Monday, September 27, 2010

Spurt og svarað

Mörgum finnst nunnurnar æði líkar, sumir meira að segja hafa ekki áttað sig á því að þær eru tvær (t.d. nágrannanir sem halda ítrekað áfram að óska Gróu til hamingju með glæstan árangur og þeir meina ekki á körfuboltavellinum og spyrja út í meiðslin sem engin eru, nema þá kannski geðræn). Sjái maður aðra nunnuna þá er mjög líklegt að hin sé ekki langt undan. En hversu líkar eru þær í raun og veru og hversu vel þekkja þær hvor aðra ?? Nunnunar lögðu nokkrar spurningar fyrir hvor aðra til að komast til botns í þessu.

Helga um Gróu

Hvað er leiðinlegast að gera ?

Henni finnst leiðinlegast af öllu að fást við eitthvað svona tæknilegt dót. Eins og t.d. bara að setja DVD disk í DVD spilarann eða setja eitthvað í samband. Henni finnst líka leiðinlegt að keyra, finnst miklu betra að láta mig keyra og vera á sama tíma í bráðri lífshættu :P

Rétt svar: Erfitt að gera upp á milli þess að reyna að lesa lyriske strukturer og koma lambfénu fyrir í fjárhúsunum í sauðburðinum

Hver er fyndnastur ?

Henni finnst Helga Braga vera fyndnust.

Rétt svar: Ármann Jakobsson. Hver hefði getað hugsað sér að miðaldarbókmenntaáfangi gæti verið svona skemmtilegur.

Til hvers lítur hún mest upp til ?

Ahhh... þessi er svolítið erfið. Gæti giskað á Larry Bird eða Jordan en ég held ég giski samt frekar bara á Marion Jones eða Vala Flosa. Svo gæti það líka bara verið Helena Sverris eða eitthvað. Gróa er ekkert mikið fyrir það að flagga því hverra hún lítur upp til.

Rétt svar : Mömmu og pabba því þau eru alveg ótrúlegir dugnaðarforkar

Uppáhalds bíómyndin ?

Guðrún er mjög léleg þegar kemur að öllu svona bíómynda dæmi því hún hefur eignlega ekki þolinmæði í að hofa á heila mynd. En ég giska samt á Gladiator eða Wimbledon.

Rétt svar: úfff...soldið erfitt, ekki mikil bíómyndamanneskja. Jú Wimbledon er í sérstöku uppáhaldi, sá líka Submarino í gær og hún var ótrúelga góð enda klippti Andri hana ;)

Draumurinn ?

Að komast í Woman NBA. Eftir ferilinn flyst hún svo aftur heim til Íslands og kaupir sér lítið rautt tréhús í miðbænum sem hún fær að innrétta alveg sjálf. Svo byrjar hún með matreiðsluþátt og gefur út fullt af matreiðslubókum og heldur úti matreiðslusíðum og gerir ekki annað en að vesenast í mat.

Rétt svar: Að verða atvinnumanneskja í körfubolta. Hverjum dreymir svo ekki um að vinna vænan lottóvinning og eyða honum aðallega í föt....og mat :)

Hvað í þínu fari helduru að fari mest í taugarnar á Helgu?

Hvað ég tuða ótrúlega mikið um ruslið og draslið í íbúðinni.

Rétt svar: Það fer eiginlega mest í taugarnar á mér að þegar hún fer í sturtu þá skrúfar hún aldrei almennilega fyrir þannig að það dropar alltaf og skvettist fram á gólf. Það fer samt líka í taugarnar á mér hvað hún drekkur mikið kaffi. Núna þegar ég berst við koffín fíkilinn í mér hikar hún ekki við að hlamma sér við hliðin á mér með súkkulaði og möndlukaffi. Ekki mjög vinsælt


Gróa um Helgu

Hvað er leiðinlegast að gera:

Það hlýtur að vera taka til. Engin önnur ástæða gæti verið fyrir því hvað hún gerir það sjaldan.

Rétt svar: Mér finnst fátt leiðinlegra en að þrífa rak í norðan beljanda heima í Hrútó. Mér finnst heldur alls ekki gaman að taka til í eldhúsinu, en ég geri það hvort eð er svo sjaldan að það er ágætis tilbreyting þegar ég tek mig til og geri það :P

Hver er fyndnastur?

Pétur Jóhann Sigfússon, held að hann þurfi varla að opna munninn til að hún spryngi úr hlátri

Rétt svar: Mér finnst Pétur Jóhann Sigfússon vera fyndnastur. Verð reyndar líka að nefna Sigurjón Stóra frænda minn, mér finnst hann alltaf vangefið fyndinn.

Til hvers horfir hún mest upp til ?

Það hlýtr að vera Karolina Kluft og kannski mömmu og pabba líka

Rétt svar: Íþróttalega séð er það Ólafur Stefánsson, það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana, nema þá kannski Karolina Kluft. En ég hef samt alltaf og mun örugglega alltaf líta mest upp til systkina minna.

Uppáhalds Bíómynd ?

Love and basketball hæfileg blanda af íþróttum og ást :P

Rétt svar: Moulin Rouge trónir á toppnum, ást og drama

Draumurinn ?

Að verða ólympíumeistari í sjöþraut

Rétt svar: Að verða ólympíumeistari í sjöþraut. Standa á efsta palli, fá gull um hálsinn, hlusta á þjóðsönginn, tárast og fá gæsahúð. Getur ekkert toppað þetta


Hvað í þínu fari helduru að fari mest í taugarnar á Gógó?

Það hvað ég er gleymin. Hún biður mig um að taka úr þvottavélinni og nokkrum sekúndum síðar er ég búin að steingleyma því. Henni finnst líka pirrandi að ég skil alltaf nýjar og nýjar töskur eftir á ganginum og hvað ég svara spurningum hennar stundum seint.

Rétt svar: Hvernig hún stundum blokkerar sig frá öllu utanaðkomandi, sérstaklega þegar hún er í tölvunni, svo það er ekki nokkur leið að ná sambandi við hana. Hálftíma eftir að ég spyr hana að einhverju þá kemur "ha ???" Og hvað hún er ótrúlega gleymin, síðan hvenær var "ég gleymdi því" afsökun fyrir að gera ekki hlutina ???

Eru þær nokkuð svo líkar ??? Nei ekki svo. Og þær vita sama sem ekkert hvor um aðra, um hvað eru þær eiginlega að tala allan tímann sem þær hanga saman ?

1 comment:

  1. Helga,þú þekkir mig nú bara miklu betur en ég geri sjálf. Var alveg búin að steingleyma að Gladiator er náttúrulega uppáhalds uppáhalds myndin mín. Man líka núna hvað allar töskurnar sem fylgja þér fara ótrúelga í taugarnar á mér og svo held ég bara að mér lítist miklu betur á draumaplanið sem þú gerðir fyrir mig en mitt ;)

    ReplyDelete