Friday, November 5, 2010

Föstudagsblogg

Að hlaupa brekkuspretti og taka svo framstig upp brekkuna beint á eftir er góð skemmtun....en það er ekki alveg jafn skemmtilegt að standa upp úr rúminu morguninn eftir :P

Eins og Gógó vömb (reyndar er þetta nickname algjörlega búið að missa marks því stelpan er orðin svo grönn og spengileg) kom inná hérna að neðan þá er ég komin heim eftir þónokkur ferðalög. Það var hressandi að koma í skólann á þriðjudaginn eftir næstum tveggja vikna fjarveru og fá að vita af tveim prófum, skýrsluskilum, ritgerð og skilaverkefnum. Þannig að síðan ég kom heim hef ég ekki gert neitt annað en að æfa og læra (ekki það að ég geri eitthvað mikið meira en það svona dagsdaglega). Ég er ekki einu sinni búin að taka uppúr töskunni síðan í París og ef ekki væri fyrir ambáttinni á heimilinu sem sér um að þvo þvott og elda matinn væri ég örugglega dáin úr hungri og gengi bara í skítugum nærbuxum. En núna er ég búin í báðum prófunum og get ómögulega komið mér til þess að fara að læra strax aftur. Gógó ætlar líka að sækja mig í skólann eftir nokkrar mínútur og við ætlum að fara og fá okkur eitthvað meinholt og gott að borða. Okkur finnst ekkert skemmtilegra en prófa nýja staði í hádeginu á föstudögum (samt endum við alltaf á sömu stöðunum) en að mínu mati er náttúrulega Maður lifandi langbesti staðurinn ;)

Ég ætla nú ekki að koma með einhverja nákvæma ferðasögu af ferðalögunum mínum enda duga tvö orð til að lýsa báðum ferðunum = ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT!

París er ótrúlega lífleg og skemmtileg borg og við erum ekkert að grínast með það hvað second-hand búðirnar þar eru góðar! Ég held án gríns að sú tilfinning sem komist næst því að ná einhverju markmiði, sigra keppni eða bæta sig er þegar maður gerir einhver fáranlega hagstæð og góð kaup á einhverju sem maður er ýkt ánægður með og elskar að klæðast!
Svo fórum við upp í Eiffel-turnin, þar uppi var rok. Sigldum um Signu, skoðuðum Notre Dam og ég fékk að fara í pílagrímsferð að Moulin Rouge. Svo leigðum við okkur hjól og keyrðum líka um í fína bílnum hans Francks. Umferðin í París er náttúrulega bara rugl! Hverjum hefði dottið í hug að búa til risastórt hringtorg en ekki hafa neitt system á því hvernig á að keyra inn á það eða út úr því!

Ég var svolítið hrædd um að ég myndi missa dampinn eftir að ég kæmi heim aftur en það hefur aldeilis ekki verið raunin. Ég vakna brosandi og fer að sofa brosandi, lífið er bara svo gott ef við gefum okkur tíma til þess að sjá fegurðina í því og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.

Gæti ekki endað þettta blogg betur :P

1 comment:

  1. Haha þetta blogg er alveg í stíl við Vísi - þú brosir bara allan hringinn ;)

    ReplyDelete