Thursday, August 12, 2010

Morgunblogg gefur gull í mund

Gott trix þegar það er fyrir lifandis löngu kominn tími á blogg en gúrkuupskeran rír og ekkert frá að segja er að hafa nógu knappan tíma til skrifanna, helst ekki lengri en svo að aðeins gefist tími til að segja frá því hve lítill tími sé til stefnu og því verði þetta blogg stutt og laggott. Þannig er það einmitt núna. Ég vaknaði fyrir allar aldir og eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að kreista aftur augun og reyna að sofna aftur gafst ég upp og fór á fætur enda löngunin í mat svefnlönguninni yfirsterkari. Svo nú hef ég nokkrar aukamínútur til að henda í blogggi í atómu mynd. Reyndar hef ég það ekki því þegar ég er svona tímanlega í öllu þá slóra ég svo mikið á allt fær að bíða þar til á síðustu mínútu þegar tekið er á sprettinn og yfirleitt þarf ég að hlaupa amk tvisvar upp aftur á 4. hæð eftir einvherjum sem ég gleymdi.
En sem sagt fátt í fréttum héðan. Á dagskránni er að klára vinnuna og byrja í skólanum. Mikið er ég farin að hlakka til, þó ég bíði sumarlokum sjaldan með eftirvæntingu. Enn meira hlakka ég til þess að tímabilið í körfunni byrji. Æfingarnar eru að komast á fullt sem er mjjöög gleðiðlegt eftir að hafa verið ansi mikið inn í lyftingarsalnum í sumar ásamt H-unum tveim, Hildi og Helgu. Vonandi að það skili sér og eins og ein troðsla líti dagsins ljós í vetur :P
Fór í bíó í gær á franska mynd sem heitir 22 bullets. Ég hef komist að það er ekki annað en sangjarnt að ég fái amk 25 % afslátt á svona myndir þar sem annar hver maður er drepinn, held fyrir augun obban úr tímanum. Aðeins og ljótt fyrir mig.
En nú er illt í efni klukkan nálgast óðfluga 8 sem þýðir að ég þarf að fara að koma mér af stað.
Eigið góðan dag !
GG

1 comment:

  1. ؛spɹɐƃǝɹ ʇsǝq

    ˙ǝʇısqǝʍ ɹno oʇ oƃ uɐɔ noʎ 'sʇuoɟ ǝnbıun puıɟ oʇ pǝǝu noʎ ɟı
    'ʎɐʍ ǝɥʇ ʎq

    0‾0 ǝɔıu sʞooן ƃoןq ɹnoʎ
    ¡ƃuıʇǝǝɹƃ ɯɹɐʍ ¡puǝıɹɟ ʎɯ oןןǝɥ

    ReplyDelete