Tuesday, August 17, 2010

Kvöldblogg hefur gull í gogg

Það er eins gott að það komi eitthvað lesanlegt út úr þessu bloggi. Þegar ég staulaðist fram úr í morgun, að mér fannst alveg óútsofin, þá var það mín fyrsta hugsun að í kvöld skyldi ég sko fara upp í rúm klukkan 10 (mjög merkilegt fyrir þær sakir að mín fyrsta hugsun er nær undantekingarlaust um morgunmatinn). Ekki að ég hafi farið eitthvað seint að sofa í gærkvöldi, hefði reyndar átt að fara fyrr þar sem ég hafi dottað yfir norsku skemmtilesningunni, sjónvarpinu og útsauminum þegar ég loks drattasðist upp í rúm. Suma daga er maður bara þreyttari en aðra, að því er virðist að ástæðulausu. En sem sagt þá er klukkan gengin góðum klukkutíma lengar en 10 og ég að byrja á bloggi svo guð má vita hvenær ég kemst í rúmið. Held samt að á svona þreyttum dögum skipti ekki máli hversu lengi maður sefur. Allaveg er ég alveg jafn þreytt.

En nóg um svefn, hann fær að bíða til betri tíma.

Helgin var ósköp notaleg eins og rigning laugardagsmorgunsins gaf til kynna að yrði. Það stytt nú reyndar fljótlega upp en mér til nokkurar gleði fór aftur að rigna á sunnudaginn ;) Allur gangur var á því hvort plön hinnar óplönuðu helgar stóðust. Ég skellti mér aftur í sund á laugardaginn en þó ekki í nýjum sundbol heldur greip til þess ráðst að notast við bikinið þó mér þyki það heldur verra en sundbolurinn. Vonandi ramba ég á eigulegan sunbol á næstunnu. Það var ein af mínum stærri sorgum þegar ég uppgötvaði í vetur að 3ja evru sundbolurinn minn úr Homburg væri horfinn :'( Álíka dýrgripir á hann eru sko ekki á hverju strái og hvað þá fyrir andvirði 3ja evra (sem var reyndar nokkuð hærra þegar ég keypti hann en nú)



Að sjálfsögðu kíkti ég líka í kolaportið en sú ferð er ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég keypti mér ekki neitt. Það er álíka sjaldgæft og að ég hugsi um eitthvað annað en morgunmatinn allra fyrst á morgnanna. En ég gat reyndar bætt þetta kaupleysi upp í Europris :) Keypti þetta líka flott útvarp sem líka alveg svínvirkar :) Svona getur maður gert góð kaup þar sem síst er von.



Heldur betur ánægð með gripinn.




Líka mjög ánægð með blómin sem ein gamla konana gaf mér, fara svo vel í eldhúsglugganum

Ekki tókst mér alveg að tæma taukörfuna þó vélin fengi varla nokkurt frí. Alveg hreint með ólíkindum hversu mikil þvottur kemst fyrir í ekki stærri körfu. Mig er farið að gruna að einhver hafi komist yfir lykla af íbúðinn og komi inn til að lauma óhreinum þvott í körfuna. Það dæmi gengur samt ekki alveg upp....

En talandi um lykla. Ég er soldið mikið þannig að ég hugsa lengi um það sem ég þarf eða ætla að gera áður en ég læt verða að því. Fyrir helgi var ég t.d. að hugsa að ég yrði nú að fara og láta smíða eftir lyklunum mínum og hafa einvherstaðar eg ske kynni að ég læsti mig úti þegar ég er ein í bænum. Eins var ég að hugsa að mig langði nú að heimskækja Gunnu frænku og fara með humarinn til hennar sem ég er búin að vera með í frystinum síðan á páskum, geri ekki meira í því. Á laugardaginn er ég svo að taka til. Vanalega hef ég lyklana mína bara alltaf á borinu inn í eldhúsi en í tiltektaræðinu hengi ég þá upp hjá fleiri lyklum en hugsa með mér hvort að ég gelymi þeim nú ekki hafi ég þá þarna. Og hvað haldið þið ??? Jú ég stekk út og skelli á eftir mér og er ekki búin að taka hendina af hurðarhúninum þegar ég fatta að hús- og bíllyklarnir urðu eftir inni FRÁBÆRT og ég ein í bænum. Í örvæntinu hringi ég í Gunnu og Sibbu til að vita hvort þær séu nokkuð með lykil sem ég vissi svo sem alveg að þær væru ekki með. Þá fatta ég að Böddi frændi sem var hjá okkur í síðustu viku gæti verið með lykla þó ég hefði ekki hugmynd um hvar á henttinum hann væri staddur. Jú hann var með lykla og staddur á Bifröst. En það vildi svo ótrúlega vel til að rútan var í þann veginn að renna þar í hlað svo hann gat stokkið út og sent lyklana með henni í bæinn, þvílík tímasetning ;) Svo ég skellti mér bara í fyrirhugaði heimsókn til Gunnu ,þó ekki hefði ég humarinn með mér, meðan ég beið eftir rútunni. En talandi um fyrstu hugsun hér á áðan. Síðustu vikur erum við skytturnar þrjár búnar að vera á soldið ströngu mataræði nema hvað að þarna á sunnudaginn átti að vera svona dagur þar sem ég mátti aðeins svona tríta mig. Því var ég búin að ákveða (fyrir ábyggilega 10 dögum) að ég skyldi baka mér brauð (sem þó auðvitað stæðist alla helstu hollustu staðla :P) Svo þegar ég uppgötva að ég er læst úti þá er það mín fyrst hugsun "NEI NÚ GET ÉG EKKI BAKAÐ MÉR BRAUÐ !!!" Greinilegt hvað er mér efst í huga :P

Jæja jæja...nóg af bulli og best að koma sér í bólið.

Ég vona að það heyrist eitthvað frá Helgu áður en langt um líður. Held alveg örugglega að hún hafi skilað sér frá spáni....en ef ekki þá er hún klárlega bara einhverstaðar að versla.

Góða nótt

2 comments:

  1. Flott utvarp, er svona til i hvitu?? Stina

    ReplyDelete
  2. Hmmm...ég veit það ekki alveg, var til í nokkrum litum ég skal bara tékka á því
    GG

    ReplyDelete