Tuesday, December 14, 2010

Örmyndablogg





Er komin til Vaxjö eftir ákaflega þægilegt ferðalag. Búin að taka æfingu og hitta Karolinu Kluft, það var upplifun. En nú er ég orðin þreytt og hlakka til að skríða undir sæng og lesa góða bók. Læt nokkrar örmyndir duga:



Númer 1: Ég náði að fara í klippingu í gær í öllum hamaganginum sem fylgir því að klára jólaprófin og stökkva til útlanda í sömu andrá.
Númer 2: þessi mynd á að sýna að ég fékk heila sætaröð fyrir mig í fluginu í morgun. Ég nýtti mér það til hins ítrasta og svaf ljúft alla leiðina.
Númer 3: Sibba elsku systir mín var svo góð að koma og hitta mig á Kastrup á meðan ég beið eftir lestinni til Vaxjö. Hún gaf mér ótrúlega flotta afmælisgjöf, mandarínur og glútenlausar kökur :)
Númer 4: Svíþjóð séð út um lest. Hér er snjór og hér er kalt. Lest er skemmtilegur ferðamáti.
Ekki lengra í bili
Ætla að reyna að vera dugleg að taka myndir og setja hér inn, kannski verða myndirnar af einhverju skemmtilegra næst :P






1 comment:

  1. æi en skemmtileg blogg. vertu dugleg ad setja inn myndir það er svo gaman. og já það var svo GAMAN að hitta þig í dag :)

    ReplyDelete