis mánuður og sex dagar í jólin hef ég ákveðið að gera jólagjafalistann minn opinberan, ekki seinna vænna. Ég hef ákveðið að vera ákaflega hógvær í ár, enda kreppa!



Góðar hárteygjur. Þær þurfa helst að vera gæddar þeim eiginleikum að slitna aldrei, festast aldrei í flóknu hári eða týnast.



Moleskine! Helst í öllum litum, gerðum og stærðum. Mig hefur lengi dreymt um að vera skipulagsfrík með litla svarta bók í veskinu þar sem ég skrifa alltaf hjá mér hvar ég á að vera mætt og klukkan hvað. Þannig kemst ég kannski hjá því að gleyma tímanum hjá Kötu kýró....





Hrikalega öflugur hárblásari. Svo öflugur að ég á erfitt með að halda hausnum á sínum stað. Þannig ætti hárið á mér að vera orðið þurrt á um það bil einni mínútu :)


Klósettseta. Ég braut klósettsetuna hérna í Hvassaleiti fyrr á árinu og ótrúlegt en satt er hún ennþá brotin. Þó mig langi ekki beint að fá klósettsetu uppúr pakkanum þá veit ég að það myndi gleðja Gógó afskaplega mikið ef ný seta liti dagsins ljós, í mínum jólapakka! Ekki væri verra ef að klósettsetan myndi lokast af sjálfu sér, svona af því að Sigurjón gleymir sér "örsjaldan".

Louis Vuitton taska! Í parís var ALLT út í Louis Vuitton og ég smitaðist alveg. Svo smart!


Fataherbergi! Upp á síðkastið hef ég kannski farið oggolítið framúr sjálfri mér í fatakaupum, en því miður vex fataskápurinn ekki með fatahrúgunni. Minn er löngu sprunginn og mig dreymir um fataherbergi (já og helst ambátt sem brýtur allt saman og heldur því fínu :P )



Gamlan Austin mini, helst með blægju.

Mikið vona ég að jólasveinnin bænheyri mig :D
















Monday, November 15, 2010

Afmælisnunna

Þar sem ég nennti ekki að setja kort á pakkann hennar helgu í dag þá verður það rafrænt þetta árið. Hún Helga mín yrði nú líka illa svikin fengi hún ekki sitt afmælisblogg.



Eins og allir þeir sem lagt hafa leið sína inn á facebook í dag vita þá á hún Helga litla afmæli í dag. Er orðin 17 ára stelpan, hvað þessi kríli stækka hratt !



Helga hefur verið í góðu skapi alveg frá því hún fæddist, utan nokkra daga þegar hún fékk ekki nóg að borða, þá var hún stúrin. Hún er alveg ofboðslega duglega í öllu öðru en því sem viðkemur heimilisstörfunum...en það er nú ekki hægt að gera allt ;)


Til hamingju með afmæli krúsí rús og þó ég sé dóttir pabba okkar þá veit ég alveg að þú ert orðin 19 ára :P

Friday, November 5, 2010

Föstudagsblogg

Að hlaupa brekkuspretti og taka svo framstig upp brekkuna beint á eftir er góð skemmtun....en það er ekki alveg jafn skemmtilegt að standa upp úr rúminu morguninn eftir :P

Eins og Gógó vömb (reyndar er þetta nickname algjörlega búið að missa marks því stelpan er orðin svo grönn og spengileg) kom inná hérna að neðan þá er ég komin heim eftir þónokkur ferðalög. Það var hressandi að koma í skólann á þriðjudaginn eftir næstum tveggja vikna fjarveru og fá að vita af tveim prófum, skýrsluskilum, ritgerð og skilaverkefnum. Þannig að síðan ég kom heim hef ég ekki gert neitt annað en að æfa og læra (ekki það að ég geri eitthvað mikið meira en það svona dagsdaglega). Ég er ekki einu sinni búin að taka uppúr töskunni síðan í París og ef ekki væri fyrir ambáttinni á heimilinu sem sér um að þvo þvott og elda matinn væri ég örugglega dáin úr hungri og gengi bara í skítugum nærbuxum. En núna er ég búin í báðum prófunum og get ómögulega komið mér til þess að fara að læra strax aftur. Gógó ætlar líka að sækja mig í skólann eftir nokkrar mínútur og við ætlum að fara og fá okkur eitthvað meinholt og gott að borða. Okkur finnst ekkert skemmtilegra en prófa nýja staði í hádeginu á föstudögum (samt endum við alltaf á sömu stöðunum) en að mínu mati er náttúrulega Maður lifandi langbesti staðurinn ;)

Ég ætla nú ekki að koma með einhverja nákvæma ferðasögu af ferðalögunum mínum enda duga tvö orð til að lýsa báðum ferðunum = ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT!

