Sunday, August 22, 2010

og haustið var það

Ég bað um haust og fékk svo sannarlega haust. Veðurlýsing frá Reykjum í Hrútafirði lítur eitthvernvegin svona út þennan morguninn. Skítakuldi, brjálað rok og rigning. Ef þetta er ekki steríótýpu haustveður þá er ég alkólisti. Sem sagt veður alveg eftir pöntun, eða svona næstum því. Í gær þegar ég rétt hætti mér út varð mér svo ótrúelga kalt að ég held að mér hafi ekki verið eins kalt síðan í jarðfræðiferð í MH þegar við fórum upp á Bláfjöll. En það var í október og upp á fjöllum. Ekki í ágústlok niðri við sjávarmál.


En eins og alþjóð veit þá eigum við hund sem heitir Trýna eða hún er eiginlega svon almannaeign því hún heldur eiginelga bara til þar sem henni sýnist. Býður sé bara í mat á næsta bæ ef henni líkar ekki matseðilinn heima hjá sér. Hún Trýna er alveg fjörgömul og hefur marga fjöruna sopið og hefur eignast nokkra tugi hvolpa í gegnum tíðina. Þar sem hún er nú komin vel á aldur og nokkuð langt síðan hún átti hvolpa síðast töldum við víst að hún væri komin úr hvolpaeign. En fyrir nokkru tókum við eftir því að hún hafði fitnað allsvakalega og var okkur alveg hætt að lítast í blikuna þegar spenrnir fóru að tútna út líka. Þó Trýna sé jafnan upp um hvimpinn og hvampinn kíkir hún nú reglulega heim til sín. Svo um daginn finnst mömmu eitthvað óvenju langt síðan hún hafði séð Trýnu. Trýna hefur þann undarlega vana að þegar hún er að fara að gjóta að þá lætur hún sig hverfa og eiginlega felur sig og hvolpana.





Við vorum þó ekki leitað lengi þegar við fundum þessa myndarlegu holu. Han hafðir Trýna verið að dunda sér að grafa, alveg á steypinum. En þá vandaðist málið. Þetta var engin smá hola heldur göng sem voru svo löng að þó ég styngi höfðinu inn þá sá ég ekki hvolpana, heldur heyrði bara veikt vælið í þeim. Björgunarstörfin voru því allt annað en auðveld og ekki hjálpaði til að Trýna fékst varla til að koma út úr felustaðnum.





En loksins eftir marga misheppnaða björgunarleiðangra (sú allra misheppnaðasta þegar ég fór með pabba og honum fannst þetta svo mikil hagleiks hola það mætti nú alls ekki skemma hana enda færi svo vel um tíkina og hvolpana að við ættum bara að leyfa þeim að vera þarna....uuu nei!! ) þar sem ekki tókst að ná Trýnu út eða hvað þá ná hvolpunum gekk mamma í málið. Mamm reddar alltaf öllu og náði út 4 litlum krúsídúllu hvolpum. Svo núna er litla fjölskyldan komin inn úr neðanjarðarbirginu inn í hlýuna :)



Trýna er nú pínulítið mæðuleg, kannski ekki að furð, orðin allt of gömul fyrir svona vesen. Tveir hefðu alveg dugað henni. Reyndar er einn svo svakalega lítill að hann telst eiginlega bara sem hálfur ;) Ég get ekki beðið eftir að komast heim í sveit og knúsa þessar elskur. Þegar þeir verða farnir að myndast aðeins betur þá koma hér inn myndir af þeim. Og svo er það bara fyrstur kemur fyrstur fær :)

Eitt í lokin. Ég held að það séu nú nokkrir sem lesa þetta blogg og það væri nú gaman að fá eins og eitt og eitt comment frá ykkur lesendur góðir. Hvað sem liggurykkur á hjarta, bara hvernig ykkur líður eða hvað þið fenguð ykkur í morgunmat.

Bið ykkur vel að lifa

GG

11 comments:

  1. Ég fékk mér nú bara múslí og hafra með mjólk í morgunmat, borðað upp úr glasi þar sem í ljós kom að ég á engan djúpan disk. Herramannsmatur.

