Saturday, February 26, 2011

Laugardagslærdómur

Það er fátt jafn hressandi og lærdómslaugardagskvöld. Sjaldan sem sjálfsvorkunin nær öðrum eins hæðum enda er ég handviss um að ég hljóti að vera eini háskólaneminn í öllu landinu sem sitji við skruddunar og allir aðrir séu að njóta lífsins listisemda, eða ég tel mér allavega trú um það til að réttlæta vorkunina. Það er sennilega þessari kjarnorkusjálfsvorkun að kenna að yfirleitt fer minna fyrir lærdómnum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Afköstin eru yfirleitt í algjöru lágmarki, nema þá ef ske kynni í kaffidrykkju því oftar en ekki verður það aðeins þar sem ég fer fram úr áætlun. Ég set mér oftast markmið að komast yfir ákveðið efni en þarf oftar en ekki að endurskoða markmiðin og breyti þeim í kjölfarið í tímamörk (þ.e. læra þar til klukkan verður eitthvað ákveðið) annars þyrfti ég að sitja langt fram á nótt við lesturinn (eða ekki lesturinn). Annars held ég að það fari að styttast í að ég fari í eitthvað sterkara an kaffið. Veit ekki hversu oft ég er búin að ranka við mér í slefunni í miðri bókmenntasögunni. En ég mæli samt alveg með þessari aðferð ef þið nennið ómöglega að lesa eitthvað. Þá er algjörlega málið að leggja sig aðeins með adlitið á bókinni, slefa pínulítið og skella svo bara bókinni aftur þegar maður vaknar ;) Veit samt ekki alveg hversu vel bókasöfn landsins taka í þessa aðferð, það er allt annað mál.


Nóg um lærdóm enda er ég hætt í kvöld.


Ef ég ætti eina ósk núna þá myndi ég óska þess að það væri komið sumar (þar að segja þegar ég væri búin að óska mér óteljandi óska). Mikið finnst mér vera farið að teygjast á þessum blessaða vetri og nóg er eftir af honum enn, ekki einu sinni kominn bolludagur. Ekki hjálpar það manni við að reyna að halda geðheilsunni að á hverju degi kemur nýr bæklingu frá einhverri ferðaskrifstofunni.Vá hvað ég hefði ekkert á móti því að hoppa upp í næstu flugvél og fljúga eitthvert þar sem hitastigið er ca 20°hærra en hér og allt er innifalið ;) Mér finnst það ekki skrítið að það skuli alltaf vera met sala á utanlandsferðum sama hversu blankir íslendingar eru. Ég gekk svo langt að kaupa mér brúnkukrem í vikunni. Við Helga skelltum okkur nebblega í þann stórskemmtilega tím "kviður og bak" einn morgun í vikunni og þegar ég leit í einn af ótalmörgum speglum sem er að finna í World class þá komst ég að þeirri skemmtilegu tilviljun að ég er nákvæmlega eins á litin og veggirnir í salnum sem tíminn er í. Vildi að ég gæti sagt að veggirnir væru fallegar strandbrúnir en nei...þeir eru skjannahvítir. Helga gekk reyndar skrefinu lengra og fór í ljós. Það bar líka svo góðan árangur að ef hún liti út eins og Kim Kardashian þá gæti þessi mynd allt eins verið af henni, ekki slæmt :P







Sumrin eru svo yndisleg. Allir eru svo miklu glaðari, aldrei myrkur og meira að segja stundum gott veður! Það er svo gaman að fara á böll, spila krikket, sofa í tjaldi, grilla, fara á árabátnum út á mitt ballarhaf og allt hitt sem maður gerir á sumrin. Þegar fyrst freknan kemur á nebban þá er tilefni til að brosa :)

En kannski ég reyni samt að splæsa einu eða tveim áður en til þess kemur að freknurnar láti sjá sig. Upp með húmorinn eins og vitur maður sagði eitthvert sinn.


Jæja, ætli það sé ekki best að ég komi mér í háttinn áður en ég finn upp á einvherju fleiru til að kvarta yfir.


En af öllu því sem ég hef lesið og lært í dag þá er það eitt sem stendur upp úr : Ekki fara glorhungruð í Krónuna og hvað þá í félagi við aðra manneskju sem er enn hungraðri, stærri og sterkari. Það kostar marga þúsundkalla :P

Góða nótt og sofið rótt

Grói Gump ;)

4 comments:

  1. Ég var líka að læra í kvöld!! Er reyndar í prófalestri, svo það er kannski ekkert óeðlilegt ;) Og mikið sem ég hlakka til í sumar, getum við plís farið í fótabaðið??

    ReplyDelete
  2. Sumar! Sumar! Sumar! Vá hvað ég hlakka til.
    Ég lít nú ekki alveg svona út Gróa mín, enda gleymdi ég að setja á mig sólgleraugun áður en ég lagðist í ljósabekkinn með þeim afleiðingum að ég brann á augnlokunum :P
    En já, það kostar ekki bara marga þúsundkalla að fara svöng (sinnum 2) í Krónuna, það kostar líka hálfan handlegg :P
    Helga M

    ReplyDelete
  3. Ohh...já auðvitað fótabaðið líka. Jáhá við getum sko farið í fótabaðið góða :D

    ReplyDelete
  4. ég hlakka sko líka til sumarsins :)
    Takk fyrir að blogga, alltaf svo gaman að lesa bloggið ykkar !
    knús frá köben

    ReplyDelete