Thursday, January 6, 2011

Heppin

Nei Guðrún Gróa, ég ætla ekki að eyðileggja góða skapið mitt og eyða dýrmætum kröftum mínum í að kvarta yfir Iceland Express. Nei þess í stað ætla ég að tala örlítið um hvað ég er ótrúlega heppin!

Er stödd í Vaxjö. Hér snjóar og snjóar, ég held hreinlega að ég hafi aldrei verið í jafn miklum snjó. Síðustu fjóra daga er ég búin að taka átta frábærar æfingar. Það er yndisleg tilfinning að finna líkamann verða sprækari og sprækari og á sama tíma sjá framfarirnar svart á hvítu. Það hefur gengið alveg hreint ótrúlega vel að æfa og ég nýt þess í botn að geta tekið á öllu mínu, hlaupið hratt og hoppað hátt án þess að finna nokkurstaðar til. Það er toppurinn! (svona ef frá er talið sárið á hælnum sem ég hlaut eftir að hafa í óvitaskap mínum stigið beint ofan á gaddaskó)

En sumsé, ég verð hérna í æfingabúðum þangað til 12. janúar. Ég hef aðeins verið spurð um það hvað ég geri svo á daginn þegar ég er hérna og það væri því ekki úr vegi að gefa ykkur smá innsýn inn í það.

- Ég vakna rúmum tveim tímum fyrir æfingu sem er klukkan 07:45 og fer í morgunmat. Í morgunmat borða ég 1 egg + 2 eggjahvítur, grænmeti, ávöxt og nokkrar valhnetur með tebollanum.

- Fer uppá herbergi og kíki hvort það hafi gerst eitthvað stórfenglegt á facebook um nóttina (sem er reyndar raunin furðulega oft :P), skoða Mbl, töluvupóstinn minn og hef mig síðan til á æfingu. Sá undirbúningur felst einkum í því að hlusta á hressa tónlist, klæða mig í föt og gera mér síðan grein fyrir því að ég sé orðin of sein (svo brjálað að gera þið skiljið)
- Fyrri æfingin byrjrar klukkan 10 og er yfirleitt búin um tólf leytið. Þá borðum við á matsölustaðnum í Tipshallen eða íþróttahöllinni þar sem við æfum. Þar er boðið upp á hefðbuninn sænskan mat, súpu og salatbar, ákaflega fínt.

- Er yfirleitt komin upp á hótel á milli eitt og tvö. Þá skelli ég mér í stutta sturtu og legg mig svo! Það er næs! Vakna síðan aftur tæpum tveim tímum fyrir seinni æfingu sem er klukkan 16:30. Þar á milli les ég, skrifa æfingadagbók, renni í gegnu skynmyndaþjálfun og skoða internetið. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað það er margt á internetinu sem hægt er að skoða og lesa. Ég fór til dæmis inná http://www.bodybuilding.com/ um daginn og ég sver það! Manni endist ekki ævinn ætli maður sér að skoða allt á þessari síðu. En sem betur fer efnið þarna inni misáhugavert og því neyðist ég ekki til þess að gera skoðun á þessari síðu að ævistarfi mínu. Ég skoða líka alltaf bloggið hennar Tobbu Marinós og Flickmylife.

- Seinni æfinginn er lengri en sú fyrri og þegar ég kem heim (já kæru lesendur, "Hotel Royal Corner" er orðið mitt annað heimili :P) fer ég í sturtu eða þá í pottinn, gufuna og sundlaugina sem er hérna í kjallaranum.

-Kvöldmatinn borða ég svo á veitingastaðnum hérna á hótelinu. Ég er ótrúlega heppin því að framkvæmdastjórinn á hótelinu er fyrrverandi stangastökkvari sem Agne þjálfaði einu sinni og því fæ ég mjög góðan díl á öllu. Svo reyndar borðaði ég heima hjá Védda í gær og borða heima hjá Agne á morgun og ætla svo að láta Kim elda á sunnudaginn þannig að maður er borðandi út um allar tryssur.

