Friday, October 22, 2010

Meiri gleði og gaman

Aðeins meira af því góða og skemmtilega.....



Ekki fyrir svo löngu var ég eins og svo oft áður stödd í einni af mínum uppáhalds verslun, hjálpræðishernum. Þegar ég er þar inni að gramsa koma inn tveir karlar og ein kona. Ég held að ég móðgi ekki neinn með að segja að þau voru alveg greinilega rónar. Útgangurinn á þeim var alveg skelfilegur og ekki var lyktin skárri. Þetta ólánsama fólk fór til kvennanna sem vinna í búðinni og það var greinilegt að þau höfðu komið þarna áður því þær virtust þekkja þau vel. Ég komst ekki hjá því að fylgjast með því sem þeim fór á milli. Rónarnir sögðu farir sínar ósléttar, þeim hafði verið hent út úr sínu eigin heimili og gengið í skorkk á þeim og ég veit ekki hvað.....ég veit ekki hvort þetta var allt alveg satt eða aðeins fært í stílinn en vissulega voru þau með einvherja áverka hvernig sem það gerðist. En allaveg þá sárvantaði öðrum manninum buxur og hinum sokka, því þeir voru allir blautir og skítugir og komust ekki heim til að skipta um föt og hvort það væri nokkuð möguleiki að þær lánuðu þeim fyrir þessu. Það var nú ekki vandamálið! Mínar dressuðu sko þrímenningna upp frá toppi til táar. Mér fannst alveg yndilsegt að fylgjast með þessu. Þær komu svo ótrúlega vel fram við rónana. Eins og þær væru starfstúlkur í Sævari Karli að aðstoða ríkasta manninn í borginni að velja sér jakkaföt. Og þeir urðu svo ofboslega þakklátir og glaðir, og kysstu þær og föðmuðu. Lofðuð svo að þeir skyldu borga þetta seinna ;)

Já þetta gladdi sko mitt litla hjarta.



Annað sem gladdi mig. Ég þurfti aldrei þessu vant að fara á bókasafnið. Bara rétt að hlaupa inn til að ná í eina bók(+skoða tískublöðin+uppskriftabækurnar+nýjustu bækurnar...). Ég var í þann veginn að fara að brjóta í bága við ögin og ætlaði ekki að borga í stöðumælinn heldur freysta þess að ég yrði fljótari tilbaka í bílinn en næsti stöðmælavörður sem var hvergi í augýn (og spara þannig ca 50 kall). En þá staðnæmdist bíll fyrir framan mig og rúðan skrúfuð niður. Þá er það þessi líka yndælis kona sem spyr hvort ég vilji fá miðann hennar, hún sé að fara en miðinn renni ekki út fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Já þetta kalla ég elskulegheit. Hún forðaði mér frá því að brjóta lög, sparaði mér pening og svo varð ég svo dæmalaust glöð yfir því hvað lánið lék við mig þarna.






Ég keypti mér bók í gær


Jébbs...ekki nema tveir mánuðir í jól svo ekki seinna vænna en fara að huga að föndri, jólakortagerð og auðvitað bakstrinum.......nei kannski ekki alveg, jólin ekki alveg það sem ég ætti að vera að hugsa um núna. Enda er ég að spara mér bókina, er nebblega ekki búin að skoða hana ennþá! Hún liggur bara hérna á borðinu fyrir framan mig og bíður þess að rétti tíminn renni upp. Já ég ætla sko að velja góðan tíma til að glugga í þessa elsku. Kósýheit inni í hlýunni með kaffibolla við kertaljós. Þá mun jólaandinn hellast yfir mig. Mikið verður það ljúft ;)

En þangað til ætti ég kannsi að huga að því að glugga í námsbækurnar, eins spennandi og það hljómar :/ Það er samt eiginelga allt of fallegur dagur til að sóa honum í lærdóm. Svona daga á maður bara að vera á röltinu niðrí bæ!!

Minni svo alla á að á morgun eigum við leik á móti Snæfelli í DHL- höllinni. Enginn ætti að missa af því :) Sé ykkur þar !

Gróa

No comments:

Post a Comment