Saturday, May 15, 2010

Beðið eftir Sibbu













Sibba systir átti að koma um miðjan dag í gær en þetta blessaða eldfjall ætlar bara ekki að hætta að væla og tuða og því var fluginu hennar aflýst. Sem betur fer fékk hún nú annað flug en samt ekki fyrr en í kvöld. Framundan eru því rúmlega 10 tíma bið eftir danka Íslendingnum og ég er ansi hrædd um að þessir 10 tímar verði eitthvað lengi að líða...svei mér þá ef þeir verða ekki bara lengur að líða en þegar maður beið eftir jólunum hérna í gamla daga ( já eða fyrir svona tveim árum eða svo)



Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór í sprautu hjá Örnólfi lækni í gær og er ennþá töluvert eftir mig, álpast um með erfiðsmunum og get ekki keyrt. Sprautan sjálf var nú svolítil upplifun. Hann byrjaði á því að taka blóð úr mér og setti það svo í svona skilvindu sem skildi að blóðplasmann og blóðkornin og sprautaði svo plasmanum aftur í löppina á mér, rétt hjá hásininni. Það fylgdi engin deyfing í kaupæti og þess vegna var þetta alveg ansi vont. Nú er bara að vona að þetta virki sem skildi. Reyndar var batinn búinn að vera mjög mikill síðustu daga og ég tók meira að segja grindahlaupsæfingum í göddum stuttu fyrir sprautuna og það var snilld. En þá lítum við bara svo á að þessi sprauta sé lokahnúturinn á þessum meiðslum, enda getur hún ekki gert neitt verra en það er nú þegar, þ.e. þessi sprauta ertir ekkert í kringum sig



En vissulega þarf ég núna að taka því rólega í nokkra daga á meðan þetta jafnar sig en það er klárlega þess virði. Það er útséð með að ég fer ekki til Götzis og það var svolítið áfall í fyrstu en ég var nú ekkert mjög lengi að jafna mig á því, Götzis er nú einu sinni á hverju einasta ári og ég ætla mér að taka þátt á því í framtíðinni :) HM unglinga er aftur á móti bara einu sinni og því ætlum við að leggja allan metnað í að ná sem bestum árangri þar. Sama hvort ég verð komin í eitthvað form þá eða ekki ætla ég að njóta þess að keppa þar við bestu aðstæður, í nýju landi og fá reynlsu í bankann....Það verður mjög gaman :)

Nú verð ég bara að nýta hvern einasta dag sem best fram að móti, æfa skynsamlega, hvíla meira, borða holt, fara meira í Kolaportið (það er svo hollt fyrir sálina), kaupa mér meira af fötum (svo hollt fyrir áruna) og brosa meira (kinnvöðvarnir þurfa líka að vera í góðri þjálfun sjáið til). Það skiptir nefnilega svo ótrúlega miklu máli að líða vel á öllum sviðum ætli maður sér að ná góðum árangri í íþróttinni.


En hvað um það, ég ætlaði nú ekki að þreyta ykkur mikið með andlegum íþróttapælingum mínum, aðallega vegna þess að Gógó þolir ekki þesslags færslur. Kannski ég ætti bara að nota eina af þessum fjórum bloggsíðum sem ég stofnaði um daginn fyrir andlegar íþróttapælingar :P

En jæja...nú er klukkan alveg að verða hálftólf og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera til kvölds...ég er nú þegar búin að spila bæði packman og tetris og mér til mikillar furðu líka búin að komast að því að tölvuleikir liggja algerlega fyrir utan mitt hæfileikasvið, en þó var ég skömminni skárri í Packman en Tetris.

Svo kemur sólin á svalirnar eftir nokkra klukkutíma, þá gæti ég dröslað hægindastólnum út á svalir og tekið smá lúr...en þá þarf ég náttúrulega líka að drösla stólnum inn aftur og það er klárlega of mikil fyrirhöfn :p Þá gæti ég endurnýjað kynni mín við númera-listverkið sem ég keypti mér stuttu eftir að ég tognaði á hamnum fyrrasumar og þurfti allt í einu að hafa fyrir því að finna mér eitthvað að gera á daginn....Svo gæti ég haldið áfram að lesa æviágip Marion Jones sem ég byrjaði á í gær. Það er alveg sama þó hún hafi verið ótrúlega óheiðarleg, tekið inn stera, blekkt okkur öll og fengið mig til þess að fella tár á sínum tíma, ég mun alltaf bera ótrúlega mikla virðingu fyrir henni og hún verður alltaf Marion Jones! Svo finnst mér líka bara mjög svalt hjá henni að vera búin að taka fram körfuboltaskóna á nýjan Linkhttphttp://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/05/13/marion_jones_komin_i_korfuboltann/:// Sérstaklega finnst mér gott hjá henni að ætla ekki að skríða inn í einhverja skel og láta sig hverfa. Hún verður að sjálfsögðu að lifa með þeim mistökum sem hún gerði og ég efast ekki um að hún sér mjög eftir því sem hún gerði....Allir geta gert mistök, og allir eiga skilið að fá annað tækifæri og reyna fyrir sér á nýjum sviðum.
En núna er semsagt komin skýring á þessum myndum sem bloggið byrjaði á. Auðvitað átti bloggið að vera voðalega fínt og myndirnar inn á milli textabrotanna en ég kann bara ekki rassgat í bala á þetta blogspot kerfi og því verður þetta bara að vera svona...
Jæja, ég ætla að fara að láta tímann líða hraðar...kannski ég fari úr náttfötunum og álpist upp í bakarameistara og kaupi skonsu svo Sibba geti gætt sér á henni þegar hún kemur loksins heim :) Kannski ég kaupi bara meira að segja nokkrar skonsur og færi ambáttinni á Reykjum eina :P
Lifið heil og njótið lífsins - "Focus on the journey, not the destination" :)
















2 comments:

  1. ohh helga ég er líka bara að bíða og bíða, en nú fer þetta alveg að koma. Og ef þetta flug verður ekki on time í kvöld þá, já þá veit ég ekki hvað !!

    ReplyDelete
  2. Hahahahahahahahahaha ertu í alvörunni ekki ennþá búin með þetta fræga númeraða listaverk ?? ;)

    ReplyDelete