Wednesday, May 12, 2010

Sumar....



Mig dreymir um þetta núna.....























"Dreyma" er kannski ekki nógu sterkt orð, "þrá" er meira í áttina. Þetta virkar allt frekar fjarlægt núna, þó mér finnist ég ekki biðja um mikið. Kannski að ég leggist bara út í móa, sofni og freysti þess að vakna einhverstaðar langt í burtu í sól og sumaryl. Í það minnsta dreymir mig kannski langan, góðan draum þar sem ég ligg heltönuð í sólinni í nýju bíkini, með leggi eins og Claudia Schiffer. Þetta verður að bíða betri tíma, allaveg fram yfir sauðburð svo mikið er víst. Eins og mig langaði nú lítið til að minnast á hann í þessu bloggi. Held að það sé samt nánast óumflýjanlegt núna þegar það liggur við að ég jarmi í stað þess að tala. Já það er greinilegt að sumarið er að nálgast þegar að hitastigið mjakar sér aftur niður í átt að frostmarkinu og Krían hótar manni barsmíðum fari maður á skokkinu örlítinn spöl frá húsinu. Já svo sannarleg vorboðinn ljúfi. Ég gerði mjög góða ferð í kaupfélagið í gær og keypti mér þessa flottu badminton spaða en komst svo að því þegar ég kom heim að ég hafði eiginlega engan til að spila við svo ég hef verið mest í því að halda flugunni á lofti eins lengi og ég get, það er lúmst erfitt þar sem hún kemur sjaldnast niður á sama stað og ég sló hana upp, merkilegt og þarfnast frekari rannsókna. Ætli það yrði samþykkt sem viðfangsefni lokaverkefnisins í íslaneku ??

Læt staðar numið hér og ég bíð spennt eftir því að Helga prufukeyri þetta nýjastjórnkerfi.

Bless í bili
GG

No comments:

Post a Comment