Thursday, October 21, 2010

Vaxjö

Smá fréttir af mér hérna í Vaxjö

Við Gummi komum í gær, ferðalagið gekk eins og í sögu, já kannski fyrir utan lítinn krakka í flugvélinni sem var ekki sáttur við lífið og hélt uppá flugtakið með því að öskra mjög hátt. (Öskrin í krakkanum í blokkinni hljóma örugglega eins og ljúf sinfonía eftir þetta) En ég lét öskrin ekki á mig fá og svaf í sirka tvo tíma og að sjálfsögðu með opinn munninn. Þarf eitthvað að skoða þennan svefnstíl :P

Lestin til Vaxjö gekk mjög vel og nýttum við Gummi tímann til þess að spila. Við tókum örugglega rúmlega 15 skítakalla og ég vann hvern einn og einasta, þannig að enn sem komið er hefur Gummi ekki unnið einn skítakall. En við skulum ekkert vera að fara yfir úrslitin í öðrum spilum.

Þegar til Vaxjö var komið beið Agne eftir okkur á lestarstöðinni og keyrði okkur upp á hótel og við fengum okkur að borða. Tókum svo fína lyftingaræfingu nokkrum tímum seinna. Agne skoðaði tæknina mína í lyftingununm, tók mig upp á vídeó og svo skoðuðum við það. Hann var mjög ánægður með tæknina mína :) Ég fékk reyndar smá slap in the face þegar hann sagði mér að Karolina Kluft á 105 í clean þegar hún var 67 kíló og í dag er hún 62-64 kíló! Góðan daginn! En nú er ég náttúrulega farin að bera mig saman við eina bestu íþróttakonu sem uppi hefur verið, en það er líka bara allt í lagi. Ég hitti ekki Kluft í gær því henni var skipað að hvíla í gær. Hún kemur á æfingu í dag og þá hitti ég hana vonandi :)

Æfingaaðstæðan hérna er mjög góð. Tartið hnausþykkt og mjúkt og svo er hérna líka innannhúss gervigras fótboltavöllur. Lyftingaklefin er vel sveitalegur og það er gott.

Núna eftir hálftíma er ég að fara á hoppæfingu og svo seinnipartinn fer ég með spretthlaupsþjálfaranum hérna og fleiri íþróttamönnum í "Hill running" sem ku vera einhverskonar brekkusprettir. Það verður áhugavert :)

Þannig að eins og lesendur sjá er þetta frábært og ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri! Ekki skemmir fyrir að hótelið er í aðal-verslunargötu bæjarins þannig að ég ætti að geta dundað mér eitthvað á milli æfinga, svona ef ég verð þreytt á skólabókunum (sem nóta bene liggja ennþá óhreyfðar ofaní tösku)

En jæja, best að koma sér á æfingu
Já og ég gleymi að minnast á það að þegar ég vaknaði í morgun leit ég út um gluggann og þá var snjór yfir öllu! Eins gott að ég tók úlpuna mína með :)

3 comments:

  1. Hafðu engar áhyggjur, þú átt eftir að salta hana í clean-inu. Hún var kannski 67 kg en hún var alveg örugglega ekki 19 ára!! ;) Ég held hins vegar að ég þurfi eitthvað að fara að skoða minn gang....hahaha! ;)
    En njóttu þess í botn að vera þarna!! :)

    ReplyDelete
  2. Vá hvað ég öfunda þig! Geðveikt basic dagur bara fyrir þig núna, fara á æfingu og hitta Karolinu Kluft, Sveinbjörg biður að heilsa haha! Skemmtu þér vel þarna úti :)

    ReplyDelete
  3. Þetta er sko ævintýri!! Njóttu þess og lærðu sem mest (þá er ég ekki að tala um skólabækurnar).

    ReplyDelete