Thursday, December 16, 2010

Örmyndablogg 2









Númer 1: Tobías, spretthlaupsþjálfarinn á svæðinu. Hann er mikill áhugamaður um mat þó hann beri það ekki utaná sér. Frábær náungi.
Númer 2: Jane in action
Númer 3: Ég, Kim og Jólanda. Eins og sést mjög greinilega er Kim kúluvarpari eða kuglestöder og han kommer fra Danmark. Hann er nýfluttur hingað til Vaxjö og Véddi er að þjálfa hann. Jolanda er þrautarstelpa frá Hollandi sem á rúmlega 6200 stig. Hún er hérna í æfingabúðum hjá Agne eins og ég.
Númer 4: Jolanda er mikill stuðpinni eins og sjá má.
Númer 5: Jane er aftur á móti mun rólegri. Hún hleypur stuttu grindina.
Númer 6: Eftir kúluvarpsæfingu í morgun. Kim, ég og Nick, annar danskur ungur kúluvarpari sem Vésteinn er að þjálfa. Kúluvarpsæfingin í morgun var svo ótrúlega skemmtileg því það var svo mikill andi í gangi hjá þessum strákum og maður hreyfst svo auðveldlega með. Mér gekk ágætlega á æfingunni.
Númer 7: Kim, Jolanda og Nick - eitursvöl

Frábær dagur að kvöldi kominn. Það snjóaði rosalega mikið hérna í dag. Í gær fór ég og hitti Carl Askling hamsérfræðing í Stokkhólmi. Það gekk mjög vel!
Ég endaði daginn á því að borða lax og í heitapottinum, gufunni og sundlauginni hérna á hótelinu. Það var yndislegt!

Hlakka til á morgun :)

1 comment:

  1. Já ég skil, áhugamenn um mat bera það sem sagt alla jafna utan á sér...

    ReplyDelete