Friday, February 4, 2011

Betri er lítill fiskur en tómur diskur


Og enn höldum við áfram að tíunda hvað við snæðum í kvöldmat hérna í Klausturleitinu (þið skiljið, við erum nunnur og hljótum þar af leiðandi að búa í klaustri). Í gær fékk ég (Helga) sent sms frá Gróu þar sem stóð "Tók fisk upp úr frystinum, gerðu eitthvað hvað hann". Ég fékk smsið þegar ég var á leiðinni ofaní sundlaug sem var mjög heppilegt því þá hafði ég eitthvað um að hugsa meðan ég synti nokkrar ferðir og slappaði svo af í pottinum. Útkoman varð þessi:





Reif niður gulrætur, engifer og hvítlauk og steikti á pönnu með blaðlauk. Setti smá ólivolíu á fiskinn og kryddaði hann með sítrónupipar og salti. Setti í eldfast mót og gulræturnar og laukinn ofaná. Stráði smá parmasenosti yfir og skellti í grillið í ofninum í 10-15 mínútur. Sósan var nú meira til málamyndana og alls ekki nauðsynleg. Hitaði í potti niðursoðna tómata og bætti smá tandorri blöndu útí og kryddaði svo með hinum ýmsu kryddum sem ég fann inní skáp. Salatið var svo nokkuð hefðbundið. Kál, gúrka, paprika og epli. Sannkallað tilraunaeldhús þarna á ferðinni en útkoman eiginlega bara nokkuð góð - allavegana var ég dálítið hreikin, aðallega vegna þess að enginn fékk matareitrun :P

En Gróa kom færandi hendi hingað heim í dag, mikið var ég glöð:



Koffínlaust neskaffi! Síðan ég hætti, já eða stórminnkaði kaffidrykkjuna hef ég oft horft löngunaraugum á Gróu systir sem þambar kaffið eins og enginn sé morgundagurinn. Hingað til hef ég drukkið mikið af koffínlausu tei og finnst te-in frá Pukka vera mjög góð, síðast prófaði ég að kaupa "Three ginger" en finnst samt "Detox" og "Revitalise" vera best. En nú get ég aldeilis kryddað uppá tedrykkjuna með koffínlausum kaffibolla inná milli. Það er líka svo afskaplega sósíal að drekka kaffi =)


Góða helgi :)

No comments:

Post a Comment