Thursday, November 18, 2010

Jólagjafalistinn


Í tilefni þess að ég er nýbúin að eiga afmæli og það eru einungis mánuður og sex dagar í jólin hef ég ákveðið að gera jólagjafalistann minn opinberan, ekki seinna vænna. Ég hef ákveðið að vera ákaflega hógvær í ár, enda kreppa!



Góðar hárteygjur. Þær þurfa helst að vera gæddar þeim eiginleikum að slitna aldrei, festast aldrei í flóknu hári eða týnast.



Moleskine! Helst í öllum litum, gerðum og stærðum. Mig hefur lengi dreymt um að vera skipulagsfrík með litla svarta bók í veskinu þar sem ég skrifa alltaf hjá mér hvar ég á að vera mætt og klukkan hvað. Þannig kemst ég kannski hjá því að gleyma tímanum hjá Kötu kýró....





Hrikalega öflugur hárblásari. Svo öflugur að ég á erfitt með að halda hausnum á sínum stað. Þannig ætti hárið á mér að vera orðið þurrt á um það bil einni mínútu :)


Klósettseta. Ég braut klósettsetuna hérna í Hvassaleiti fyrr á árinu og ótrúlegt en satt er hún ennþá brotin. Þó mig langi ekki beint að fá klósettsetu uppúr pakkanum þá veit ég að það myndi gleðja Gógó afskaplega mikið ef ný seta liti dagsins ljós, í mínum jólapakka! Ekki væri verra ef að klósettsetan myndi lokast af sjálfu sér, svona af því að Sigurjón gleymir sér "örsjaldan".

Louis Vuitton taska! Í parís var ALLT út í Louis Vuitton og ég smitaðist alveg. Svo smart!


Fataherbergi! Upp á síðkastið hef ég kannski farið oggolítið framúr sjálfri mér í fatakaupum, en því miður vex fataskápurinn ekki með fatahrúgunni. Minn er löngu sprunginn og mig dreymir um fataherbergi (já og helst ambátt sem brýtur allt saman og heldur því fínu :P )



Gamlan Austin mini, helst með blægju.

Mikið vona ég að jólasveinnin bænheyri mig :D
















3 comments:

  1. Helga...ég held að þú sért að biðja um MJÖG ríkan kall :P

    ReplyDelete
  2. Já það má alveg bæta því á listann. MJÖG ríkan kall takk :P
    Helga

    ReplyDelete
  3. Fyndnasta jólagjöf sem ég hef heyrt um var útungunarvél, en ég held að klósettseta myndi klárlega toppa það! :) Hahahahaha

    ReplyDelete