Thursday, February 3, 2011

Matarklúbbur


Í gær hélt Helga matarklúbb þar sem boðið var uppá satay-grænmetissúpu, kjúkling, dýrðlegt salat með káli, papriku, epli, vínberjum, fetaosti, gúrku, hnetum og fræjum auk þess sem heimabakað brauð og stórgott hrökkbrauð var á boðstólnum. Ekki voru drykkirnir heldur af verri endanum, kristall og ávaxtasafi. Í eftirmat var boðið uppá ananas, vínber og hnetur.


Maturinn kom vel út og svolítið sniðugt að hafa kjúklinginn svona sér því þá gat maður ráðið því
sjálfur hvort maður vildi hafa kjúkling í súpunni, búa sér til kjúklingasalat já eða bara borða hann eintóman eða ofan á brauð :P

Stórskemmtilegur matarklúbbur og ég er strax farin að hlakka til næst :)


2 comments:

  1. Ummm lítur veeeel út !!
    en hey hvað varð um linsulsúpuna ? :)

    ReplyDelete
  2. Linsusúpan þarf að bíða betri tíma....ætla að prufukeyra hana á heimilisfólkinu fyrst :P
    Kv. Helga

    ReplyDelete