Monday, June 14, 2010

Áhyggjur..

Fyrir allt löngu, þegar ég var þrúguð af áhyggjum sem ég myndi ekki eftir ef ekki væri fyrir þetta blogg, var ég byrjuð á þessu bloggi en náði ekki að klára. Ætla að leyfa því að fljóta þó titill þess eigi alls ekki við núna þar sem ég er í köben í góðu yfrilæti hjá Sibbu sys og Andra. Þau eru einmitt núna að elda mexikóskt lasagne og lyktin er ansi góð skal ég segja ykkur. En nóg um það og förum nokkra daga aftur í tímann......

Áhyggjur er mjög merkilegt fyrirbæri ekki síst þar sem 90% þeirra eru gjörsamlega tilefnislausar. Fólk talar oft um það hvað æskan sé yndisleg. Þá er maður frjáls og laus við allar áhyggjur. Við Helga hljótum að hafa verið mjög afbrigðileg börn þar sem við höfðum eilífar áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu, þá var Helga þó öllu verri. Ef mamma var lengur en 10 mínútur niðrí frysti þá vorum við handvissar um að hún hefði lokast inni og ef við vorum þungt haldnar margar daga áður en við fórum í sunnudagaskólaferðalög um að mamma myndi gleyma að kaup ballerínukex. Við vroum og reyndar erum mjög góðar í að búa okkur eitthvað til að hafa áhyggjur yfir.


Nýjustu áhyggjur Helgu er að hún sé komin með krabbamein í góminn þar sem hún kom augau á pínu lítinn svartann blett, það þarf ekki að vera langskólagenginn til að sjá að þetta getur náttúrulega ekki verið neitt annað en illkynja krabbi og hún á aðeins stutt eftir.


Mínar áhyggjur eru öllu flóknari. Um daginn þegar ég var að virða mig fyrir mér í spegli fannst mér sem ég væri að gráhærð. Ég get svo svarið það. Skyndilega var sem krippa yxi upp af bakinu á mér og hrukkur á stærð við almannagjá tóku að myndast í andlitinu á mér. Jú enn er það víst óumflýjanlegt að eldast en ég verð samt að viðurkenna að ég átti ekki von á svo glöggum umerkjum öldrunarinnar strax. Velti því fyrir mér hvort þetta kunni að stafa af mikilli umgengni við aldraða upp á síðkastið og hvort ég gæti hafa smitast af einvherskonar öldrunarsjúkdómi. En það sem meira er að um leið og ég eldist með ógnarhraða þá sýni ég undarleg þroskafrávik (ansi skemmtilegt orð sem mamma kynnti fyrir mér um daginn, þroska frávik, hvað í andskotanum er það) en allaveg. Nú er ég sem sagt orðin tvítug og rúmlega það en studnum er eins og ég fái einhverskonar vanþroskaköst. Þá þyrfti t.d. að nota á mig öfuga sálfræði. Um daginn var ég að fara að lyfta og Helga var svo elskuleg að lána mér svona stóra teykgju úr plasti en hún bað mig sérstaklega að passa að týna henni ekki þar sem þetta væri besta teygjan hennar. Ég varð nú hálf móðguð yfir því að hún skyldi vera að biðja mig sérstaklega um að týna ekki teygjunni. Svo fór ég að lyfta og allt í góðu með það eeenn...það vita sennilega allir hvað gerðist svo. Jú ég fór heim en var varla búin að stöðva hjólið þegar ég fatta að ég hefði ekki sett teygjuna í töskun !!! Þetta átti náttúrulega ekki að vera hægt. Og svona atvik endurtaka sig alloft. Ef þetta er ekki tilefni til að hafa áhyggjur þá veit ég ekki yfir hverju maður á eiginlega að hafa áhyggjur...ekki get ég farið að sleppa því


En ég læt staðar numið núna, erum að fara að horfa á Danmörk - kamerún í HM, lítur reyndar ekki allt of vel út fyrir Danina komnir einu marki undir strax á 10. mínútu.

Kvennréttindadagskveðja frá Köben
GG ;)


5 comments:

  1. Hey þetta með meinið í munninum var alls ekki óþarfa áhyggja...nú er það farið að dreifa úr sér og hefur tekið sér bólfestu á tungunni á mér
    Helga

    ReplyDelete
  2. Bara skera tunguna út og málið er dautt ;)
    GG

    ReplyDelete
  3. skera tunguna úr, ekki út
    GG

    ReplyDelete
  4. Er örugglega ekki nóg að reka bara tunguna út? Viss um að það þurfi að skera hana úr?

    Ég er ánægður með að Danir heiðruðu þig á kvenréttindadaginn Gróa með sigri.

    ReplyDelete
  5. Það er greinilegt að þú áttir þig ekki á alvöru málsins Máni, þá sjaldan helga hefur áhyggjur af einhverju þá er ástæða til og aðgerða þörf ;)

    En já Danir greinilega mjög kvennréttindasinnaðir og splæstu sigri í tilefni dagsins !

    Gróa

    ReplyDelete