Wednesday, August 25, 2010

Sitt og hvað

Vil byrja á því að hrósa Gógó skáldkonu fyrir framúrskarandi bloggsíðu!

En þar sem ég á nú að heita annar eigandi þessarar bloggsíðu finnst mér ég nú verða að láta heyra í mér og skemma aðeins fyrir Gógó og hennar bráðskemmtilegu færslum.

En semsagt - sumarið að verða búið og haustið á næsta leiti. Ég hef nú hafið mitt síðasta skólaár í MH og mér finnst það nú svolítil sind. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég gekk þarna inn skjálfandi á beinunum í mest artí fötum sem ég átti, gerandi tilraun til þess að falla inn í hópinn - sem tókst nú svona nokkurnveginn þar sem flestir hinir busarnir reyndu að klæða sig eins fáranlega og þeir gátu, líka með það í huga að falla inn í hópinn.

En keppnistímabilið mitt er allavegana búið. Líklega erfiðasta sumar sem ég hef lifað en á sama tíma afskaplega skemmtilegt. Ég fór oft til útlanda, Ísrael, Kanada, Svíþjóð og Barcelona og allar þessar ferðir voru ógleymanlegar, og þar fyrir utan gerði ég margt skemmtilegt hérna heima :) Fór í rafting, svaf í tjaldi, í sumarbústað og drakk mikið af kaffi. Síðustu frídögunum mínum varði ég svo heima í Hrútafirði og það var alveg yndislegt. Þar þreif ég á Sæbergi, fór mikið á hestbak, smalaði, fór í bíltúra, rakaði tún, borðaði ógrynni af pönnukökum og fór líka á tónleika hjá Hreindísi sem voru alveg rosalega skemmtilegir :) Ég er svo heppin að geta flúið heim í sveit, gleymt öllu öðru á meðan og hlaðið batterýin.

Núna er alvaran samt tekin við að nokkru leyti. Ég er byrjuð á ansi skemmtilegu matarræði sem felur í sér að ég má ekki borða neitt glúten, mjólkurvörur, sykur eða koffín allavegana næstu þrjátíu daga. Í dag er ég á degi þrjú og það gengur bara ágætlega enn sem komið er. Erfiðast finnst mér að sleppa kaffinu en annars finnst mér þetta alveg stórskemmtilegt að þurfa að spá svona mikið í því og plana hvað maður er að borða. Svo er bara að sjá hvort að þetta beri einhvern árangur, kannski leyfi ég ykkur að fylgjast með því.

Það verða miklar breytingar hjá mér í haust varðandi æfingar og ég er mjög spennt fyrir því. Segi betur frá því seinna þegar það er komið betur á hreint :)

Annars eru bara 9 dagar í réttirnar og 7 dagar í göngur! ÍÍÍHHAA :D Það er áskorun að ætla að fara í gegnum þessa réttaveislu án sykurs og ég skil ekki alveg hvað ég á að gera á meðan við bíðum eftir Miðfirðingunum ef ég má ekki japla á mjólkusúkkulaði á meðan ;)

Læt þetta duga í bili, sjúkraþjálfun og nudd bíður mín, svo ætla ég í jóga og rölta svo upp á Esju í kvöld :)

6 comments:

  1. Hahaha...já ég man að þú fórst á kílóamarkað í spútnik áður en þú byrjaðir í MH og dessarðir þig upp í viðeigandi klæðnaði, hvar skyldi nú hafnaboltajakkinn flotti vera ?

    Ég þakka guði fyrir að þú verður ekki á off-season mataræði næsta mánuðinn! En voða finnst mér leiðinlegt að drekka kaffið ein, nei ég meina...ég drekk auðvitað ekkki kaffi :P

    ReplyDelete
  2. Takk kærlega fyrir þær tvær af fjórum ferðum sem ég fór með þér í, í sumar Helga mín og ég vona að þetta matarræði hjá þér gangi nú vel (þótt ég veit að ég gæti þetta ALDREI, og sérstaklega ekki þegar ég er í göngum!) Sjáumst vonandi fljótlega :)

    ReplyDelete
  3. Það eru sko forréttindi að komast í sveit :) Ekki til betri staður til að hlaða batteríin!
    Ertu farin að æfa þig fyrir esjuhlaupið okkar? Ég verð þá að fara að spýta í lófana ef ég ætla að halda í við þig ;) Sérð esjuna í nýju ljósi í dag, það er svona aðeins betra veður en seinast :P

    ReplyDelete
  4. Biddu en hvad med àfengi??
    Stina

    ReplyDelete
  5. Jú Kristín, að sjálfsögðu er áfengi og tóbak á bannlista! Þannig að þú getur gleymt því að fara á þetta matarræði :P
    Helga M

    ReplyDelete
  6. En Helga....er það ekki sitt á hvað ?

    ReplyDelete