Monday, September 20, 2010

Skemmtilegt haust

Það er ekki um að villast, það er komið haust og gott betur en það, ef dagatalið lýgur ekki að mér þá er kominn 21. september! Mörgum finnst haustið ekki skemmtilegt, það fer að dimma, rignir út í eitt og allt verður niðurnjörfað eftir frelsi sumarsins. En okkur nunnunum þykir haustið skemmtilegur tími. Haustið er upphaf einvhers nýs og skemmtilegs. Ef það er einvher sem hatar haustið sem enn nennir að lesa þá viljum við gefa þeim nokkur góð ráð til að gera haustið skemmtilegt.

Í haust mæla nunnunar með :



Réttir
Ekkert lifandi mannsbarn ætti að láta réttir fram hjá sér fara (nema þau hafa fyrir því mjög góðar og gildar ástæður auðvitað, sem sagt sibba :P)Hver hefur ekki gaman af því að henda sér út í hasarinn í almenningnum velja sér stærsta lambrhútinn og taka á öllu sínu til að koma honum í réttan dilk. Það jafnast bara ekkert á við réttastemninguna eða hvað þá réttaballið :)



Rólegaheit
Loksins verður aftur leyfilegt að slaka aðeins á eftir ofvirkni sumarins. Þá er tilvalið að taka sér handavinnu í hönd. Hella upp á kaffi og maula á hnetum og þurkuðum ávöxtum. Það er mjög róandi og um leið mjög góð æfing fyrir þolinmæðina þegar þarf að rekja upp ;)



Fótabaðið á fjörunni á Seltjarnarnesi
Í fjöruborðinu á nesinu er ótrúlega skemmtilegt ylvolgt fótabað. Hvort sem maður vill vera einn með sjálfum sér, fylgjast með fuglunum og hlusta á sjáfarniðinn og jafnvel yrkja ljóð eða eyða kvöldstund með ástinni sinni, besta vin/vinkonu, mömmu eða pabba þá verður enginn svikinna af fótabaðinu.Ekki skemmir fyrir að hafa með heitann sopa í hitabrúsa. Svo er líka gaman að dýfa tánum í sjóinn.




Kalt bað
Ef einvherjum dugir ekki að dýfa tánum í sjóinn þá er bara að skella sér í sundfötin og fara alla leið. Skotheld leið fyrir þá sem eru nú þegar helteknir af skólasljófleika og vilja aðeins hirsta upp í heilabúinu. Síðastur út í er hrútspungur :P



Nýtt lambakjöt
Haustið er tími lambakjötsins í allri sinni dýrð. Nýtt lambakjöt, slátur, svið....getur dimmu í dagsljós breytt ;)

Jæja nú ætti engum að leiðast í haust

4 comments:

  1. Your blog is very interesting, good job, and very nice pictures. I´ll follow your blog frecuently.

    Big hugs from Spain

    ReplyDelete
  2. Sko tharf ekki annad en ad setja mynd af mér i badfötum à siduna og lesendahopur bloggsins vikkar til muna samanber kommentid hérna ad ofan!
    Stina

    ReplyDelete
  3. Já það er spurning hvort við hugum ekki að frekari útrás og gröfum upp fleiri myndir af þér léttklæddri.

    ReplyDelete
  4. jà nei nei ekki viljum vid ad sidan brenni yfir af of mikilli adsokn.
    Stina

    ReplyDelete