Saturday, August 14, 2010

Rigning

Eftir alla sólina í sumar er farið að rigna. Eitthvað segir mér að rigningunni eigi ekki eftir að linna fyrr en líður að jólum, enga svartsýni samt aldrei að vita nema sólin nái að glenna sig eitthvað. En mér finnst rigning skemmtileg, það er svo ótal margt skemmtilegt sem hægt er að gera í rigningu, þó það tengist henni kannski ekki beint.

Þetta er náttúruelga alveg ideal veður til þess að hanga bara inni og gera helst sem minnst eftir góða æfingu. Dunda sér við að taka til, fá sér kannski eins og einn kaffibolla (þó það sé alveg harðbannað núna, en það má nú gera undantekningar ;) ) og glugga kannski í góða bók. Ég er sem sagt bara ein heima núna og helgin eiginlega alveg óplönuð sem sagt rólegheit, ég hata það ekki. Reyndar var einn af fáum liðum helgardagskránnar að kíka í bæinn og auðvitað í kolaportið góða. Get ekki sagt að veðrið æpi á mig að koma mér út þó ég hafi reyndar ekki neina afsökun til að gera það ekki þar sem ein afar góð kona sem ég þríf hjá lánaði mér þessa líka flottu regnhlif svo ég ætti að sleppa að mestu þurr. En ef regnhlífin heldur ekki þá hola ég mér nú bara inn á borgarbókasfan og renni afur yfir alla árganga Gestgjafnas frá upphafi þess góða tímarits ;)

Annað sem var á stefnuskránni var að ná að tæma þvottakörfuna alveg svo ekki verði eitt óhreint sokkapar að helginni lokinni. Held að við eigum heimsmet í óhreinum þvotti miðað við hausatölu, samt stoppar blessuð vélin ekki. Hún hefur nú ansi oft gerti sig líklega til að bræða úr sér en guð forði okkur frá því. Þá myndi óhreinn þvottur flæða hér um öll gólf og ábyggilega út um gluggana líka.

Svo er rosalega gaman að fara í sund í rigningu. Fór reyndar í sund eftir æfingu í morgun en þá var ekki farið að rigna svo það má vel vera að ég fari bara aftur seinna í dag. Ekki síst ef ég finn einvhern flottan sundbol. Tók eftir því núna um daginn að minn er orðinn ansi eyddur á rassinum :S En en hver ætli sé svo sem að glápa á rassinn á mér, gæti þess vegna bara verið berrössuð :P

Svo var ég að hugsa um að fara á bikarúrslitin og hvetja mitt lið. En það hefur svon heldur dregið úr mér og ég nenni því eiginelga alls ekki. Sendi þeim bara góða strauma með hugskeyti og þá taka þeir þetta. ÁFRAM KR !!!

Svo voru mér að áskotnast tvær skólabækur. Ég var orðin full tilhlökkunar að byrja aftur í skólanum og fannst alveg tilvalið að byrja að glugga soldið í bækurnar. En eins og hendi væri veifað hvarf öll tilhlökkun. Bækurnar eru á norksu. Ég tala ekki stakt orð í norsku en get bjargað mér á dönsku svo það getur hjálpað. Komst sem sagt í gegnum eina blaðsíðu í gærkvöldi en er engu nær um innihald þeirra þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað söguhyggja og nýrýni er :S Það hlýtur að standa á blaðsíðu ;)

Mér sýnist ég vera að blogga rigningua frá mér.
Njótið helgarinnar
Gógó

No comments:

Post a Comment