Thursday, August 19, 2010

Haust eða ekki haust ??

Það er kominn einhver haustfílingur í mig. Kannski ekki skrýtið þar sem ágúst er meira en hálfnaður, bara nokkrir vinnudagar eftir og skólinn rétt handan við hornið. Samt er sumarið ennþá á blússandi siglingu, allaveg hérna í höfuðborginni og auðvitað á maður að njóta þess á meðna það er. Mér finnst haustið bara alltaf svo skemmtilegur tími. Yfirleitt komin með nóg af sumrinu og allri birtunni. Komin í kósýgrínn með kertaljósum og svoleiðis (þó engu súkkulaði og rómantík, allaveg ekki hingað til :P). Mig er yfirlett farið að hlakka mikið til að byrja í skólanum þó fiðringurinn í maganum sé fljótur að breytast í kvíðahnút yfir öllum verkefnunum og lestrinum. En mest er samt tilhlökkunin yfir nýju tímabili í körfunni. Ekki síst þegar breytingarnar eru svona miklar eins og nú, mjög spennandi tímar framundan þar :) Sennilega er það það, breytingar sem mér finnast svo skemmtilegar. Mér leiðinst óendnalega að hjakka í sama farinu, eins og ábyggilega mörgum. Bara einhver smámunur sem brýtur upp hversdaginn getur alveg bjargað fyrir mér vikunni, ekki síst þegar það virðist einvhernvegin svo langt í allt skemmtilegt (sem er nú sem betur fer aldrei mjög langt).




En kannski er það líka það að á haustin finnst mér ég alltaf þurfa að dressa mig upp fyrir skólann, ekki síst þar sem á þessu tíma á maður soldinn pening sem er nú samt fljótur að hverfa. Núna langar mig mest í einvherja rosa fína og kvennlega kápu eða jakka. Búin að vafra mikið um netið og dást af jökkum sem er hver öðrum eigulegri (en þó flestir langt fyrir utan mín fjarráð)



Þessi er úr warehouse, algjört æði !


H&M


Þessi er svo dömulegur með svona púffermum, ég elska púffermar :) Líka úr H&M



Meiri púffermar ;) asoa



Þessi er gjéðveikur !! Topshop

Já og svo miklu miklu fleiri. Ég held að ég veðri bara að kaupa upp alla lottómiðna svo ég vinni pottþétt og þá get ég keypt þá alla.

En svo verð ég að ákveða það á morgun hvort ég verð hér í sumrinu í bænum um helgina eða fari í haustið fyrir noraðn....það er spurningin.

Njótið þess sem eftir lifir af sumrinu. Það er ekki orðið of seint að fara í lautarferð, útilegu eða sprikkla um berassaður (já beini þessu til karlpeningins) í dögginni ;)

Þangað til næst

Gógó

5 comments:

  1. Vá flottar kápur og leðurjakkinn já geðveikur!
    En mér finnst gaman að sjá þig skrifa "að lifa" með ypsilón. Greinilegt að þig er farið að þyrsta í að setjast aftur á skólabekk :P
    Kv. Helga M

    ReplyDelete
  2. Ég sá þetta líka Helga Margrét...og fannst þetta afar merkilegt þar sem Gróa á nú að heita íslenskunemi!

    ReplyDelete
  3. "Njótið þess sem eftir lyfir af sumrinu"

    Kv. Helga :P

    ReplyDelete
  4. Ahhh...ég var greinlega með hugann við lyf eins og maður tekur við hinum ýmsu sjúkdómum var nefnilega að horfa á mjög áhugaverða breska heimildarmynd um misnotkun á rítalíni ;)
    GG

    ReplyDelete