Thursday, May 27, 2010

Frá geðdeildinni

Vil bara aðeins láta heyra frá mér. Er enn hér á mörkum hins byggilega heims þar sem norðangarrinn vinnur ötullega að því að má út það litla líf sem hér þrífst. Inn á milli birtist sólarglæta og vekur von í brjóstum manna en eins og hendi væri veifað er hún hrifsuð í burtu og send til fyrirheitna landsins fyrir sunnan holtavörðuheiðina. Nei....svo slæmt er þetta nú kannski ekki en djöfull getur samt orðið kalt hérna þó það eigi að heita að vorið sé á blússandi siglingu og sumarið í nánd. Lítið tillit tekið til þess hér. Ég var ötul við skrifin hérn fyrr í sauðbruðinum en hefur heldur dregið úr þegar á hann hefur liðið. Úr því má lesa um gang sauðburðarins og hvernig hann legst á undirritaða. Í fyrstu er hann sem leikur einn, vorboði og lömbin vekja hjá manni gleði og von um betri tíð með blóm í haga eins og ungdómurinn gerir títt. En svo verða þau fleiri og fleiri og ennþá fleiri og fleiri en flestir geta ímyndað sér. Og ekki skánar veðrið og versnar ef eitthvað er. Brúnin tekur að þyngjast, bakið að bogna og fæturnar dregnar eftir jörðinni. En svo loksins.....eftir eins og eitt, tvö æðisköst, margar háðar þrjóskukeppnir við ærnarog margar vökunæturnar sér fyrri endan á þessu. Þá réttir fólk aftur úr bakinu, fer aftur dásemdar orðum um sauðkindina, knúsa ltilu lömbin og aftur taka bloggin að birtast hér. Fátt vekur hjám heimilisfólkinu jafn miklu lukku eins og þegar eitt og eitt ónýtt skúmaskot kemur í ljós í húsunum og ekki þarf lengur að koma blessuðum nýbökuðum mæðrunum fyrir til bráðabirgða út í horni heldur hægt að fara með þær beinustu leið í svítuna.

Já svona hefur þetta nú gengið, meðan á því stendur alveg bölvanlega en það er nú fljótt að gleymast. Það myndi náttúrulega enginn heilvita maður standa í þessu ef ekki væri fyrir það hvað lambakjötið er ofboðslega gott á bragðið ;)

Læt þetta duga í bili og ef guð lofar þá verð ég farin að skrifa um eitthvað annað en sauðburin von bráðar ;)
Bið ykkur vel að lifa
Gógó

Monday, May 17, 2010

Af fæðingardeildinni

Helga: "Ooo...sjá hvað þessi lömb eru miklar rúsínur...ég gæti bara étið þau"
Sibba: "Mmm...við fáum að éta þau í haust"

Já ég skil, það er semsagt mjög misjafnt hvað heldur fólki gangandi í þessum sauðburði....






Þá er ég komin í dauðburðinn, nei ég meina nú sem betur fer sauðburðinn því flest lömbin fæðast nú með einhverja rænu, en mismikla þó. Enn sem komið er gengur allt ágætlega, enda er Sibba komin alla leið frá Danaveldi og þá getur nú bara ekkert farið úrskeiðis. Dagurinn í gær og í dag voru með allra rólegasta móti og því nýtti ég tímann og tók nokkrar misgóðar myndir af misgáfulegum viðfangsefnum.

Ætli ég byrji ekki bara á henni Sibbu minni, enda væri sauðburðurinn bara ekki samur án hennar.

Sibba leggur alltaf línurnar fyrir vortískuna. Í ár er rauði tónninn allsráðandi og vestin virðast ætla að halda velli. Þverröndótt er að riðja sér til rúms og stívélin eru alltaf móðins.


....Og Sibba sýnir vortískuna á tískuvikunni í Mílanó og þessvegna verður hún að æfa göngulagið eftir sýningarpallinum.




Síminn stoppar bara ekki hjá stórstjörnunni og tískufrömuðinum. Þarna er hún að spjalla við stórvinkonu sína hana Ásdísi Rán, enda eiga þær svo afskaplega margt sameiginlegt...eins og sést mjög greinilega á meðfylgjandi myndum



Inn við beinið er hún samt óttalegur lúði blessunin, hérna líkist hún t.d. meira geimveru en mannveru....



