Monday, January 3, 2011

Nýársheit

Nei það var reyndar ekki nýársheit hjá mér (GG) að vera duglegri að blogga en samt aldrei að vita nema að ég verði það á nýja árinu eða í það minnsta þangað til skólinn byrjar sem er alveg eftir eina viku :P

En nú eru sem sagt komið nýtt ár. Þó það hafi ekki neinar gríðarlegar breytingar fylgt komu nýja árisins eru þetta vissulega tímamót þar sem ég og eflaust margir aðrir líta bæði til baka og fram á veginn. Horfi til þess sem betur hefði mátt fara, þess sem var ánægjulegt á liðnu ári og huga að því hvað nýja árið kunni að bera í skauti sér. Ég setti mér ekki nein sérstök áramótaheit þessi áramótin. Reyndar ekki frekar en vanalega. Ég hugleiði það alltaf vel og vandlega fyrir hver áramót hvaða markmið ég ætli að setja mér fyrir nýja árið. En áður en ég næ að komast að nokkurri niðurstöðu þá er árið yfirleitt meira en hálfnað og ég margbúin að brjóta öll hugsanlega áramótaheit. Í kringum þessi áramót hugleiddi ég líka ýmis vænleg heit til að strengja. Það sem fyrst kom upp í huga mér var að leggja til atlögu að minni verstu fíkn, kaffisins. Ég ætlaði að byrja rólega, skipta út kaffinu á kvöldin fyrir te. Fór meira að segja og keypti mér rándýrt, organic, avard eitthvað rosa fínt te. Jújú í gærkvöldi bragðaði ég á þessu fína tei. Mér er lífsins ómögulegt að muna hvernig það bragðaðist en það eina sem ég man var að það var ekk nærrum eins gott og kaffi. Og núna klukkan 11 að kvöldi hugleiddi ég það ekki einu sinni að opna skúffuna þar sem ég geymi teið heldur gekk beinustu leið að kaffivélinni enda þarf ég ekki að opna neina skúffu né beygja mig til að ná í kaffið. Þetta gerði ég nánast án alls samviksubits. Þetta áramótaheit er sem sagt úr sögunni.

Svo í morgun var ég niðrí KR að sprikla og var eitthvað voðalega stirð og stíf. Þá datt mér í hug þetta líka fína ,svolítið síðbúna áramótaheit, að teygja alltaf ofboðslega vel á árinu 2011. Jújú ég teygði samviskusamlega eftir æfinguna. Svo var æfing seinnipartinn og eftir hana hhmmm......teyðgi ég ekki neitt. Hef reyndar ótal afsakanir. Hrafn talaði við okkur inn í klefa eftir æfinguna svo ég var komin út úr salnum og nennti varla að fara þangað aftur,var orðin köld, ég var svöng og ætlaði að elda mér fisk og bla bla bla, skot í fótinn. Ég hef ekki nokkra sjálfstjórn til að setja mér jafn auðvelt áramótaheit til eftirfylgni eins og að teygja vel eftir æfingar.

Sem sagt, niðurstaðan er þessi : ENGIN ÁRAMÓTAHEIT FYRIR ÁRIÐ 2011 ! Agalega sorglegt en satt :P

En þrátt fyrir það þá hef ég gert svona lítinn "to do" lista sem ég ætla að tæma áður en langt er liði á þetta ár:

1. Ákveða hvernig ég ætla að haga námi mínu á næstu önn (og btw það verður að gerast helst ekki seinna en núna)

2. Kaupa mér straujárn og strauborð (ég á náttúruelga ekki að láta það fréttast að ég eigi það ekki til)

3. Setja nýjar reimar í lyfrtingaskóna mína og kaup mér nýja krít áður en mér verður hennt út úr World calss fyrir að dreifa hvítu dufti út um öll gólf

4. Fara með afganginn af skápnum hennar Helgu niður í skúr. Hef verið að vinna í því smá saman að búta hann niður og fara með partana niður, fæ enga hjálp þar sem ég og sá sem þykist vera hæst ráðandi hér (en ræður vitaskuld engu enda er hann karlkyns) erum ekki alveg sammála um það hvað gera skuli við skápinn. En ef herra næst-hæst ráðandi fengi að ráða þá yrði skáuprinn notaður sem skúlptúr af skakkaturninum í Písa.


5. Koma litlu IKEA hillunni sem ég keypti fyrir jól upp. Já okey ætla ekki að reyna að ljúga en mamma keypti hana reyndar og því verður hún helst að verða komin upp áður en mamma kemur næst í bæinn svo það lendi ekki líka á henni að setja hana upp.

6. Koma einhverri reglu á skóhrúguna sem hrynur alltaf úr skápnum þegar hann er opnaður. Helmingurinn er aldrei notaður.




7. Fara með skóna mína til skósmiðs þó það komi til með að kosta mig hálfan handlegg að láta skipta um rennilás.


8. Hætta að fá mér fjórum sinnum á diskinn eins og á jólunum og þá get ég vonandi hætt að slökkva ljósið áður en ég labba fram hjá spegli.

Já þetta er svona það helst sem ekki komst í verk að gera á síðasta ári og er á forgangslist fyrstu daga þessa árs. Guð má vita hvort ég kem eitthverju af þessu í verk áður en ég verð árinu eldri ;)
Það væri nú gaman ef e-r vilja deila með okkur nunnunum og öðrum lesendum áramótaheitum, koma svo ekki vera feimin ;)
Við fáum vonandi bráðum fréttir af Helgu felgu frá Svíþjóð. Ég þykist vita að þar verði á ferð mikil lofsræða um Icelandexpress :P
Bless'ykkur
Gógó

4 comments:

  1. Hahahahaha - "Hætta að slökkva ljósin áður en þú labbar framhjá spegli" - Mjög gott :P

    Ég hendi í eitt sjóðandi blogg í kvöld eða á morgun :)

    Helga

    ReplyDelete
  2. Já góður to do listi:) ég setti mér líka heit um að vera dugleg að teygja eftir æfingar...hhummmm byrjar ekki vel heldur. Svo setti ég mér markmið að byrja að nota tannþráð af einhverju viti...er ekki enn byrjuð en ætla að fara að byrja:)

    ReplyDelete
  3. Koma svo Hjördís! Upp með tannþráðinn :P
    Helga M

    ReplyDelete
  4. Já ég er allavega búin að kaupa hann:)

    ReplyDelete