Wednesday, December 1, 2010

Leynist líf í Hvassaleiti ??

Já, innan um bókastaflana, öll blóðin dótið og draslið vottar fyrir lífi. Þetta líf er frumstætt og lífsmynstrið afar einhæft, í grófum dráttum má einknennist það af því að fara á fætur og svo er beðið í ofvæni eftir að geta farið aftur að sofa svo eru einstaka útúrdúrar sem aðallega einkennast af mat og hreyfingu. En hin barnslega tilhlökkun sem lætur mann halda í vonina um að betri tíð leynist á bak við bókastaflana.

Ég held að ég hafi ekki hlakkað til svona mikið til margra hluta síðan ég var ca. 7 ára
Ég hlakka svo til
að komast heim í sveit
að geta skilað öllu leiðinlegu bókunum á bókasafnið og taka eitthvað skemmtilegra
að þrífa allt hátt og lágt
að geta sofið lengur en til 7 (sem ég á samt pottþétt ekki eftir að gera þegar það verður svo eitthvað skemmtilegra en lærdómurinn sem bíður eftir mér)
að taka alla kjólana mína úr fataskápnum, raða þeim upp eftir litum
að fá stínu og sibbu heim
að fara í kolaportið, góða hirðinn, hjálpræðisherinn o.s.frv
að sauma út
að þrífa meira
að fara á kaffihús og lesa tímarit
að elda e-ð sem tekur lengri tíma en korter

Bara "nokkrir" klukkutímar þar til ég get farið að sofa ;)

Gróa

5 comments:

  1. Ég hlakka líka sjúkt mikið til jólanna (þrátt fyrir engin próf) og þá sérstaklega að hitta þig!!! Og alla hina líka;)
    Soffía

    ReplyDelete
  2. Ég hlakka svo til að fá þig heim, þú ert búin að vera allt of lengi í burtu!!!

    ReplyDelete
  3. ég hlakka líka svo mikið til að koma heim og hitta þig elsku gróan mín :)

    ReplyDelete
  4. ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR JÓLUNUM
    KV. HELGA

    ReplyDelete