Að sjálfsögðu gefur Sibba sér líka tíma til þess að spila jatsí enda fátt jafn brýnt á hásauðburði.



Mamma og Sibba í góðum gír inni á kaffistofu. Ég elska kaffi og ég elska kaffistofuna...og ég er sko ekki ein um það (lesist "pabbi")

Nóg af bulli í bili








Saturday, May 15, 2010

Gervihnattaöld

Já, ég vil nú byrja á því að leiðrétta það sem kom fram í síðasta bloggi hjá Helgu að ég þoli ekki andlega þenkjandi íþrótta blogg. Þvert á móti þá kann ég ákaflega vel að meta þess hátar skrif en mér þykir Helga ætíð og iðulega fara yfir strikið svo þau fara meira að líkjast þriggja klúta raunarsögu sjómannsekkju sem kemur börnum sínum 7 upp til manna á hörkunni og æðruleysinu einu saman. Eða þá að hún keyrir jákvæðnina upp úr öllu hófi svo Pollýönu sjálfri hefði blöskarð. Enda mun hún systir mín seint feta hinn gullna meðalveg í hverju sem hún tekur sér fyrir henur, né í gleði eða sorgum. Ég var meira að segja komin langt með eitt slíkt blogg hér um daginn en enntist ekki nenna til að klára það, hver veit nema ég hafi það af síðar. En þetta var nú bara svolítill útúrdúr. (hvernig ætli maður greini útúrdúr í morfem ??)

Alltaf finnst mér liggja beinast við að skirfa um blessaðan sauðburðinn. Kannski ekki skrítið þar sem hann er yfir og allt um kring. Held að ég væri vel til þess fallinn að skrifa greinflokk um íslensku sauðkindina fyrir brúnaðarblaðið Frey þar sem ég tel mig hafa einstaka innsýn í hugarheim blessaðarar ærinnar. Ég hef nefnilega komist að því að þar er ekki neitt, tómarúmið eitt. Þannig að þegar þær gefa frá sér frekjulegt jarmið þá bergmálr það svo í höfðinu á þeim að þær hræða sjálfa sig og byrja að hlaupa í hringi. Því gremst mér það mjög nú þegar ég heyri einhvern segja að lambakjöt sé dýrt og það lá við að ég hárreitti mig þegar ég hlutasði á einhvern sprenglærðarnn mann tjá sig um að ef bjarga ætti íslands úr þessu hyldýpi kreppunnar þyrfti að skrúfa fyrir styrki til landbúnaðar. Ég myndi glöð vilja sjá þetta fólk taka eins og einn dag í sauðburði og sjá hvort það myndi leggja þetta á sig fyrir þennan pening. Heyri ég Amane ? En þessi inngnagur átti nú að leiða til þess að ég ætlaði að hlífa lesendum við sauðburðar rausi en þar sem ég er orðin svo ofboðslega fljót í pikkinu þá náði hauinn ekki að stöðva fingurnar í tæka tíð.

En aftur að því sem ætlunin var að skrifa um.
Ég fór að hgsa um það í dag hvað við sem erum uppi núna höfum orðið vitni af ótrúlegum breytingum og tækniframförum.Ég tel mig nú ekki vera gamla, allaveg ekki mjög, en samt finnst manni sumt af þeim tæki og tólum sem voru í notkun fyrir ekki meira en kannski 10 árum meira eiga að tilheyra fjarlægri forneskju. Ég man það til dæmis þegar við fórum alltaf í skíðaferðalag til Akureyrar og þá var það aðalmálið hjá okkur stelpunum að taka upp lög á kasettur til að hlusta á vasadiskó á leiðinni. Ég er ekki einu sinni viss um að nærri allir grunnskólakrakkar viti hvað vasadiskó er núna. Svo man ég það líka þegar við fengum internetið. Við Helga kunnum náttúrulega ekkert á það en stundum var sigurjón svo elskulegur að finna einhverjar skemmtilegar myndir handa okkur og prenta út í rosalegum litaprenntara sem Grjóna hlotnaðist ein jólin. Þá héldum við að þvílík gæði yrðu ekki toppuð. Núna er maður sama sem fjölfatlaður ef maður kemst ekki á net eða í síma part úr degi. Já það er satt sum sungið var að tíminn líður hratt á gervihnattaöld.

