Saturday, May 15, 2010

Gervihnattaöld

Já, ég vil nú byrja á því að leiðrétta það sem kom fram í síðasta bloggi hjá Helgu að ég þoli ekki andlega þenkjandi íþrótta blogg. Þvert á móti þá kann ég ákaflega vel að meta þess hátar skrif en mér þykir Helga ætíð og iðulega fara yfir strikið svo þau fara meira að líkjast þriggja klúta raunarsögu sjómannsekkju sem kemur börnum sínum 7 upp til manna á hörkunni og æðruleysinu einu saman. Eða þá að hún keyrir jákvæðnina upp úr öllu hófi svo Pollýönu sjálfri hefði blöskarð. Enda mun hún systir mín seint feta hinn gullna meðalveg í hverju sem hún tekur sér fyrir henur, né í gleði eða sorgum. Ég var meira að segja komin langt með eitt slíkt blogg hér um daginn en enntist ekki nenna til að klára það, hver veit nema ég hafi það af síðar. En þetta var nú bara svolítill útúrdúr. (hvernig ætli maður greini útúrdúr í morfem ??)

Alltaf finnst mér liggja beinast við að skirfa um blessaðan sauðburðinn. Kannski ekki skrítið þar sem hann er yfir og allt um kring. Held að ég væri vel til þess fallinn að skrifa greinflokk um íslensku sauðkindina fyrir brúnaðarblaðið Frey þar sem ég tel mig hafa einstaka innsýn í hugarheim blessaðarar ærinnar. Ég hef nefnilega komist að því að þar er ekki neitt, tómarúmið eitt. Þannig að þegar þær gefa frá sér frekjulegt jarmið þá bergmálr það svo í höfðinu á þeim að þær hræða sjálfa sig og byrja að hlaupa í hringi. Því gremst mér það mjög nú þegar ég heyri einhvern segja að lambakjöt sé dýrt og það lá við að ég hárreitti mig þegar ég hlutasði á einhvern sprenglærðarnn mann tjá sig um að ef bjarga ætti íslands úr þessu hyldýpi kreppunnar þyrfti að skrúfa fyrir styrki til landbúnaðar. Ég myndi glöð vilja sjá þetta fólk taka eins og einn dag í sauðburði og sjá hvort það myndi leggja þetta á sig fyrir þennan pening. Heyri ég Amane ? En þessi inngnagur átti nú að leiða til þess að ég ætlaði að hlífa lesendum við sauðburðar rausi en þar sem ég er orðin svo ofboðslega fljót í pikkinu þá náði hauinn ekki að stöðva fingurnar í tæka tíð.

En aftur að því sem ætlunin var að skrifa um.
Ég fór að hgsa um það í dag hvað við sem erum uppi núna höfum orðið vitni af ótrúlegum breytingum og tækniframförum.Ég tel mig nú ekki vera gamla, allaveg ekki mjög, en samt finnst manni sumt af þeim tæki og tólum sem voru í notkun fyrir ekki meira en kannski 10 árum meira eiga að tilheyra fjarlægri forneskju. Ég man það til dæmis þegar við fórum alltaf í skíðaferðalag til Akureyrar og þá var það aðalmálið hjá okkur stelpunum að taka upp lög á kasettur til að hlusta á vasadiskó á leiðinni. Ég er ekki einu sinni viss um að nærri allir grunnskólakrakkar viti hvað vasadiskó er núna. Svo man ég það líka þegar við fengum internetið. Við Helga kunnum náttúrulega ekkert á það en stundum var sigurjón svo elskulegur að finna einhverjar skemmtilegar myndir handa okkur og prenta út í rosalegum litaprenntara sem Grjóna hlotnaðist ein jólin. Þá héldum við að þvílík gæði yrðu ekki toppuð. Núna er maður sama sem fjölfatlaður ef maður kemst ekki á net eða í síma part úr degi. Já það er satt sum sungið var að tíminn líður hratt á gervihnattaöld.

En talandi um tækninýjungar og fjölfötlun. ipodinn minn er andsetinn. Öll tónlistinn þurkaðist út af houm og ég get ómögulega sett inn á hann aftur. Ég kenni reyndar trylltu tölvunni hennar Helgu um þar sem ósköpin áttu sér stað þegar ég tengdi ipodinn við hana. Svo nú verð ég að hlýða dutlungum útvarpsins og það sem meira er að hær nást aðeins 3 útvarpsstöðvar rás 1 og 2 og svo bylgjan. Svo oft er ekki úr miklu að velja. Þær hafa reyndar allar ýmislegt til síns ágætis. Ég er mikill unnandi rásar 2 og hlust mest á hana. En mér er farið að þykja nóg um umræðu um eltingaleik interpol við Sigurð Einarsson og ég held að ég sé farin að þekkja alla sauðfjárbændur í námunda við Eyjafjallajökul með nafni. Ég verð líka að viðurkenna að oft finnst mér þægilegt að hlusta á gömlu gufuna þegar ég er að þrífa hjá gamla fólkinu enda er KK-sextetinn og Haukur morterns í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er kannski ekki alveg það sem ég er að leita eftir upp í fjárhúsum og hvað þá eftir miðnætti þegar ég þori varla að blikka augunum af hræðslu við að sofna. Ef ske kynni að mig myndi langa til að hlusta á 80' lög þá er bylgjan málið. En mikið vildi ég oft að ég gæti bara skipt um lag. Ef ég væri með play-lista núna þá væri hann einvhernveginn svona:


Fool's day - Blur
Don't tell me that it's over - Amy MacDonald
Go do - Jónsi
Bedrock - Young money
Come on come over - Pétur Ben og Eberg
Paris nights New york morning - Corinne Bailey Rae
Sabali - Amadou og Mariam
Keane - stop for a minute
Message 2010 - coldplay

Já og ýmis fleir en læt þetta duga. Syng þessi lög fyrir sjálfa mig á vaktinni í nótt.
Over and out
Gógó !

2 comments:

  1. Flott blogg fröken alvarleg :) vonandi gengur vaktin vel... man þá daga þegar ég þurfti að vaka á nóttunni og hjálpa lífum að komast í heiminn. Þá var maður ennþá talsvert léttarin en kindurnar sjálfar haha. En allaveganna ... gott blogg og takk fyrir frábæra innsýn í útvarpsval þitt þessa dagana :)

    ReplyDelete
  2. jà ég man nu eftir parti ur nott uppi fjàrhusum thar sem vid sibba (eda sigurjon) skiptumst à ad hlusta à naeturutvarpid i vinnuvélaheyrnatolunum. eitt lag à mann og svo skipta...

    ReplyDelete