Friday, September 10, 2010

og meira um mat....

Það ættu allir lesendur þessa bloggs að hafa áttað sig á því hve allt matarkyns er okkur nunnum ofarlega í huga. Ég (GG, held ég geti reyndar talað fyrir Helgu líka í þesum efnum) hugsa vandræðalega mikið um mat. Ég er alveg hand viss um að ég endi sem ráðskona í sveit með svuntuna fasta á mig og fari helst ekki úr eldhúsinu, nema þá til að þrýfa aðra hluta hússins, jú og kannski til að sofa, vona að ég verði aldrei svo heltekin að ég fari að sofa í eldhúsinu.



Ef ekki væri fyrir það hvað það fer illa saman að vera 500 kíló og vera á fullu í íþróttum þá væri ég það pottþétt :P Ég held að ég muni daginn sem hugsanir mínar urðu helteknar af mat, reyndar af mat sem ég ætlaði ekki að borða. Og þegar maður hefur verið í megrun svo lengi sem elstu menn muna (með mjög svo mismikilli ákefði og árangri eftir því en í önnur skipti aðeins og mikið í hina áttina) og þá verða hugsanir, uppskriftir og myndir af yndislegum kræsngum oft að duga. Ég er að vinna að því að koma mér upp góðu safni uppskriftabóka. Ég kem ekki til með að elda nokkuð upp úr mörgum þeirra en það er garanterað að ég mun fletta þeim öllum miklu oftar en nokkurri annari bók sem ég á (í það minnsta eftir að símaskráin kom á netið). Þegar ég fer á bókasafnið til að taka einhverja spennandi bók á við íslenska setningafræði eða hugtök og heiti í bókmenntum þá enda ég alltaf af einvherjum óskiljanlegum ástæðum fyrir framan hilluna með uppskriftabókin ef ske kynni að komin væri ný uppskriftabók eða gestgjafablað sem ég er ekki búin að skoða, því miður er það alltof sjaldan sem svo er enda er ég búin að taka flest blöðin og bækurnar oft. Og svo er það internetið. Þvílíkt magn sem er af matartengdu efni !!! Eins gott að það verði nettenging á sveitabænum sem ég enda á. Ég get svvoooo gleymt mér við að skoða uppskriftir af öllum mögulegum og ómögulegum réttum. Uppáhalds síðan mín er www.lickmyspoon.com aðallega fyrir það að á henni er svo ótrúlega margir linkar á hin ýmsu matarblogg og síður. Held að það komi til með að endast mér ævina að þræða þær allar. Svo skoða ég alltaf þetta blogg hér ótrúlegar hugmyndir sem þessi stelpa fær varðandi eldamensku. Hún er algjör snillingur að gera hollan mat góðan og spennandi svo það verður skemmtilegt að borða hann. Held að það séu flestir sammála mér að það er ekkert ofboðslega gaman að borða soðinn fisk með tómatsósu eða hrátt spergilkál í öll mál. Ég hef t.d. aldrei verið neitt ofboðslega spennt fyrir "boost" ekki af því að það sé ekki hægt gera góðan boost heldur vegna þess að mér finnst frekar leiðinlegt að borða þannig, vil miklu ferkar borða met heldur en drekka'ann. Það er nebblega svo gaman að borða :) Ég hef meiri skilning á stjarneðlisfræði en því þegar fólk vill frekar sofa lengur en að borða morgunmat, hvað er það ?!?!?!? Svo er það Cafe Sigrún. Þar er alveg hellingur af rosa hollum uppskriftum. Verst að ætli maður að fara all leið í hollustunni og lífræna lífstílnum þá þarf maður helst að taka kúlulán til að eiga fyrir hráefni í naglasúpu.


Jeremías ég verð bara svöng af þessum skrifum og ætla nú helst ekki að fara að borða núna klukkan 11 að kvöld, ó þó ;)Gæti líka drifið mig í háttinn og þá er ekki langt að bíða morgunmatarins!

Verði ykkur að góðu
Gógó

No comments:

Post a Comment