Saturday, February 12, 2011

....

Þetta blogg verður í anda uppáhalds útvarpsþáttar míns og minnar kæru vinkona Helgu Einarsdóttur, Tívoí á FM 95.7, gjrösamlega innilhaldslaust en kemur samt vonandi ekki til með að valda neinum heilaskaða. En lesturinn er samt algjörlega á ykkra ábyrgð :P

En hvað um það. Ég var komin hálfa leið upp í rúm, planið að vakna snemma og reyna að læra soldið áður en ég verð allt of eirðarlaus út af leiknum sem er á morgun. En þegar ég fór að hugsa málið nánar og reikna út hvað "snemma"gæti falið í sér þessa dagana þá fékk ég það út að best væri að vaka aðeins lengur. Ég er nebblega mjög mikil svona tímabila-manneskja þegar kemur að svefnvenjum og núna er ég á "vakna mjög snemma" tímabilinum. Held að ég sé búin að fara á fætur upp úr 6 alla morgna vikunnar. Önnur tímabil einkennast t.d. af því að ég þarf alltaf að fara að pissa um miðja nótt, svo mætti halda að það dygði mér ekki að vera í tvíbreiðu rúmi því stundum koma margar nætur í röð þar sem mér tekst að liggja ofan á hendinni eða koma henni þannig fyrir að hún verður svo dofin að ég þarf beisiklí að leita að henni. Ekki fyrir svo löng greip mig mikil skelfing þar sem ég var full viss um að ég hefði verið aflimuð í svefni en svo hékk höndin bara fram af rúminu alveg stein dauð en í kjölfarið fylgdi versti náladofi ársins.....Ég er reyndar vanalega mjög árrisul, aðallega af því ég hlakka svo til að fá mér morgunmat og það vill nebblega svo til að ég hlakka einstaklega mikið til að borða morgunmatinn á morgun sem gerir það enn líklegra að ég fari fram úr á ókristilegum tíma. Þannig er mál með vexti að ég ætla ekki að fá mér hafragraut á morgun, ég man ekki hvenær það gerðist síðast heldur ætla ég að fá mér þetta dýrindis múslí sem ég bjó mér til um daginn og er búin að hlakka svo mikið til að fá mér kúfaðan disk af með fullt af ávöxtum og að sjálfsögðu skola því niður með yndælis kaffi!!! Af hverju í ósköpunum er ég ekki löngu farin að sofa ef þetta er það sem morgundagurinn bíður upp á :P Enn og aftur er ég farin að tala um mat, mér er ekki viðbjargandi.

En allaveg þá ætlaði ég að fá mér einn tebolla af detox teinu góða sem nú þegar hefur fengið sína umfjöllun hér (tek það fram að detox er blótsyrði í mínum eyrum ) fyrir svefninn og skella í leiðinni inn einu litlu myndabloggi. En nei ég var varla búin að kveikja á myndavélinni þegar hún tilkynnti mér það að rafhlöðurnar væru tómar, þá hófst dauðaleit að nýjum rafhlöðum sem bar ekki árangur sem erfiði. Og ekki nóg með það því meðan á leitinni stóð kólnaði teið svo ég mátti þvæla í mig köldu detox sulli.

Reyndar var ein önnur ástæða fyrir því að ég frestaði háttatíma mínum. Setti uppþvottavélina af stað fyrir stuttu. Vanalega hef ég hana bara í gangi þó ég sé farin að sofa en það bárust einvher óvenjuleg hljóð frá henni núna. Engu líkara en þetta væru angistaróp frá einvherjum sem lokast hefði inni í henni, þorði samt ekki fyrir mitt litla líf að athuga hvort það gæti verið. Ákvað frekar að bíða aðeins og sjá hvernig málin þróuðust. Væri líka betra að vera á fótum ef vélin tæki upp á því að sprynga í loft upp, eins og ég hef reyndar allt eins búist við síðan við fluttum hignað inn enda er vélin andsetin eins og flest önnur heimilstæki hér, já þar er skíringin á óhljóðunum komin, andanum er greinilega eitthvað misboðið. Núna síðast var það matvinnsluvélin sem fékk kastið svo að reyk og mikinn óþef lagði upp frá henni (það var ekkert í henni sem hún ætti ekki að ráða við), hef ekki lagt í að athuga með heilsu hennar síðan.

En mér heyrist andinn vera þagnaður svo ég held að ég komi mér bara í bælið. Ef ég væri hagmælt þá myndi ég yrkja ferskeytlu þar sem ég léti vælið og bælið ríma saman, læt það samt vera í þetta skiptið.

Ætla að enda á að vekja athygli allra á því að á morgun verður kröfuboltaveisla í DHL-höllinni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira um það hér

Tíminn líður og múslíið bíður :)
Góðar stundir
Gróa

5 comments:

  1. Ég spurði þig í gær af hverju þú ætlaðir ekki að reyna að sofa aðeins lengur á morgun.. klukkan er núna hálf níu og ég er löngu vöknuð, held að þú hafir smitað mig með því að vakna svona árla morguns :) Ég held GG að það þurfi alvarlega að fara að skoða þessi álög á heimilistækin ykkar, þetta er hætt að teljast eðlilegt!

    Íslenskufræðingurinn ætti að fara létt með að setja saman eina ferskeytlu.. en við sjáumst í kvöld.. ekki detoxa of mikið fyrir leikinn;)
    Kv. H.E.

    ReplyDelete
  2. Hahaha er þetta ástæðan fyrir því að þú varst vakandi þegar ég sendi þér smsið í gær??
    Annars var þín sárt saknað á þorrablótinu í gær, dirfist varla að þora að vona að þú komist á næsta ári, því ég held að það hvíli ekki bara álög á heimilistækjunum í Hvassaleitinu, heldur hvílir einhver þorrablótsbölvun á þér. Ef mér skjátlast ekki var þetta 7. þorrablótið sem þú hafðir aldur til að mæta á og enn er mætingarhlutfallið 0% Alls ekki nógu gott ;)

    ReplyDelete
  3. Mér var einmitt hugsað til matvinnsluvélarinnar í gær. Vona að þetta sé bara smá flensa og að hún jafni sig fljótt.
    En ég hlakka til að koma heim og smakka þetta múslí, svona miðað við lýsingarnar allavegana.
    Knúsí knúsí og gangi þér vel í leiknum! :)
    Helga M

    ReplyDelete
  4. Namm hvad thetta musli litur vel ut! Stina

    ReplyDelete
  5. Já og það bragðast alveg jafn vel og það lítur út fyrir að gera!

    ReplyDelete