En talandi um tækninýjungar og fjölfötlun. ipodinn minn er andsetinn. Öll tónlistinn þurkaðist út af houm og ég get ómögulega sett inn á hann aftur. Ég kenni reyndar trylltu tölvunni hennar Helgu um þar sem ósköpin áttu sér stað þegar ég tengdi ipodinn við hana. Svo nú verð ég að hlýða dutlungum útvarpsins og það sem meira er að hær nást aðeins 3 útvarpsstöðvar rás 1 og 2 og svo bylgjan. Svo oft er ekki úr miklu að velja. Þær hafa reyndar allar ýmislegt til síns ágætis. Ég er mikill unnandi rásar 2 og hlust mest á hana. En mér er farið að þykja nóg um umræðu um eltingaleik interpol við Sigurð Einarsson og ég held að ég sé farin að þekkja alla sauðfjárbændur í námunda við Eyjafjallajökul með nafni. Ég verð líka að viðurkenna að oft finnst mér þægilegt að hlusta á gömlu gufuna þegar ég er að þrífa hjá gamla fólkinu enda er KK-sextetinn og Haukur morterns í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er kannski ekki alveg það sem ég er að leita eftir upp í fjárhúsum og hvað þá eftir miðnætti þegar ég þori varla að blikka augunum af hræðslu við að sofna. Ef ske kynni að mig myndi langa til að hlusta á 80' lög þá er bylgjan málið. En mikið vildi ég oft að ég gæti bara skipt um lag. Ef ég væri með play-lista núna þá væri hann einvhernveginn svona:


Fool's day - Blur
Don't tell me that it's over - Amy MacDonald
Go do - Jónsi
Bedrock - Young money
Come on come over - Pétur Ben og Eberg
Paris nights New york morning - Corinne Bailey Rae
Sabali - Amadou og Mariam
Keane - stop for a minute
Message 2010 - coldplay

Já og ýmis fleir en læt þetta duga. Syng þessi lög fyrir sjálfa mig á vaktinni í nótt.
Over and out
Gógó !

Beðið eftir Sibbu













Sibba systir átti að koma um miðjan dag í gær en þetta blessaða eldfjall ætlar bara ekki að hætta að væla og tuða og því var fluginu hennar aflýst. Sem betur fer fékk hún nú annað flug en samt ekki fyrr en í kvöld. Framundan eru því rúmlega 10 tíma bið eftir danka Íslendingnum og ég er ansi hrædd um að þessir 10 tímar verði eitthvað lengi að líða...svei mér þá ef þeir verða ekki bara lengur að líða en þegar maður beið eftir jólunum hérna í gamla daga ( já eða fyrir svona tveim árum eða svo)



Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór í sprautu hjá Örnólfi lækni í gær og er ennþá töluvert eftir mig, álpast um með erfiðsmunum og get ekki keyrt. Sprautan sjálf var nú svolítil upplifun. Hann byrjaði á því að taka blóð úr mér og setti það svo í svona skilvindu sem skildi að blóðplasmann og blóðkornin og sprautaði svo plasmanum aftur í löppina á mér, rétt hjá hásininni. Það fylgdi engin deyfing í kaupæti og þess vegna var þetta alveg ansi vont. Nú er bara að vona að þetta virki sem skildi. Reyndar var batinn búinn að vera mjög mikill síðustu daga og ég tók meira að segja grindahlaupsæfingum í göddum stuttu fyrir sprautuna og það var snilld. En þá lítum við bara svo á að þessi sprauta sé lokahnúturinn á þessum meiðslum, enda getur hún ekki gert neitt verra en það er nú þegar, þ.e. þessi sprauta ertir ekkert í kringum sig



En vissulega þarf ég núna að taka því rólega í nokkra daga á meðan þetta jafnar sig en það er klárlega þess virði. Það er útséð með að ég fer ekki til Götzis og það var svolítið áfall í fyrstu en ég var nú ekkert mjög lengi að jafna mig á því, Götzis er nú einu sinni á hverju einasta ári og ég ætla mér að taka þátt á því í framtíðinni :) HM unglinga er aftur á móti bara einu sinni og því ætlum við að leggja allan metnað í að ná sem bestum árangri þar. Sama hvort ég verð komin í eitthvað form þá eða ekki ætla ég að njóta þess að keppa þar við bestu aðstæður, í nýju landi og fá reynlsu í bankann....Það verður mjög gaman :)

Nú verð ég bara að nýta hvern einasta dag sem best fram að móti, æfa skynsamlega, hvíla meira, borða holt, fara meira í Kolaportið (það er svo hollt fyrir sálina), kaupa mér meira af fötum (svo hollt fyrir áruna) og brosa meira (kinnvöðvarnir þurfa líka að vera í góðri þjálfun sjáið til). Það skiptir nefnilega svo ótrúlega miklu máli að líða vel á öllum sviðum ætli maður sér að ná góðum árangri í íþróttinni.


