Thursday, May 13, 2010

Prufukeyrsla

Góðan dag og gleðilegan uppstigningardag
Þetta blogg verður nú ekki langt að þessu sinni þar sem ég var í rúmt korter að skrá mig inn í þetta nýja kerfi og svo annað korter að leita að því hvar maður getur skráð nýja færlsu. En nú veit ég allavegana að maður á ekki að fara í "create blog" því þá býr maður til nýja bloggsíðu...og nei það virkar heldur ekki að fara fjórum sinnum í "create blog" og búa til fjórar nýjar bloggsíður .... :P

Reykjavík skartar sínu fegursta þennan morgunin og sólin brosir til mín...Blessuð sólin er nú búin að vera þónokkuð dugleg að skína þessa síðustu daga en því miður þá skín hún sjaldnast á réttum stöðum. Þannig skín hún á svölunum eftir klukkan fjögur á daginn en þá er ég alltaf á æfingu. Þannig að ef ég ætla að sitja í makindum mínum úti á svölum þarf ég annaðhvort að taka mér frí frá æfingu (en það þarf nú eitthvað stórkostlegt að gerast svo það verði) eða þá bara klæða mig í kraftgallann og taka hitalampann með mér út. Þetta veit ég eftir að hafa reynt að sitja úti í stuttbuxum og bol og ekki uppskorið neitt nema kulbletti og bláar varir. Nú er svo komið að ég fer ekki út á svalir nema í brýnustu nauðsyn og þar af leiðnadi hefur þvotturinn verið úti á svölum alveg skuggalega lengi...enda ekki brýnt verkefni að ganga frá honum fyrr en Gróa kemur heim...þannig að Gróa, vinsamlegast láttu mig vita með a.m.k. þriggja daga fyrirvara hvnær þú kemur aftur í bæinn :P

Annars mun ég skottast í sveitina á föstudaginn og kem þar af leiðandi til með geta spilað badminton við elskulega systur mína...enda hef ég töluverðar áhyggjur af því að hún sé að breytast í rollu eða eitthvað þaðan af verra...

En nú er ég farin á morgunæfingu, spjótkastæfing í góða veðrinu :)

2 comments:

  1. þarft bara að koma í heimsókn á svalirnar hjá mér! þar skín sólin akkúrat svölunum frá svona 11-5.. enda tókst mér að verða mér útum bruna á því að sitja úti að læra í prófunum ! :/

    ReplyDelete
  2. Helga Margrét ÞorsteinsdóttirMay 15, 2010 at 3:33 AM

    Haha...Já Hulda ég kem pottþétt í heimsókn á svalirnar hjá þér við tækifæri :) Þurfum líka að venjast sólinni og svona áður en við förum til Kanada :P

    ReplyDelete