Sunday, June 27, 2010

Nú er sumar gelðjumst gumar, gaman er í dag




Ég var spurð að því áðan hvort þetta blogg okkar systra væri að deyja hægum dauðdaga. Nei það vil ég ekki viðurkenna og gríp því til minna ráða og reyni að blása í það líf.


Já eins og titill þessa bloggs gefur til kynna þá er sumargleðin mér ofarlega í huga núna. Það er ekki ofsögum sagt að sumarið sé yndislegur tími, meira að segja hér á Íslandi. Þó að oft blási kalsa vindur og veður vott þá ferð það samt ekki á milli mála að það er sumar. Það er aldrei nótt og eftir rigninguna fyllist loftið sumarangan. Svo þegar sólin nær að brjótast í gegnum skýin og yljar okkur á tánum þá verða allir svo glaðir og góð grilllyktin fyllir loftin. Ég held að það séu ekki margar þjóðir sem kunna jafn vel að meta gott veður og við Íslendingar. Fólk sem býr í löndum þar sem veður er að jafnaði mun betra en hér nýtur góða veðursins ekki eins og við heldur tekur því sem sjálfsögðum hlut og fer í fýlu þegar veðrið er ekki gott. Það held ég nú ;) En ég var akkúrat að spá í það um daginn hvað geti talist gott veður. Er það til dæmis gott veður þegar hitinn er svo óbærilegur að maður getur vart farið út úr húsi án þess að líta út eins og rolla í sahara eyðimörkinni. Mér finnst það líka vera gott veður þegar það rignir ef það er ekki þeimun kaldara og hvassara, þó held ég að rigning tilheyri ekki hinni hefðbundnu skilgreiningu á góðu veðri. Ég man líka einu sinni að við Helga E vinkona mín vorum að þræta (aldrei þessu vant) um hvort veðrið væri gott þegar það var nístingskuldi en alvega logn. Mér þótti þetta hið best veður en HE var ekki alveg á sama meiði. En nóg um veðrið þó ég þreytist seint á að tala um það.

Eins og ég kom inn á í síðasta bloggi þá skellti ég mér til Danmerkur um síðustu helgi að heimsækja Sibbu sys og Andra. Mikið var það nú gaman :D Við hjóluðum út um allar trissur, fróum í Tívolíið, borðuðum fullt af góðum mat og drukkum mikið kaffi, grilluðum í parken, fórum á loppemarkede, spiluðum yatzy út í eitt, hlógum mikið og töluðum. Gerist ekki skemmtilegar. Eins og hversdagsleikinn er nú yfir höfuð ágætur þá getru tilhugsunin um hann orðið voðalega yfriþyrmandi og hann virst. Það var frekar erfitt að koma heim á mánudagsmorgni og fara í vinnuna eftir 4 frábæra daga þó ég viti vel að svona sé lífið bara í fríum. En það er nú skemmtileg dagskrá framundan. Stína kom til lansins í gær og verður í 10 daga og svo kemur sibba heim um miðjan júlí og verður alveg þangað til hún byrjar í skólanum :D



Nokkrar myndir úr DK

















Við Guðrún Eik skelltum okkur á Sex and the city 2 á föstudaginn. Mér þykir þættirnir alveg ótrúlega skemmtilegir og fyrri myndin alveg frábær. En ég hafði þó heyrt að seinni mydnin stæði þeirri fyrr langt að baki og væri lítið annað en tveggja tíma tískusýning. Ég fór því með temmilega miklar væntingar. En ég verð að segja að mér fannst myndin alveg stórsemmtileg. Fannst hún byrja kannski full rólega og stundum hafi glamúrinn vera fram úr hófi en hún vann bara á og mér fannst voða leiðinlegt þegar hún var búin. Gæti bara vel hugsað mér að fara aftur. Það er ekki leiðinlegt að gleyma því í 2 tíma maður er blankur námsmaður á Íslandi og láta sig dreyma um að vera ein af ofurskutlunum, photoshoppuð í drasl á búðarápi í NY ;)







Já já...en ætli ég verði ekki að binda enda á þetta hér og nú. Helgarhreingerningin hefur dregist nokkuð á langin hjá mér, komið sunnudagssíðdegi og enn er hún á stig "rusla til áður en tekið til". Ég byrjaði daginn reyndar af kraft þar sem ég skúraði eldhúsgólfið fyrir klukkan 9 í morgun. Það var reyndar út af því að það hafði hellst niður epla cider deginum áður og þegar ég ætlaði að fá mér morgunmat í morgun, komst ég ekki fet þar sem ég var föst við gólfið. Kannki ég fari bara að gera þetta þegar það er löngu kominn tími til að skúra gólfið en samt ekki svo að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að hella dágóðum dass af einvherju nógu klístruðu á gólfið sov það verði ekki hjá því komist að skúra.




Helg litla biður alveg ábyggilega að heilsa. Hún stendur í ströngu þessa studnina í Ísrael að keppa á evrpópubikar í þraut. Búið að ganga svona upp og ofan en hún bætti sig um tvo metra í spjóti núna áðan. Svo það er satt sem sagt er að fátt er svo með öllu illt - að ekki boði nokkuð gott ;)


Bið ykkur vel að lifa

GG :)

No comments:

Post a Comment