Thursday, January 20, 2011

Gaman gaman.....

Mig dreymir um að fá að fara í svona kjóla, þó ekki væri nema rétt að máta.











hhmm...kannski ætti mér fyrst að láta mig dreyma um að passa í einhvern þessara kjóla, já eða jafnvel fara að vinna í því að komast í þá. En í bili verð ég bara að sætta mig við minn nýjasta kjól sem ég keypti fyrir 2500 krónur í Boutique Papillon sem er pínulítil krúttleg second hand búð með allskonar fínerí kjóla, veski, pelsa, skart, bollastell og fleira allt frá frá Belgíu minnir mig. Er meira að segja að hugsa um að frumsýna kjólinn á morgunn og vera soldið fín í skólanum, svona í tilefni afælisins ;)


En ég velti því samt fyrir mér, ef maður hefur næstum allan pening í heiminum til þess að kaupa kjól af hverju að kaupa sér svona....







Æji ég gleymdi því, í þúsundasta skipti, að ég ætlaði að hætta að setja út klæðaburð, útlit eða annað sem tengist smekk fólks. Þeim hlýtur að finnast þessir kjólar alveg mega flottir (nema að ske kynni að kjóllinn hafi verið gjöf frá tengdamóður sem þær vilja ekki særa) og eru vonandi ánægðar með sig. Þær myndu eflaust kasta upp af tilhugsuninni einni um að klæðast röndóttum kjól sem líkist mest sundbol og allt of stórri gallaskirtu eins og ég klæddist í skólanum í dag, sem var að sjálfsögðu keypt notað. En ég færi nú reyndar ekki í þessum klæðnaði á Golden Globe.


En nóg af dagdraumum um kjóla....eða kannski ekki. Það er nebblega einstaklega óspennandi eitthvað að vera ég núna, meira að segja daginn fyrir afmælið mitt svo það er auðvelt að gleyma sér í hugsunum um rándýra kjóla. En þessir fyrstu vikur ársins virðast vera settar í dagatalið í þeim eina tilgagni að vera leiðinelgar, ekki að undra að fólk sé flutt í bílförmum á líkhúsin núna svo útfararstjórar og prestar hafa ekki undan. Það gladdi mig mjög að heyra í útvarpinu á þriðjudaginn síðastliðinn að samkvæmt hávísindalegum rannsóknum þá væri mánudaguirnn 17. janúar leiðinlegasti dagur ársins. Hann lvar iðinn og því ætti það versta að vera afstaðið og allt á hraðri uppleið. Því miður get ég ekki sagt að það hafi verið mikill stígandi í vikunni né að þessi tiltekni dagur hafi borið af hvað varðar leiðindi. Hann hefur greinielaga sökkbreyst og orðið að leiðinlegustu dögum ársins. Æ það er svo erfitt að hafa ekki yfir einu að kvarta en hafa samt svo ótrúlega mikla þörf fyrir að láta vorkenna sér. Mér líður t.d. núna eins og ég sé eina manneskjan í heiminum sem þarf að lesa mörg hudnruð blaðsíður á viku í skólanum og í hvert skipti sem ég lít upp frá bókinn þá er ég komin 500 blaðsíðum eftirá. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki eini nemandinn í neinum af áföngunum sem ég er í og ef ég er ekki hæglæsasta manneskjan í öllum háskólanum þá hljót e-r fleiri að vera í sömu sporum og ég.


En það gerðist reyndar undur og stórmerki í dag. Loksins tókst mér að taka skápskrípið sem var í herberginu hennar Helgu í sundur svo núna lítur hann svona út.



Eftir nokkrar atlögur og endalust suð í Grjóna um að hjálpa mér tókst mér loksins að leysa þessa, sem mér virtist óleysanlegu, þraut sem það var að ná blessuðum skápnum í sundur. Ég hef nú oft orðið mjög stolt af mér eftir að hafa náð að setja saman IKEA húsgögn en mig grunaði ekki að ég yrði nokkurtíman svona stolt af því að ná einu slíku í sundur. Verkefni næstu daga, meðfarm lestrinum, verður svo að tína bútana niður í bílskúr. Það verða nú allnokkrar ferðir þar sem ég býst ekki við að mér verði réttur litlifingur til hjálpar frekar en við að ná honum í sundur. Svo er bara krossa fingur og vona að ég reki ekki tánna í á leiðinni niður stigann, það væri nú mér líkt svon rétt til að kóróna meirstaraverkið.
Jæja best að hætta þessu rausi og byrja að lesa bókmenntasöguna, þó þessar örfáu blaðsíður sem ég kemst eflaust yfir áður en ég fer að dotta verði sem dropi í hafi miðaða við allt sem ég á eftir.
Það ættu allir að hafa náð þema þessa bloggs : Lífið er yndisleg ;)
Gróa

1 comment:

  1. Já Guðrún, lífið er svo sannarlega yndislegt, bara dáldið misyndislegt. Þú stóðst þig hetjulega við niðurrif skápsins í dag, og reyndar rétti ég þér akkúrat bara litlafingur til hjálpar, en ekki meira en það :P

    Þú ert dugleg!

    Kv. Helga Margrét

    ReplyDelete