París er ótrúlega lífleg og skemmtileg borg og við erum ekkert að grínast með það hvað second-hand búðirnar þar eru góðar! Ég held án gríns að sú tilfinning sem komist næst því að ná einhverju markmiði, sigra keppni eða bæta sig er þegar maður gerir einhver fáranlega hagstæð og góð kaup á einhverju sem maður er ýkt ánægður með og elskar að klæðast!
Svo fórum við upp í Eiffel-turnin, þar uppi var rok. Sigldum um Signu, skoðuðum Notre Dam og ég fékk að fara í pílagrímsferð að Moulin Rouge. Svo leigðum við okkur hjól og keyrðum líka um í fína bílnum hans Francks. Umferðin í París er náttúrulega bara rugl! Hverjum hefði dottið í hug að búa til risastórt hringtorg en ekki hafa neitt system á því hvernig á að keyra inn á það eða út úr því!

Ég var svolítið hrædd um að ég myndi missa dampinn eftir að ég kæmi heim aftur en það hefur aldeilis ekki verið raunin. Ég vakna brosandi og fer að sofa brosandi, lífið er bara svo gott ef við gefum okkur tíma til þess að sjá fegurðina í því og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.

Gæti ekki endað þettta blogg betur :P

Thursday, November 4, 2010

Ofurstutt

Mjög svo stutt stöðuuppfærsla aðallega ætluð til þess að fresta lærdómnum um nokkrar mínútur. Við nunnunar erum báðar á lífi, með alla útlimi, tær og fingur og hausinn staðsettan á hálsinum sirkabát mitt á milli axlanna sem verður að teljast nokkuð gott hjá manneskjum sem eru komnar með VIP aðgang á slysó. Ég (GG) hafði reyndar nokkrar áhyggjur af því áðan að ég þyrfti að leggja leið mína þangað þar sem Helga fór að taka brekkuspretti/hopp í hálkunni, það væri ekki í fyrsta skipti sem henni yrði fótaskortur á hálum ísnum. Mér var því nokkuð létt þegar hún kom heim að því er virðist heil heilsu.

En hvað um það. Allt gengur sinn vanagang. Helga er aldrei þessu vant á landinu. Hún er nú í stífri sálfræðimeðferð vegna kaupæðis sem heltekur hana þegar hún fer útfyrir landssteinana. Svo kvartar hún bara yfir því að fataskápurinn hennar sé glataður, æli bara út úr sér fötunum. Það er ekki nóg með að hún sé haldin utanlandskaupæði (mjög slæmt þar sem hún fer til útlanda ca 10 sinnum á ári) heldur hefur hún einnig erft EKKI HENDA EÐA LÁTA FRÁ MÉR Í NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM genið frá pabba. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað leinist í skápnum hjá henni, gul blómaskirta sem hún keypti í kolaportinu en var (sem betur fer segi ég) 4 nr of lítil og hippaleg magapeysa keypt í spútnik daginn áður en Helga byrjaði í MH, keypt til þess að hún fittaði nú alveg örugglega í hippafílingin þar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Af mér er annars engar sérstakar fréttir. Æfingar, skóli, eldamennska og át í nokkuð jöfnum hlutföllum. Hef samt á tilfinningunni að það sé eitthvað verulega spennandi í aðsigi. Október, næstleiðinlegasti mánuður ársins, búinn svo línuritið getur ekki annað en tekið beina stefnu uppávið! (nema að ég snúið því kannski öfugt).

Jæja jæja....nú verð ég að fara að æla, nei ég meina læra. Ekki gerir það neinn fyrir mig, en kannski ég prufi samt að auglýsa eftir einvherjum. Frítt fæði og húsnæði í boði ;) Þá get ég sinnt mikilvægari málefnum á meðan, æfa meira, elda meira og borða meira. Hljómar ekki sem verst. Ég er í símaskránni ef svo heppilega vill til að einvher áhugasamur dettur hér inn á síðuna.

Adios
Gróa