Thursday, September 23, 2010

Keðjuverkun

Ég ætla að byrja þetta blogg (er reynda nú þegar byrjuð en þetta telst ekki með) á að slá fram fullyrðingu með þeim hætti sem var verið að enda við að brýna fyrir okkur íslenskunemunum að ætti alls ekki að gera, já svona er háskólanámið að gera gott mót. Er reyndar komin á þá skoðun að nám sé svo görsmamlega ofmetið að ég er bara að hugsa um að hætta. Mikill meiri hluti af allri vitleysunni sem verið er að troða inn hausinn á okkar lekur jafnharðan út. Svo þetta er ekki til annars en útvega blessuðum kennurunum vinnu. Ég er reyndar ekki viss um að þeim finnist öllum launin ná að bæta upp þær raunir sem þeir þurfa að ganga í gegnum við að reyna fá heildauð nemendurna til líta upp frá facebook og bjóða góðan daginn. En nú er ég komin langt af leið, þaðan sem þessi litli inngnagur átti að leiða mig.

Fólk (já þetta er sem sagt alveg bannað, hvað fólk ? Kínverjar, skúringakonur, dópistar?? ) og þar á meðal ég er oft að bísnast yfir því þegar fjölmiðlar, alþingismenn, tannlæknirinn, Palli á verkstæðinu og bara hver sem er tönglast stanslaust á svona "tískuorðum" einhver orð eða orðasambönd sem henta svona líka vel í uræðunni um ekki neitt og eru því brúkuð í skít. Má nefna t.d. milliliðir, keðjuverkun, skjaldborg heimilanna og fleiri sem ég man ekki núna. Sum þessara orða skil ég ekki einu sinni, ég er ábyggilega ekki ein um að finnast það sem verið er að japla stöðugt á ekki koma mér við. En svo komst ég að því að þessi orð eru ekki bara orðin ein. Hér kem ég með lítið dæmi

Keðjuverkun í Hvassaeleiti

Þegar ég ákvað að nú væri mál að setast á skólabekk fannst mér það alveg ótækt að ég sæti við gamla skrifborðið hennar mömmu sem farið var að líkjast dalmatíuhundi. En þar sem nám og peningaleysi eru tvö órjúfanleg hugtök þá ætlaði ég að gerast hagsýn og fara með borðið niðrí bílskúr og lappa bara upp á það sjálf. Til að gera langa sögu stutta þá er borðið þar enn. Svo nálguðust fyrstu háskólaprófin og ég var ekki með neitt skrifborð. Ég sá það í hendi mér að þetta gæti ekki þýtt neitt annað en fall svo ég fór með móður minni í IKEA og festi kaup á þessu fína skrifborði. En frá því að ég afrekaði að setja borðið upp þá hef ég varla séð það. Ástæðan, jú það henntar svo vel undir öll fötin sem annars lægju á gólfinu og ég fengi bara í bakið að bogra yfir hrúgunni þegar ég væri að leita að eitthverju.



Það hljóta allir að sjá að ég læri nú ekki mikið við þetta borð. Því hefur stofuborðið orðið fyrir valinu og það lítur svona út




Huggulegt ekki satt. Svo er ég þannig að ég get ómögulega bara setið og borðað matinn minn og ekki gert neitt annað í leiðinni. Svo þegar ég er búin að lesa öll blöð, næringarinnihladstöflur, auglýsingar og annað prentað mál sem finnst inni í ehldhúsi og útvarpið gubbar einhverjum leiðindum þá færi ég mig stundum inn í stofu ef ske kynni að sjónvarpið sýndi óvenju skemmtilegar auglýsingar. En þar sem stofuborðið er upptekið þá sest ég á gólfið og set diskinn á sófaborðið, það er nebblega alveg ómögulegt að sitja í sófanum og bogra yfir lágu borðinu......


svona gæti ég haldið áfram lengi en það er margt sem ég ætlaði að koma í verk í dag svo ég læt staðar numið núna. Kem kannski með fleiri útskýringar á svona hávísindalegum hugtökum svo allir ættu að skilja

Njótið helgarinnar
Gógó :)

2 comments:

  1. Væri ekki bara ráð að gera sér ferð í kolaportið,ekki til að kaupa,heldur selja eitthvað af þessum fötum sem eru á borðinu og kanski meira til svo það verðipláss fyri námsbækurnar.En ég sé á þessum myndum að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.
    MOr

    ReplyDelete
  2. Nei nei nei...ég þarf hverja og eina einustu flík og meira til

    ReplyDelete