- Ef ég er heima um kvöldið held ég áfram yfirferðminni á netheimum, les, horfi á mynd í tölvunni eða tek til í herberginu mínu (akkúrat það sem ég ætla (já eða ætlaði) að gera í kvöld). Svo reyni ég að vera komin upp í rúm uppúr 10 svo ég fái nú örugglega nægilegan svefn :P Hingað til hef ég verið að lesa nýju bókina hennar Yrsu en sem betur fer kláraði ég hana í dag. Það er ekki sniðugt að lesa þá bók þegar maður liggur einn í dimmu hótelherbergi og ætlar sér að sofna. Alltof drungaleg bók og því var ég bara farin að lesa hana í björtu og innan um annað fólk í restina, t.d. í morgunmatnum eða niðri í lobbýi :P Rosalega góð bók engu að síður, mæli með henni!

Eins og þið sjáið þá snýst líf mitt þessa stundina um þrennt. Æfa, borða og hvíla mig. ÞAÐ ER YNDISLEGT. Nú í haust gerði ég mér loks alminilega grein fyrir því hvað mig langar ótrúlega mikið að verða atvinnukona í íþróttum og geta lifað á sportinu. Þegar ég er hérna í æfingabúðum þá lifi ég eins og atvinnumaður og ég nýt þess í botn. Ég er hreinlega að upplifa drauminn minn og það er undravert að gera sér grein fyrir því og njóta þess. Vera alltaf stödd í núinu og gera sér grein fyrir því hvað ég er hamingjusöm - ég er að lifa lífinu sem ég vil lifa! Ég veit að ég hljóma kannski eins og ég hafi rétt í þessu nælt mér í ólympíugull en svo er ekki. Ég hef ekkert afrekað ennþá en það skiptir jafn miklu máli, ef ekki meira máli að njóta ferðarinnar því að upplifunin er svo stór partur af þessu. Það er líka góð tilfinning að vita til þess að ég er virkilega að reyna og setja allt sem ég á í drauminn minn - þannig að hvort sem ég kemst alla leið eða bara hálfa leið þá get ég alltaf litið til baka og hugsað "Ég virkilega reyndi"

Nú eru örugglega margir komnir með æluna upp í háls því ég er svo hástemmd og hamingjusöm en þá langar mér að benda fólki á að engum finnst neitt athugavert við það þegar einhver bloggar um hvað hann er óheppinn eða eigi mikið bágt. Ég ætla að leyfa mér að vera hamingjusöm því ég hef enga tryggingu fyrir því að ég verði það alla ævi, enginn veit hvað morgundagurinn býður uppá.

Þannig að ef þú ert að upplifa drauminn þinn - gefðu þér þá tíma til þess að staldra aðeins við og njóta þess!

-

9 comments:

  1. Hæ elsku besta mín,

    Njóttu og lifðu....alla leið :)

    Við Hreiðar fórum einmitt í Tipshallen í sumar eftir kringlukastæfingar - og bara fínt ;)

    Æðisleg aðstaða á hotelinu sem þú ert á, glæsilegt.

    Njóttu ferðarinnar mín kæra.

    KV,
    Unnur Sig.

    ReplyDelete
  2. Flott færsla og þetta er einmitt rétta hugarfarið. Meta það að vera að upplifa drauminn, vera heill og í góðu formi. Leiðin að markmiðinu er nefninlega svo ótrúlega skemmtileg :)
    Kv
    Þórey

    ReplyDelete
  3. Bara gaman að lesa svona háttstemmd blogg, þau fá mann til að hugsa og hvetja aðra áfram! Haltu þessu striki og njóttu þess meðan það er:)

    ReplyDelete
  4. Virkilega flott færsla!
    Þetta hljómar of vel. Æfa,borða og hvíla sig, það er draumurinn!

    Gangi þér vel!
    Kv. Júlían J. K. J.

    ReplyDelete
  5. Frábær færsla! Haltu áfram að njóta. Kveðjur á Agne og Védda.

    ReplyDelete
  6. Frábær færsla! Haltu áfram að njóta. Kveðjur á Agne og Védda.

    ReplyDelete
  7. Ég fæ allavega ekki ælu í hálsinn á að lesa þetta.. finnst alveg frábært að heyra hvað þú ert að gera þarna úti og jákvæðnin og hugarfarið þitt er mjög hvetjandi :) ég ætla að taka þig til fyrirmyndar ;)

    ReplyDelete
  8. elsku iþróttaálfurinn minn þú ert bara svo yndisleg :)

    ReplyDelete
  9. Það er alveg frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá þér Helga mín og fyrst og fremst hvað þér líður vel!! Því eins og þú segir það er fyrir öllu að njóta ferðarinnar! Gangi þér áfram vel og ég hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim, Áfram þú! :)

    ReplyDelete