Wednesday, February 16, 2011

Innlit útlit
















Við erum stödd í kóngsins Kaupmannahöfn. Nánar tiltekið á lítilli götu á Austurbrú, Horsensgade 6. Þar hafa þau komið sér fyrir skötuhjúin Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Andri Steinn Guðjónsson. Þetta unga og efnilega fólk hefur svo sannarlega komið sér vel fyrir í þessari litlu og sætu íbúð og notið þess að nostra við innanstokksmuni, bæta í innbúið og punta hjá sér. Siburbjög, betur þekkt sem Sibba, stundar það grimmt að fara á svokallaða "loppemarket" og má með sanni segja að hún sé orðin ansi fær í að hafa uppá hinum ýmsu gersemum. Allir þessir litlu hlutir sem við fyrstu sýn virðast kannski vera ómerkilegt gamalt
drasl öðlast svo sannarlega nýtt líf hérna í íbúðinni. Heildarútkoman, þegar öll smáatriðin koma saman með fallegum mublum og öðrum nauðsynjum, gleður augað og gerir íbúðina
ákaflega huggulega og góðan íverustað - hér líður manni vel.


Það sem einkennir íbúðina þó öðru fremur eru myndir. Sætar myndir af dýrum, teiknimyndafígúrum, náttúru, borgarlífi og svo auðvitað myndir af lífinu sjálfu sem vekja upp hlýju og minningar um góða tíma.




Bottom line - látið hugmyndaflugið ráða ferðinni. Bangsar, skart, myndir, föt, kósý og krútt :)

4 comments:

  1. vá þetta er alveg rosalega, rosalega flott blogg, og vá hvaða snillingar eiga þessa íbúð :)
    þessi íbúð er samt miklu skemmtilegri þegar þú ert hérna Helga mín.
    knús og takk fyrir að koma í heimsókn og TAKK fyrir að koma á afmælisdaginn minn :)

    góða ferð heim !
    ...og komdu fljótt aftur :)

    ReplyDelete
  2. Vá en fínt hjá þér sibba!

    ReplyDelete
  3. já og Krulla bara þarna á milli hinna barnanna.
    mor

    ReplyDelete