    Svo er ég sammála pabba þínum, þetta er mikil hagleikshola hjá Trýnu. Hún ætti að leggja gangagerð fyrir sig.

    ReplyDelete
  2. Ansi var þetta skemmtileg lesning og fyndin hún Trýna gamla sem deyr greinilega ekki ráðalaus. Hlakka til að sjá betri myndir af hvolpunum.
    Kveðja Arna Þrándar.

    ReplyDelete
  3. Skemmtileg færsla eins og alltaf :) En hvernig er það, þarftu að fara að breyta slóðinni í nunnAN? Hvar er Helga eiginlega ?? ;)

    ReplyDelete
  4. Mikið er ég spennt fyrir þessum hvolpum hennar Trýnu, hver ætli sé pabbinn? Ég var búin að gera mér vonir um það í fyrra að hún yrði hvolpafull en það varð ekki. Trýna er svo skemmtilegur hundur, fór yfirleitt með mér í fjöruferðirnar á Skólabúðunum og fór algjörlega sínar leiðir. Besta atvikið var þegar hún brjálaðist út í sel sem lá á steini úti í sjó og hún var komin þónokkuð langt út í til að reka þennan óboðna gest burt :)

    ReplyDelete
  5. Ég er hér enn Guðrún Eik! Og stefni á að blogga við fyrsta tækifæri!
    Ég borðaði eggjaköku með tómötum og gúrku í morgunmat, svolgraði þessu niður með eplaediki.

    En ég get ekki beðið eftir því að komast heim og kreista þessar krumpudúkkur :P

    Kv. Helga Margrét

    ReplyDelete
  6. Tryna heldur greinilega ad hun sé tofa. En ég bordadi 1000 kaloria möndlu croissant med sojalatte i morgunmat mjamm mjamm.
    Stina

    ReplyDelete
  7. Hahaha Gróa greinilegt að það eru fleiri snillingar í fjölskyldunni þinni... En þessi hundur er svakalega sniðugur... Ég er sko að fíla hann í tætlur... algjör dúlla haha... En langt síðan ég hef séð þig og ykkur stelpurnar í KR svo ég bið að heilsa ykkur öllum ;) takið svo vel á því..... Ég mun fyrr eða síðar heilsa á ykkur útí KR og mæta á leiki ;)

    ReplyDelete
  8. Annað sem ég gleydmi alveg!!
    Á ég að trúa því að Trýna fái að liggja á Óla lokbrá ullarpeysunni!!
    Sveiattann...
    Helga

    ReplyDelete
  9. En hvað það er gaman að fá svona mörg comment :)sérstaklega fróðlegt að heyra hvað fólk er að leggja sér til munns á morgnanna,stína hefur klárlega vinninginn um besta morgunmatinn.

    Jóhanna við söknum þín allar voða mikði, þú verður nú að kíkja við allra fyrsta tækifæri !

    Og Helga það er harðbannað að kreista hvolpana fast ! Sérstaklega þú sem átt hátt í 100 kíló í bekkpressu

    ReplyDelete
  10. Ég át hafragraut að hætti Hrútfirðinga.
    Ég held því fram að Trýna sé frægasti og mest klappaðasti hundur á Íslandi!!!
    Fleiri þúsundir skólabúðabarna sem hafa klappað henni liðinn áratug og svo í réttunum hefur hún innbyggðan radar á við hvern morgunblaðið eða sjónvarpið er að tala við í það og það skiptið og kemur oftar en ekki á mynd í blöðunum með Gunnari í tungu , pabba ykkar eða öðrum kempum.
    Kannski er þetta öfugt, þeir elta hundinn til að hafa möguleika á að fá mynd af sér í fjölmiðlum;-) Hver veit??
    Kveðja Haddý, ákafur blogglesandi ykkar systra

    ReplyDelete
  11. Jahá þetta er aldeilis magnaður hundur:)ég var að gúffa í mig AB mjólk með cheeriosi og múslí!

    ReplyDelete