Thursday, July 29, 2010

Evrópumeistaramótið í Barcelona

Sit uppi á herbergi 10-11. Já þið sem haldið að þið séuð að uppgötva fyndinn brandara um að það sé opið allan sólarhringinn í herbergi 10-11 þá þykir mér mikill miður að segja ykkur að það er nú þegar búið að uppgötva skrýtlu þessa við mikinn fögnuð okkar herbergisfélaganna.

Akkúrat þessa stundina sit ég hérna alein og hlusta á eitthvað raggie-popp úr Kyrrahafinu sem Ásdísi hefur tekist að troða ansi vel inn í hausinn á mér. Ásdís er farin út á völl til þess að keppa í úrslitum í spjótkasti. Það er enginn smá árangur sem stelpan er að ná, að vera meðal tólf bestu spjótkastara í Evrópu er fáranlega góður árangur! Ég veit að hún á eftir að standa sig vel í úrslitunum á eftir og sama hvernig fer verð ég alltaf mjög stoltur æfingafélagi með meiru :p

Á morgun er svo röðin komin að mér. Ég verð nú að segja að það er svolítið erfitt að gíra sig upp fyrir annað stórmót svona strax þar sem ég er eiginlega ennþá að jafna mig eftir spennufallið sem fylgdi HM. En það er samt frábært að vera hérna og mér líður vel í Barcelona. Að sjálfsögðu ætla ég að gera mitt besta en engu að síður leggjum við aðallega upp með að hafa gaman af keppninni og hafa gleðina í fyrirrúmi. Ég hlakka allavegana ekkert smá til þess að fá að keppa við Jessicu Ennis og allar hinar drottningarnar - það er nú viss áfangi! Allavegana þá eru himinháar árangurslegar væntingar ekkert að drepa mig.

Þetta verður nú alveg voðalega stutt að þessu sinni. Ég byrja að keppa á morgun klukkan níu að íslenskum tíma. Það er ekki sýnt frá mótinu á RÚV en það er án efa hægt að finna mótið einhversstaðar á netinu.

Ég hlakka allavegana til þess að láta heyra í mér aftur eftir keppni því þá ætla ég að vera hoppandi kát og hress :)
Njótið verslunarmannahelgarinnar og gangið hægt um gleðinnar dyr. Mér þykir leiðinlegt að missa af samkomu bindindismannafélags Vestur Húnvetninga en svona er nú bara lífið - ég valdi Evrópumeistaramótið að þessu sinni :P


2 comments:

  1. Það eru bara bittur sem velja spánarferð fram yfir bindindindismannamótið !!!
    GG

    ReplyDelete
  2. hahahaha...misti mig aðeins í indindinu....
    GG

    ReplyDelete