Sunday, July 25, 2010

Enn meiri dramatík.....

Nei nú er mér allri lokið. Krían hefur unnið sigur og er um það bil að leggja Hrútafjörðinn undir sig. Ég hef oft sagt hvaða hug ég ber til þessara fulga og ég fer sko ekki af þeirri skoðun núna þó þær telji sig hæstráðandi á mínum heimaslóðum. Við Arney héldu í hættuför í mitt kríuvarpið nú um helgina og freistum þess að finna kríuunga en þeir eru sjaldséðir þar sem fáir hætta sér í svo mikla nálægð við varpsvæði illfyglanna enda engum óhætt þar. Ætlunin var að gera heimildarmynd um þessar hættu för

En því miður tókst ekki að klára verkefni þar sem myndatökumaðurinn varð fyrir skyndiárás og þurfti að taka sprettinn meðan að aðstoðarmanneskja stóð og skellihlóg. En sá hlær best sem síðast hlær því þegar að krían hafði ellt mig upp að bæjardyrum snéri hún við beinustu leið til Arneyar sem fékk þá að taka til fótanna.

En það er aldrei að vita nema takist að leggja lokahönd á myndina um næstu helgi.

Ég var sem sagt heima í sveit um helgina, ósköp sem það var nú gott (fyrir utan sífellar árásir frá kríum). Veðrið var alveg einstakt á þessu svæði á mörkum hins byggilega heims, 20°hiti og sól, ekki amalegt það.

Á sunnudaginn héldu ma&pa svo í sitt árlega og stórkemmtielga sumarfrí. Ferðinni heitið eitthvað vestur á firði, aldrei þessu vant, á besta bílnum á bænum að pabba mati, bláu skutlunni. Á meðna mamma þeyttist til og frá að pakka niður fyrir reisuna stóð pabbi og galaði hvar í ósköpunum bók ferðafélagsins um vestfirðina væri og hvort þau gæti nú ekki farið að leggja af stað ;) Mamma auðvitað löngu búin að setja bókina oní bakpoka. Vonandi verður fríið ánægjulegt hjá þeim, ekki verður það langt í það minnsta. Pabbi vill sífellt vera að fara eitthvað en hann hefur samt engan tíma til að vera að heiman og er því yfirleitt ekki fyrr lagður af stað en hann er kominn heim aftur.

Jæja best að fara að gera eitthvað af viti, hvað sem það nú verður.

Bless í bili

GG :)

1 comment:

  1. Hahaha þetta er mjög góð færsla hjá þér systir góð. Ég sé að síðustu mínúturnar fyrir brottför sumarfrísins hjá hjúunum breytast aldrei neitt :P
    Mikið sem ég hlakka til að sjá þig þegar ég kem heim - við Sibba söknum þín sárt
    Helga Margrét

    ReplyDelete