Sunday, January 30, 2011

Heil og sæl

Af hverju ætli þetta sé sagt "heil og sæl" ? Var það kannski algengt í gamladaga, eflaust á tímum holdsveikinnar, að fólk væri hálft. Þá hefur það væntanlega ekki verið sælt, svo mikið er víst. Því hafi þetta verið einskonar ósk um að fólk héldi öllum sínum útlimum og líkamspörtum. Hver veit ? Það getur oft kostað mig djúpa þanka og í verstu tilvikunum hugarangur þegar ég fer að velta uppruna orða, orðatiltækja eða -sambanda fyrir mér. Hef sent vísindavefnum ófáar spurningar um uppruna hinna ýsmu orða og orðatiltækja en áhugasvið þeirra sem sitja að svörum þar virðist greinilega liggja e-r annarstaðar því ekkert bólar á svörum frá þeim. Síðast spurði ég að því hví sagt er að eitthvað sé laukrétt. Hvað kemur þessi laukur málinu við ? Já tungumálið okkar er svo sannarlega skrítið og skemmtilegt ;) Það kemur best í ljós þegar maður neyðist til að lesa þessa leiðindar ensku, mikið sem það tungumál getur gert annars ágætis texta leiðinlegann.

En hvað á ég nú að segja ykkur, fyrst ég er byrjuð að blogga á annað borð, en ekkert hefur gerst sem er frásögu færandi. Lífið hér hefur gengið sinn vanagang, fastir liðir eins og venjulega. Þó ég vilji nú ekki alveg taka jafn djúpt í árina á wikipedi og segja að heimilslífið hér sé fjölskylduharmleikur, svo slæmt er það nú ekki. Eiginlega sjálfstætt framhald af síðasta bloggi mínu. Ennþá janúar (í einn dag í viðbót) ennþá dimmt (í aðeins fleiri daga í viðbót) og eitthvað svo ótrúelga langt í sumarið (reyndar bolludagur og páskar í millitíðinni sem hægt er að byrja á að hlakka til). Ég er nú frekar mikil svona vetrarmanneskja (En alls ekki snjó unnandi samt) og kann mjög vel að meta kósýheit vetrarins en um daginn þegar það var búið að rigna og loftið var eitthvað svo ferskt og einvher svona vorfílingur í því þá fann ég hvað ég er komin með ótrúelga nóg af vetrinum. Mikið hlakka ég til löngu dagna með björtu nóttunum og að heyra fuglasönginn (eitthvað annað en gargið í starranum). Þá verður gaman. Ég held í alvöru að við íslendingar ættum að leggjast í vetrardvala, bara eins og birnirnir. Aðeins að leggjast á meltuna eftir jólin, bara leggjast upp í rúm og breiða yfir haus og láta sig dreyma um lífsins listisemdir sem bíða eftir okkar rétt handan við lúrinn. Það hefði nú verið verkefni fyrri stjórnlagaþingið að koma því inn í stjórnarskránna: Rétt íslendinga til vetrardvala. Ég held meira að segja að við séum ekki komin svo langt frá björnunum. Svona feit og bangsaleg ;)

Jæja nóg af neikvæðni. Hún er nú alveg til þess að ganga af manni dauðum. Held meira að segja að ég hafi verið hægt komin um daginn bara af fúllyndinu einu saman. Nýji stafræni blóðþrýsingsmælirinn hennar mömmu sýndi að púlsinn hjá mér væri LOW. Sem sagt alveg á mörkum þess að vera lifandi.

Þetta blogg var í boði ósigurs í keflavík í kvöld. Ekkert svartsýnisraus. Nú fer að færast fjör í leikinn og púlsinn rýkur upp úr öllu valdi ;)

Ekki taka lífinu of alvarlega, sleppið hvort sem er ekki lifandi frá því
Gróa

No comments:

Post a Comment