En hvað um það, ég ætlaði nú ekki að þreyta ykkur mikið með andlegum íþróttapælingum mínum, aðallega vegna þess að Gógó þolir ekki þesslags færslur. Kannski ég ætti bara að nota eina af þessum fjórum bloggsíðum sem ég stofnaði um daginn fyrir andlegar íþróttapælingar :P

En jæja...nú er klukkan alveg að verða hálftólf og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera til kvölds...ég er nú þegar búin að spila bæði packman og tetris og mér til mikillar furðu líka búin að komast að því að tölvuleikir liggja algerlega fyrir utan mitt hæfileikasvið, en þó var ég skömminni skárri í Packman en Tetris.

Svo kemur sólin á svalirnar eftir nokkra klukkutíma, þá gæti ég dröslað hægindastólnum út á svalir og tekið smá lúr...en þá þarf ég náttúrulega líka að drösla stólnum inn aftur og það er klárlega of mikil fyrirhöfn :p Þá gæti ég endurnýjað kynni mín við númera-listverkið sem ég keypti mér stuttu eftir að ég tognaði á hamnum fyrrasumar og þurfti allt í einu að hafa fyrir því að finna mér eitthvað að gera á daginn....Svo gæti ég haldið áfram að lesa æviágip Marion Jones sem ég byrjaði á í gær. Það er alveg sama þó hún hafi verið ótrúlega óheiðarleg, tekið inn stera, blekkt okkur öll og fengið mig til þess að fella tár á sínum tíma, ég mun alltaf bera ótrúlega mikla virðingu fyrir henni og hún verður alltaf Marion Jones! Svo finnst mér líka bara mjög svalt hjá henni að vera búin að taka fram körfuboltaskóna á nýjan Linkhttphttp://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/05/13/marion_jones_komin_i_korfuboltann/:// Sérstaklega finnst mér gott hjá henni að ætla ekki að skríða inn í einhverja skel og láta sig hverfa. Hún verður að sjálfsögðu að lifa með þeim mistökum sem hún gerði og ég efast ekki um að hún sér mjög eftir því sem hún gerði....Allir geta gert mistök, og allir eiga skilið að fá annað tækifæri og reyna fyrir sér á nýjum sviðum.
En núna er semsagt komin skýring á þessum myndum sem bloggið byrjaði á. Auðvitað átti bloggið að vera voðalega fínt og myndirnar inn á milli textabrotanna en ég kann bara ekki rassgat í bala á þetta blogspot kerfi og því verður þetta bara að vera svona...
Jæja, ég ætla að fara að láta tímann líða hraðar...kannski ég fari úr náttfötunum og álpist upp í bakarameistara og kaupi skonsu svo Sibba geti gætt sér á henni þegar hún kemur loksins heim :) Kannski ég kaupi bara meira að segja nokkrar skonsur og færi ambáttinni á Reykjum eina :P
Lifið heil og njótið lífsins - "Focus on the journey, not the destination" :)
















Thursday, May 13, 2010

Prufukeyrsla

Góðan dag og gleðilegan uppstigningardag
Þetta blogg verður nú ekki langt að þessu sinni þar sem ég var í rúmt korter að skrá mig inn í þetta nýja kerfi og svo annað korter að leita að því hvar maður getur skráð nýja færlsu. En nú veit ég allavegana að maður á ekki að fara í "create blog" því þá býr maður til nýja bloggsíðu...og nei það virkar heldur ekki að fara fjórum sinnum í "create blog" og búa til fjórar nýjar bloggsíður .... :P

