Monday, July 19, 2010

Síðan skein sól

Það er ekki annað hægt að brosa sínu breiðasta núna í sumarblíðunni. Svona allaveg þegar maður getur verið úti. Segi ekki að ég brosi hringinn í dag þegar ég var inni að skúra í steikjandi hitanum. Leið soldið eins og í hot-yoga. Þau sem hafa prufað það vita hvernsu geðslegt það er :S Ef ég kemst einhvertíman inn á þing þá verður það mitt fyrsta verk að leggja fram fraumvarp um bann við þrifum innanhúss þegar hitinn er yfir 15°C. Get ekki ímyndað mér annað en það verði samþykkt með tandurhreinum meirihluta ;)

En til að gera langa sögu stutta þá hefur ekki bara verið eintómt sólskin hér hjá nunnunum. Við nældum okkur í matareitrun, ekki spyrja hvað við borðuðum því það er okkur hulgin ráðgáta. En hvað sem það var þá mæli ég ekki með því. Ég veit ekki hvort það olli mér meiri ógleði matareitrunin sjálf eða að sjá fram á að ég þyrfi að þrýfa upp spýjuna frá helgu út um alla íbúð. Þegar mér var alveg hætt að lítast á blikuna dreif ég hana, og mig, beinustu leið til læknisins. Næstu dagar einkenndust mestu að svefni og almennum leiðindum. Hefði greinilega átt að taka þetta bara með trompi í einn dag eins og Helga. En nú er þetta yfirstaðið, sem betur fer.

Við Soffía brugðum okkur í sölumannsskónna síðasta sunnudag. Vorum með bás í kolaprotinu. Salan gekk mjög vel en þar sem við erum báðar tvær alveg ofboðslega góðhartjaðar þá var það ekki gróðavoninn sem rak okkur áfram heldur frekar von um að einhverjir gætu gert góð kaup hjá okkur og eignast góða og eigulega flík. Það held ég að hafi pottþétt gerst því undir lokin fóru hagsýnar húsmæður frá okkur með fullt fangið að fötum fyrri slikk ;) En það voru alveg ótrúlegustu skrípaklæði sem við gátum sellt, greinilegt að smekkur manna er misjafn og ekkert nema gott um það að segja.

Sibba sys kom til landsins núna um miðjan mánuðinn og verður út ágúst. Hún er ekki fyrr komin heim til að njóta íslenska sumarsins en hún fer út aftur, nú til Kanada með Helgu á HM 19 ára og yngir. Ég skilin eftir hér heima :/

Léttog laggott í þetta skiptið. Aldrei að vita nema að einvherjar fréttir komi frá Kanada, veit allaveg að ferðalagið byrjaði ansi skrautlega.

Njótið nú góða veðursins meðan það er þar að segja þið sem eruð í blíðviðrinu þið hin finnið bara eitthvað annað til að gleðjast yfir á nógu er nú að taka.
GG ;)

No comments:

Post a Comment