Tuesday, December 14, 2010

LOKSINS !!

Leiðinlegt að blogga strax yfir Helgu litlu en svona er þetta bara, harður heimur :P En ég verð bara að deila gleði minni með ykkur því ég er komin í svo ótrúlega langþráð jólafrí að það hálfa væri nóg. Man ekki einu sinni hvenær ég fór að þrá það af svo heilum hug að það komast varla annað að þar sem var reyndar verra, sérstaklega í prófalædrómnum.

Ég var sem sagt í síðasta prófinu í morgun og hef verið að vinna í því í dag að endurheimta geðheilsuna. Það gengur bara með miklum ágætum og hjálpaði þá góð tiltektartörn, tvær æfingar og alveg endurnærandi ferð í hjálpræðisherinn til. Afgreiðslumaðurinn átti í miklu sálarstríði þar sem hann var að berjast við að klára að semja texta (á ensku vitanlega) og lét sig ekki muna um það að syngja fyrir okkur sem vorum viðstödd. Það sem meira var að hann kunni ekki á hljóðfæri og var því ekki kominn með neitt lag við textann svo þetta var í svon spunastíl hjá honum, bjó bara til laglínuna jafnóðum. Mjög skemmtilegt ;) Meðferðin heldur svo áfram næstu daga enda nóg af rusli og drasli í íbúðinni og af nógu að taka í salnum. Ég vonast til að verða komin í fyrra horf fyrir jól og geti þá hugsanlega komið frá mér óbrenglaðri setningu og haldið einbeitinugu lengur en 5 mín í senn ;) En ég bý nú samt ekki svo vel að geta farið í endurhæfingu út fyrir landsteinana eins og hinn helmingurinn og verð því að meta batahorfurnar á raunsæjan hátt :P Hins vegar ætlum við KR stúlkur (jú ætli við tökum ekki amk þjálfarann með líka) að bregða undir okkur betri fætinum á morgun og halda vestur í Stykkishólm þar sem síðasta viðureign þessa árs verður háð. Við ætlum heldur betur að taka vel á því þar og fara kátar í jólafrí !

En nú get ég að nýju tekið ástfóstri við okkar ylhýra tungumál sem ég er búin að blóta í sand og ösku síðustu vikur. Vona að mér verði fyrirgefið það en vona samt meira að e-ð af því sem ég hef verið að reyna að læra staldri lengur við í minninu en tvo daga og komi mér jafnvel að e-u gagni, það væri nú ekki verra. En hvað um það. Held það sé við hæfi að enda þetta á málinu eins og það verður fallegast af því ég er að taka það í sátt aftur

Meyjarhjarta

Yndis bezta elskan mín,
ástum festa baugalín!
Hjartað góða þekki eg þitt,
það er ljóðaefnið mitt.

Það er hreint sem bregði blund
blómstur seint um morgunstund,
djúpt sem hafið heims um hring
heitri kafið tilfinning.

Það er gott, sem gaf það þér
guð, og vottinn hans það bar,
engum skugga á það slær,
auma huggað bezt það fær.

Það er hlýtt af ástaryl,
öllum blítt og mest í vil.
Logann ól það elskunnar
undir skjóli miskunnar.

Það í heima horfir tvo,
huganum sveima leyfir svo,
það er gefið og þó sig á.
........
Jónas Hallgrímsson
Hvað varð eiginlega um að menn semji svona ljóð?? Allavega hef ég ekki fengið neinar svona leynilegar sendingar upp á síðastið. Stórfurðulegt alveg hreint.
En ætli það sé ekki best að koma sér í rúmið. Ekki það að mig langi til að eyða jólafríinu í svefn en held samt að það veðri ekki hjá því komist að fórna amk litlum hluta af því fyrir svefninn. Það er nú bara eins og það er.
Hafið það afskaplega gott og munið að jólastressið getur haft mjög heilsuspillandi áhrif.
Gógó

1 comment:

  1. Til hamingju með að vera búin með prófin elsku Gróa :) knús á þig og ég hlakka svo mikið til á laugardaginn !!!

    ReplyDelete