Thursday, October 14, 2010

Smá pæling

Það er orðið langt um liðið frá því hér varð vart við lífsmark. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr þá erum við nunnur báðar á lífi og við hesta heilsu (þar að segja hesta sem sloppið hafa veið pestina). Svo öðru verður um að kenna ritleysið en skyndilegu dauðsfalli. Verðum aldrei þessu vant að bregða fyrir okkur almennri leti og önnum. Þessa dagana fæst ég aðallega (fyrir utna allt hitt) við ritgerðarskrif og gott betur en það ljóðaritgerðarskrif. Eins og von er og vísa er ljóð þetta sem mér er gert að skrifa um óskiljanlegt með öllu svo ég mér kemur nokkuð í hug sem vert er að láta frá sér fara á prenti. Ég færi létt með að skirfa 10 blaðsíðna ritgerð um blómkál en um leið og viðlíkingar, stuðlar og allegóría blanda sér í málið er allt stopp. Að öllu bulli og málalenginum sleptum held ég að allt kæmist fyrir á gulum post-it miða. Svo er ég að sanka að mér heimldum fyrir aðra ritgerð um enn skemmtilegra efni, gömlu handritin og hversu miklu er vert að trúa af því sem í þeim stendur. Já þessi blessuðu handrit sem við erum svo stolt af að geta lesið en þegar upp er staðið eru það bara e-r handritafræðingar og aðrir spegúlantar sem geta staulað sig fram úr þessu pári. Ég hef þess vegna verið að sanka að mér flest öllum þeim bókum sem eitthvað hafa um þetta efni að segja og því farið ófáar ferðir á öll helstu bókasöfn borgarinnar síðustu daga. Það væri nú ekki nema gott um það að segja nema að nú er staflinn af uppskriftabókunum sem ég er með í láni orðin ískyggilega hár. Ég hef lítið sem ekkert gluggað í handrita bækurnar en hef lesið hverja uppskriftabók spjaldanna á milli, aftur á bak og áfram.





En aldeilis nóg um það.



Fólk er sífellt að draga annað fólk í dilka eins og lömb á haustin. Hvað meina ég ? Jú við setjum annað fólk og okkur sjálf í einvherja flokka. Þessi er hommi, hinn er kommi, hún er rauðsokka og þessir hættulegu þarna í hettupeysunum eru unglingar. Einhvertíman endur fyrir löngu lærði ég um einvherja sovna hópa í félagsfræði og hvernig þeir væru tilkomnir en það var ekki merkilegra en það að ég muni það núna. En þessi mishepnaði inngangur átti að leiða til hóps fullorðinna. Það hefur nebblega lengi brunnið á mér sú spurning hvort ég sé virkilega orðin fullorðin. Ég soldið erfitt með að skilgreina sjáfa mig. Ég er komin á þrítugsaldurinn svo ég get varla verið unglingur lengur en samt verð ég alltaf jafn hneyksluð þegar e-r kallar mig konu !! Ég spurði vísindavefinn að þessu um daginn. Hann hefur nú svar við flestu en hefur þó ekki getað svarað þessari spurningu. Wikipedia gefur þessa skilgreiningu en ég er nú samt engu nær.



Fær t.d. fullorðið fólk heimþrá. Nú er langt síðan ég fluttist að heiman (þó ég búi náttúrulega alltaf heima í sveit þó það líði margir mánuðir milli þess að ég komi þangað) en oft verð ég alveg þjökuð af heimþrá og þrái ekkert heitara en að komast heim til mömmu minnar, já ég er alveg svakalega mikil mömmustelpa, meiga fullorðnir það ?? (stína þú þarft ekki að koma með einvherja sögu af mér þegar ég öskraði og grenjaði næstum frá mér líftóruna þegar mamma svo lítið sem fór á klóið) . Já þett er ansi flókið mál og erfitt að skilgreina þetta hugtak. Er maður fullorðinn eftir 18 ára ? Nei andskotinn....Eða þegar maður eignast börn ? Margir eingast engin börn,verða þeir þá aldrei fullorðnir. Þá held ég að ég láti barneignir eiga sig. Ef einvher býr svo vel að hafa svarið við þessu þá væri það vel þegið, þá get ég farið að hugsa um e-ð annað.

Reyndar kallaði mig heldri maðu unga fallega stúlku um daginn, get alveg sætt mig við þá skilgreiningu ;)



En það þarf nú samt ekki að vera leiðinlegt að eldast, allavega finnst þessum herramanni það ekki







Læt þetta duga í bili

Gróa

4 comments:

  1. Það er mörg lífsins gátan Guðrún mín.MOR

    ReplyDelete
  2. Ég öfunda þig ekki beint af því að þurfa að reiða fram úr ermum þínum ljóðaritgerð - en GG ég held að þú farir létt með hana.

    Ég held að við séum allavega ekki börn lengur, þó ég geti ekki alveg skilgreint þetta orð fullorðin. Ef að 17 ára stelpa eignast barn að þá myndi ég nú ekki telja hana fullorðna. Þetta með að sakna, 40 ára kona saknar örugglega foreldra sinna á tímum og óskar þess að hún gæti verið hjá þeim. Svo er líka misjafnt hvar fólk er statt á lífsskeiðinu þó svo að það sé jafngamalt. Við höfum örugglega þurft að taka meiri ábyrgð á sjálfum okkur miðað við jafnaldra okkar sem búa í foreldrahúsum og þurfa ekki að hugsa um litla fingur sinn.

    Mín niðurstaða; við erum á yngsta stigi fullorðinna - sem ég tel nokkuð góðan aldur! :) Berum ábyrgð og sjáum um okkur sjálfar en svo getum við alltaf leitað til foreldra okkar. Við erum ennþá að móta okkur hvað við viljum gera auk þess er lífið rétt að byrja :)

    ReplyDelete
  3. Ef þú ert í vandræðum af því þú vilt ekki skilgreina þig sem "fullorðin" Gróa þá held ég að þú getir alveg skilgreint þig sem "rauðsokka" :)

    ReplyDelete
  4. Já H.E ég held að þetta sé nokkuð nærri lagi hjá hjá þér, við erum þara einvherstaðar mitt á milli ;)

    Þar hittiru naglann á höfuðið Máni, ég hika sko ekki við að skilgreina mig sem rauðsokku!

    ReplyDelete