Reykjavík skartar sínu fegursta þennan morgunin og sólin brosir til mín...Blessuð sólin er nú búin að vera þónokkuð dugleg að skína þessa síðustu daga en því miður þá skín hún sjaldnast á réttum stöðum. Þannig skín hún á svölunum eftir klukkan fjögur á daginn en þá er ég alltaf á æfingu. Þannig að ef ég ætla að sitja í makindum mínum úti á svölum þarf ég annaðhvort að taka mér frí frá æfingu (en það þarf nú eitthvað stórkostlegt að gerast svo það verði) eða þá bara klæða mig í kraftgallann og taka hitalampann með mér út. Þetta veit ég eftir að hafa reynt að sitja úti í stuttbuxum og bol og ekki uppskorið neitt nema kulbletti og bláar varir. Nú er svo komið að ég fer ekki út á svalir nema í brýnustu nauðsyn og þar af leiðnadi hefur þvotturinn verið úti á svölum alveg skuggalega lengi...enda ekki brýnt verkefni að ganga frá honum fyrr en Gróa kemur heim...þannig að Gróa, vinsamlegast láttu mig vita með a.m.k. þriggja daga fyrirvara hvnær þú kemur aftur í bæinn :P

Annars mun ég skottast í sveitina á föstudaginn og kem þar af leiðandi til með geta spilað badminton við elskulega systur mína...enda hef ég töluverðar áhyggjur af því að hún sé að breytast í rollu eða eitthvað þaðan af verra...

En nú er ég farin á morgunæfingu, spjótkastæfing í góða veðrinu :)

Wednesday, May 12, 2010

Sumar....



Mig dreymir um þetta núna.....























"Dreyma" er kannski ekki nógu sterkt orð, "þrá" er meira í áttina. Þetta virkar allt frekar fjarlægt núna, þó mér finnist ég ekki biðja um mikið. Kannski að ég leggist bara út í móa, sofni og freysti þess að vakna einhverstaðar langt í burtu í sól og sumaryl. Í það minnsta dreymir mig kannski langan, góðan draum þar sem ég ligg heltönuð í sólinni í nýju bíkini, með leggi eins og Claudia Schiffer. Þetta verður að bíða betri tíma, allaveg fram yfir sauðburð svo mikið er víst. Eins og mig langaði nú lítið til að minnast á hann í þessu bloggi. Held að það sé samt nánast óumflýjanlegt núna þegar það liggur við að ég jarmi í stað þess að tala. Já það er greinilegt að sumarið er að nálgast þegar að hitastigið mjakar sér aftur niður í átt að frostmarkinu og Krían hótar manni barsmíðum fari maður á skokkinu örlítinn spöl frá húsinu. Já svo sannarleg vorboðinn ljúfi. Ég gerði mjög góða ferð í kaupfélagið í gær og keypti mér þessa flottu badminton spaða en komst svo að því þegar ég kom heim að ég hafði eiginlega engan til að spila við svo ég hef verið mest í því að halda flugunni á lofti eins lengi og ég get, það er lúmst erfitt þar sem hún kemur sjaldnast niður á sama stað og ég sló hana upp, merkilegt og þarfnast frekari rannsókna. Ætli það yrði samþykkt sem viðfangsefni lokaverkefnisins í íslaneku ??

Læt staðar numið hér og ég bíð spennt eftir því að Helga prufukeyri þetta nýjastjórnkerfi.

Bless í bili
GG

Monday, May 10, 2010

1. í sauðburði

Sagði einhver að kindur væru ekki skemmtilegar skeppnur ????


okkar eru allavega ansi hressar, eða í það minnsta ein og ein inn á milli. Þær láta sig ekki muna um að taka lagið og reyna að rífa upp stemnginguna. Allur gangur á því hvernig það gengur.

Saturday, May 8, 2010

Nýir tímar !

Heil og sæl


Við nunnunar höfum ekki beint verið iðnar við ritstörfin upp á síðkastið og þykur okkur það miður. En nú er tími breytinga, það er að koma sumar, veturinn búinn, prófin búin (hjá mérr, Gróu, allavega) og loftið fyllist unaðslegaum vorangann. Því höfum við ákveðið að færa okkur um set í þeirri von að breytingin boði betri tíð með blogg í haga eins og skáldið sagði forðum.


Á vorin fyllist allt af lífi og það á einnig við í fjárhúsunum og þar er allra þörf sem vetlingi geta valdið. Ég er því á leið norður þar sem ég mun bregða mér í búning ljósmóðurinnar um tíma. Ég mun sinni fréttflugningi frá sveitinni af bestu getu.

Svo verður framhaldinu af nytjamarkaðaferðinni ekki lengi að bíða.


Bið ykkur vel að lifa og vera góð við dýr og menn

G.GRÓA