Thursday, November 4, 2010

Ofurstutt

Mjög svo stutt stöðuuppfærsla aðallega ætluð til þess að fresta lærdómnum um nokkrar mínútur. Við nunnunar erum báðar á lífi, með alla útlimi, tær og fingur og hausinn staðsettan á hálsinum sirkabát mitt á milli axlanna sem verður að teljast nokkuð gott hjá manneskjum sem eru komnar með VIP aðgang á slysó. Ég (GG) hafði reyndar nokkrar áhyggjur af því áðan að ég þyrfti að leggja leið mína þangað þar sem Helga fór að taka brekkuspretti/hopp í hálkunni, það væri ekki í fyrsta skipti sem henni yrði fótaskortur á hálum ísnum. Mér var því nokkuð létt þegar hún kom heim að því er virðist heil heilsu.

En hvað um það. Allt gengur sinn vanagang. Helga er aldrei þessu vant á landinu. Hún er nú í stífri sálfræðimeðferð vegna kaupæðis sem heltekur hana þegar hún fer útfyrir landssteinana. Svo kvartar hún bara yfir því að fataskápurinn hennar sé glataður, æli bara út úr sér fötunum. Það er ekki nóg með að hún sé haldin utanlandskaupæði (mjög slæmt þar sem hún fer til útlanda ca 10 sinnum á ári) heldur hefur hún einnig erft EKKI HENDA EÐA LÁTA FRÁ MÉR Í NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM genið frá pabba. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað leinist í skápnum hjá henni, gul blómaskirta sem hún keypti í kolaportinu en var (sem betur fer segi ég) 4 nr of lítil og hippaleg magapeysa keypt í spútnik daginn áður en Helga byrjaði í MH, keypt til þess að hún fittaði nú alveg örugglega í hippafílingin þar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Af mér er annars engar sérstakar fréttir. Æfingar, skóli, eldamennska og át í nokkuð jöfnum hlutföllum. Hef samt á tilfinningunni að það sé eitthvað verulega spennandi í aðsigi. Október, næstleiðinlegasti mánuður ársins, búinn svo línuritið getur ekki annað en tekið beina stefnu uppávið! (nema að ég snúið því kannski öfugt).

Jæja jæja....nú verð ég að fara að æla, nei ég meina læra. Ekki gerir það neinn fyrir mig, en kannski ég prufi samt að auglýsa eftir einvherjum. Frítt fæði og húsnæði í boði ;) Þá get ég sinnt mikilvægari málefnum á meðan, æfa meira, elda meira og borða meira. Hljómar ekki sem verst. Ég er í símaskránni ef svo heppilega vill til að einvher áhugasamur dettur hér inn á síðuna.

Adios
Gróa

4 comments:

  1. þú ert skemmtileg Guðrún :)

    ReplyDelete
  2. Alltaf jafn gaman að lesa bullið í þér ;)

    ReplyDelete
  3. Guðrún! Blómaskyrtunni er ég búin að henda að gefa til Rauðakrossins. Magapeysan er flott og kemst aftur í tísku bráðum.

    Ég get bara ekkert að því gert að ég er svona illa haldin af þessu íslenska heilkenni "Æji þetta er bara svo ódýrt" og kaupi því allt sem er hagstætt (mishagstætt þó) án þess að mig vanti það.

    Helga

    ReplyDelete
  4. Thid systur erud nàtturlega bàdar illa haldnar af sama heilkenni og hrjàir födur okkar og hvers byrtingarmynd er ad ad sanka ad sér gömlu drasli nema hjà honum lysir thetta sér i gömlu jàrnarusli. Eina leidin til ad komast yfir thetta er ad bua i nogu litilli ibud svo ad drasl komist ekki fyrir. Thad hjàlpar mér allavega.
    Stina

    ReplyDelete