Thursday, September 30, 2010

Það er svo skemmtilegt...

að fara í kolaportið
að elda og borða góðan mat
að vera hrósað
að hrósa og sjá að það gleður!
að spila körfubolta
að vera Íslandsmeistari
að ná markimiði sínu eftir að hafa lagt virkilega hart að sér
að komast heim í sveit eftir að hafa verið of lengi í borgarsvallinu
þegar ég skipti um útvarpsstöð og þá byrjar akkúrat uppáhalds lagið mitt
þegar við nunnunar fíflumst eins og vitleysingar og hlægjum þangað til það líður næstum yfir okkur
þegar ég hef verið að þræta við e-n og kemst svo að því að ég hafði rétt fyrir mér ;)
að setja niður risa þrist á ögurstundu í leik (ætti nú kannski að gera það oftar)
að heimskækja Sibbu og Stínu
þegar Sibba og Stína eru á landinu og öll fjölskyldan er saman
að kaupa nýjan kjól
þegar íbúðin er hrein og fín


Ég gæti haldið svona áfram í allan dag. Stundum þarf maður bara aðeins að minna sig á af hverju það er svo ótrúlega gaman að vera til :)

Njótið dagsins
Gógó :)


Og munið að brosa......






4 comments:

  1. þú ert krútt !!
    knús á þig

    ReplyDelete
  2. Frábært! Tímamótablogg
    Meira svona
    Kv. hin nunnan

    ReplyDelete
  3. jà thetta er svo sannarlega timamotablogg en hvad er med thessa mynd af mér!!??
    Stina

    ReplyDelete
  4. Þú brosir svo fallega Stína

    ReplyDelete