Monday, May 17, 2010

Af fæðingardeildinni

Helga: "Ooo...sjá hvað þessi lömb eru miklar rúsínur...ég gæti bara étið þau"
Sibba: "Mmm...við fáum að éta þau í haust"

Já ég skil, það er semsagt mjög misjafnt hvað heldur fólki gangandi í þessum sauðburði....






Þá er ég komin í dauðburðinn, nei ég meina nú sem betur fer sauðburðinn því flest lömbin fæðast nú með einhverja rænu, en mismikla þó. Enn sem komið er gengur allt ágætlega, enda er Sibba komin alla leið frá Danaveldi og þá getur nú bara ekkert farið úrskeiðis. Dagurinn í gær og í dag voru með allra rólegasta móti og því nýtti ég tímann og tók nokkrar misgóðar myndir af misgáfulegum viðfangsefnum.

Ætli ég byrji ekki bara á henni Sibbu minni, enda væri sauðburðurinn bara ekki samur án hennar.

Sibba leggur alltaf línurnar fyrir vortískuna. Í ár er rauði tónninn allsráðandi og vestin virðast ætla að halda velli. Þverröndótt er að riðja sér til rúms og stívélin eru alltaf móðins.


....Og Sibba sýnir vortískuna á tískuvikunni í Mílanó og þessvegna verður hún að æfa göngulagið eftir sýningarpallinum.




Síminn stoppar bara ekki hjá stórstjörnunni og tískufrömuðinum. Þarna er hún að spjalla við stórvinkonu sína hana Ásdísi Rán, enda eiga þær svo afskaplega margt sameiginlegt...eins og sést mjög greinilega á meðfylgjandi myndum



Inn við beinið er hún samt óttalegur lúði blessunin, hérna líkist hún t.d. meira geimveru en mannveru....



Að sjálfsögðu gefur Sibba sér líka tíma til þess að spila jatsí enda fátt jafn brýnt á hásauðburði.



Mamma og Sibba í góðum gír inni á kaffistofu. Ég elska kaffi og ég elska kaffistofuna...og ég er sko ekki ein um það (lesist "pabbi")

Nóg af bulli í bili








3 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. En ég sé að þú ert komin í fötin mín, eins gott að þau verði hrein þegar ég kem heim aftur !! GG

    ReplyDelete
  3. Eg blogga i grid og erg en ekkert heyrist fra ykkur...

    Stini

    ReplyDelete