Thursday, December 30, 2010

Fyrsta blogg ársins 2011

Ég (GG) byrjaði á þessu bloggi milli jóla og nýárs en náði ekki að klára það í fyrstu atlögu. Ætla að leyfa láta það flakka þó það sem fram komi sé ekki í öllum tilvikum nýjasta nýtt.

----------------------------------------------------------------------------------------------


Ég sit núna ein inni í herbergi. Það er ekki alveg minn stíll (í það minnsta þessi síðustu ár eftir gelgju) að húka ein inni í herbergi, allra síst þegar ég er heima í sveitinni. Til dæmis kýs ég miklu frekar að vera með tölvuna á eldhús- eða stofuborðinu, þá sjaldan ég horfi á dvd geri ég það í sjónvarpinu frammi og svo eyði ég vitaskuld ómældum tíma í eldhúsinu. Svo það má segja að ég geri fátt annað en sofa í herberginu mínu enda ekki að ástæðulausu sem það er kallað svefnherbergi ;) En fyrir þessari einsetu minni núna er einföld skýring.Bráðlega verður Helga í þeim mæta sjónvarpsþætti Landanum. Já ég er ekki að skrökva. Þætti sem hefur það markmið að grafa upp alla hestu furðufulga landsins, þá sem ekki hafa rafmagn, tala bara í bundnu máli, komast ekki fyrir í sínu eigin húsnæði fyrir uglu-styttusafni og svona mætti áfram telja en nú er sem sagt komið að Helgu. Gísli Einars mættur á svæðið og er að spjalla við sveitastelpuna og sjöþrautarkonuna Helgu Margréti sem fer í húsin tvisvar á ári, á jólum og einn dag í sauðburði :P Og til að tryggja að mér bregði alveg örugglega ekki fyrir í þættinum læt ég mig hafa það að húka ein uppi í herbergi auk þess er veðrið algjör viðbjóður svo herbergið finnst mér fýsilegri kostur en að vera utandyra.




En ég vona að jólin hafi ekki farið fram hjá neinum þetta árið. Eins klisjukennd sem þau eru og hversu bumbult sem maður verður af öllu átinu þá eru þau alltaf jafn yndisleg. Jólin voru með hefðubundnu sniði þetta árið (eins og þau eiga að vera, helst ekkert að breytast). Undirbúningurinn var reyndar tekinn á met tíma. Þann 21. desember var sett í fluggírinn, gólfin skrúbbuð af þvílíkum krafti að margra ára drulla náðist burt, húsi ofskreytt að vanda og Sibba tók þvílíkum hamförum í bakstrinum að ég var farin að hafa áhyggjur af því að hrærivélin bræddi úr sér (hefur reyndar litlu munað síðustu ár enda vélin orðin aldurhnigin en hefur hingað til náð að þrauka þar til geðveikin er yfirstaðin). Svo fékk pabbi liðsstyrk í smökkunardeildina á þorláksmessu þegar Helga, Grjóni og Stína mættu á svæðið og vottuðu að allt stæðist ströngustu gæðastaðla. Svo það hafðist flest allt það sem átti að gera fyrir jólin á tilsettum tíma svo hægt var að tendra á trénu klukkan 6 á aðfangadagskvöld og borða jólamáltíðina þegar pabba fannst kominn tími til að sinna öllu því sem honum hefði ekki dottið í huga að gera á öðrum dögum en aðfangadegi.



Hér er sibba að skreyta litla jólatréð okkar. Hún gaf sér tíma til að brosa í myndavélina meðan hún hengdi kúlurnar á greinarnar. Þær voru reyndar eitthvað linar svo þær neðstu fengu lítið skraut.





Hér er Sibba búin að baða sig og fara í betri fötin, allt tilbúið, búið að kveikja á jólaljósunum og setja pakkana undir tréð og bara að bíða þangað til að pabbi hefur gert allt það sem fékk að sitja á hakanum framan af ári.



Það er nú ekki hægt að skirfa um jólin án þess að minnast á jólagjafirnar enda fékk ég margt góðra gjafa.Til dæmis fékk ég þennan gullfallega smákökudisk frá sibbu, ég hef sjaldan séð aðra eins feguðr. Hann á svo sannarlega eftir að sóma sér vel í kökuboðum framtíarinnar.







Svo gaf Helga mér ofoðslega fína sósukönnu sem var algjört þarfaþing þar sem engin var sósukannan í Hvassaleitinu og þegar sósa hefur verið á borðum þá hefur hún annaðhvort þurft að húka í pottinum eða vera borðin á borð í súpudisk usss.....


Ég fékk líka rosa skemmtilegan svona tímamæli þegar maður er að baka.









Ég fór aldeilis ekki í jólaköttinn, fékk haug af góðum flíkum t.d. föðurland og voðalega fínan jakka, boli, nærbuxur og ýmislegt fleira. Svo til að binda endhnútinn á þetta jólagjafa monnt þá fékk ég líka bækur, þar á meðal nýju uppskriftabókina hennar Nönnu, snyrtidót, skartgripi og fleira skemmtilegt :)






Föðurlandið góða ;)



En nú eru jólin eiginlega búin, allaveg svona í framkvæmd og regla að komast á tilveruna aftur. Stína fór út fyrir áramót og Helga fór til Svíþjóðar í gær og verður fram í miðjan mánuð. Það er því óvíst hvað verður með áramótaannál okkar nunna en við munum gera okkar besta svo úr honum verði þó ég þori engu að lofa.

En við óskum ykkur, kæru lesendur, gleði og gæfu á nýju ári með kærri þökk fyrir samfylgdina á liðnu ári.

1 comment: