Tuesday, February 15, 2011

Úr einu í annað, en samt alltaf það sama

Á síðustu önn var ég í áfanga sem nefnist "aðferðir og vinnubrögð". Þar er lögð áhersla á að kenna okkur réttu vinnubrögðin við fræðilega skrif. Eitt af því sem staglast var á all önnina var að við ættum að vera eins og leiðsögumenn og leiðbeina lesendum okkar í gegnum textann sem verður að vera bundinn saman þ.e. allar efnisgreinarnar fléttaðar saman í eina heild. Þar sem þetta blogg er háfræðilegt þá liggur það beinast við að við nunnur tileinkum okkar þetta í skrifum okkar hér. Reynum af fremsta megni að leiðbeina ykkur í gegnum bloggin og tengja þau saman svo þið ,lesendur góðir, fáið einvhern botni í það sem við höfum fram að færa ;)

Ekki svo alls fyrir löngu var ég að rembast við að lesa Króka-Refs sögu, fyrir þá sem ekki vita þá er það Íslendingasaga. Það getur bara þýtt eitt: ég var alltaf að sofna. Bara við það að opna bókin sótti að mér þessi líka ótstjórnlega þreyta. Eins og gefur að skilja náði ég ekki miklu samhengi í söguna þar sem hún var í sí og æ sliltin í sundur með draumum, svefni og slefi :P En það hefði eflaust engu breytt þó ég hafði verið með fullri rænu, sagan hefði án efa verið alveg jafn sundurslitin og innihaldslaus. Nú kemur tenging við síðasta blogg. Fræðmennskan alveg að gera sig hérna. Íslendingasögurnar eru alveg eins og útvarpsþátturinn Tívolí á FM 95,7. Það er greinilegt að við höfum ekkert breyst frá því þessi eyja byggðist. Erum alltaf að hjakka í sömu förunum bara á misgóðum farartækjum. Því get ég slegið um mig og og þóst vera rosalega vel að mér í Íslendingasögunum og sagt að þetta blogg verði í anda Hallfreðar sögu sem er Íslendingasaga nátengd konungasgönum en mjög sérkennileg í byggingu og sundurlaus. En þeir sem lesa milli línana sjá skirfað stórum stöfum TÍVOlÍ FM 95,7 !!!!


Þessu tengt þá held ég að við eigum mjög erfitt með að læra af mistökum okkar. Við höfum t.d. ekkert lært af hruninu. Það finnst mér sjást glöggt á viðbröðum margra sem sjá símann minn. Eftir ca. tveggja tíma hláturskast kemur yfirleitt eitthvað comment þar sem ruslatunnu, forngrip, talstöð eða þjóðminjasafninu bregður oftar en ekki fyrir. Jú ég skal viðurkenna það að hann er gamall, soldið stór og illa farinn eenn....hann virkar nákvæmelga eins og þegar ég keypti hann. Það er reyndar ekki hægt að fara á netið, setja á speaker og það er enginn áttaviti , gps eða i-tunes enda engin þörf á því. Hélt reyndar um daginn að hann ætlaði væri að gefa upp öndina. Vekjarinn hætti að virka og það fór algjörlega eftir hans geðþótta hvort hann lét í sér heyra þegar hringt var í mig. En það þurfti ekki annað en láta hann gossa einu sinni í gólfið og þá var hann nánast eins og nýr ;)




Sama má segja um körfubolta skóna mína....






Nei....nú er ég að grínast. Þeir eru úr sér gengnir og ég er búin að fá mér nýja. En ég var varla búin að reima þá á mig í fyrsta skiptið þegar þeir fóru að rifna. Ég held að Kobe hafi gert ráð fyrir að maður svífi bara um loftin þegar hann hannanði þessa skó, eða hannaði ekki þessa skó. Eftir áralanga tryggð við Nike hef ég ákveðið að söðla yfir í adidas enda hefur endingin á síðustu 4 eða 5 pörum ekki verið mjög góð. Sjáum hvað setur.

En yfir í aðra sálma.
Valentínusardagurinn stóðst ekki væntingar, aldrei þessu vant. Engin ástarjátning, enginn þokkafullur karlmaður fyrir neðan gluggan hjá mér syngjandi og spilandi á banjó fögur ástarlög. Ekki einu sinni lítið leynilegt ástarbréf. Það er allaveg deginum ljósara að við erum ekki eins amerísk og við viljum af láta (nema þá kannski í vextinum) Mér finnst líka að herramenn þessa lands séu allir af gamla skólanum. Ég þurfti að fara upp í múrbúð fyrir hann pabba í dag að kaupa flísar. Það kemur fyrir að ég þarf að fara í verslunarleiðangra sem þessa í búðir þar sem manneskjur eins og ég eru ekki alveg undir miðri meðaltalskúrfu viðskiptavina. En hvað um það ég er komin þarna í búðina og búin að snúa mér í nokkra hringi meðan ég reyndi að átta mig á því hvað snéri upp og hvað niður. Þá kemur til mín eldri Herramaður (með stróu h-i takið eftir) og býður mér aðstoð sína. Hann virtist alveg sjá það að hefði meiri áhuga á að vera í flestum öðrum búðum, nema þá ef ske skynni Bílanust. En ég næ að koma því út úr mér hvað mig vanti. Maður þessi virtist þekkja hverja og eina einustu flís undir vörunúmeri og hann var ekki lengi að finna þessar flísar sem ég átti að kaup, ná í þær inn á lager og áður en ég vissi voru kassarnir komnir inn í bíl og ég þurfti ekki að gera handtak. Ég eiginlega beið bara eftir því að hann byðist til að borga flísarnar fyrir mig líka.



Ég geri engar væntingar til konudagsins, enda er mér mein illa við að vera kölluð kona, ekki af því ég líti á mig sem karlkyns, kann bara mun betur við stúlka eða dama ;) En ég komst samt að því að ég á einhverstaðar leyndan aðdáenda og það súkkulaðigerðarmann mjög líklega frá aldingarði súkkulaðinsins Belgíu, sem hefur nefnt efitr mér hjartalaga konfekkt. Sibba var svo elskuleg að senda mér einn kassa.







Nóg af fræðilegum skrifum í bili
Gróa

2 comments:

  1. Þetta súkkulaði er örugglega besta súkkulaði í öllum heiminum, það getur ekki annað verið fyrst það heitir Guðrún. Það eru bara topp manneskujur sem bera þetta nafn :)
    Njóttu súkkulaðsins með góðu kaffi, því lífið er of stutt fyrir vont kaffi eða vont súkkulaði.
    Takk fyrir gott blogg ;)
    knús sibba

    ReplyDelete
  2. Vá, er súkkulaðimoli nú orðinn að manneskju. Já heimurinn fer sko heldur betur batnandi :P
    Helga M

    ReplyDelete