Tuesday, February 1, 2011

Mánudagsmatur

Áhugi okkar systra og ást á mat hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum þeim sem lesið hefur að minnsta kosti textabrot á þessu bloggi. Það mætti halda að heilinn í okkur væri úr osti og það vel götóttum. Lengi vel afmarkaðist áhugi Helgu við átið en upp á síðkastið hefur áhuginn á sjálfri matseldinni aukist svo nú tekur hún aukinn þátt í þeim listgjörningi sem matseldin er. Það er mín skoðun að næringarnámið sjálft er aðeins hálft gleðin (eða kannski svona 70%) en eldamennskan fullkomnar gjörninginn. Það urðu því nokkur tímamót í gær þegar Helga kom færandi hendi í gær með nýja uppskriftabók "the low-carb cookbook"


Reyndar ekki nákvæmlega þessi bók en conceptið er það sama: Kolvetni ojjbara :P Ég hef reyndar ekki enn gefið mér tíma í að glugga í bókina eða öllu heldur er ég að geyma mér hana þar til ég get í góðu næði flett henni og skoðað spjaldanna á milli jafnvel yfir kaffibolla. Gestgjafablöðin 7 sem ég keypti í síðustu viku í góða hriðinum entust mér nebblega skemur en ég hafi ætlað svo að þessa verður að treina ;)


En aftur að máli málanna. Það er ekki nóg með að við systur séum mathákar þá erum við mjög forvitnar báðar tvær og við sláum því á föstu að þið lesendur góðir séuð það líka og sé það aðalástæða þess að þið lesið blogg þetta (svona fyrri utna það náttúrulega hva við erum ótrúlega skemmtilegar). Þegar við tölum við mömmu í síma þá spyrjum við iðulega að því hvað hafi verið í matinn og þegar við eru á sitthvorum staðnum í lengri tíma þá gefum við hvor annari skýrslu um það sem við höfum lagt okkur í munn. Því ætlum við að deila með ykkur því sem við höfum í kvöldmat í eina þið megið svo gjarnan segja okkur hvað þið borðuð.

Mánudagur

Í kvöldmatinn hjá okkur á mánudagskvöldið var baunasúpa með grænmeti.


Bara gamla góða baunasúpan með helling af grænmeti: gulrótum, rófu, lauk og brokkólí. Smávegis kókosmjólk, kjötkraftur, salt, pipar og steinselja. Þó ég segi sjálf frá það var súpan alveg afbragðsgóð og ekki skemmdi fyrir að við vorum báðar alveg glorsoltnar og tróðum okkur út. Eldaði fyrir heilna her en skytturnar þrjár átu hana upp til agna.

2 comments:

  1. Eins og þú veist Guðrún mín þá hafa margir matarást á þér, fyrir utan aðra ást.Ég íreka því enn og aftur tilboð mitt um vellaunuðu ráðskonustöðuna
    MOR

    ReplyDelete
  2. Mamma ég ætla að yfirbjóða þig - laus ráðskonustaða í Svíþjóð frá og með næsta hausti :P
    En já matarástin eltir Gróu á röndum.... :P
    Helga

    ReplyDelete